Miðvikudagur 17.04.2013 - 15:03 - FB ummæli ()

XB: 740 milljarða lánaleiðrétting!

I. Fyrr á árinu sat ég fund í Reykjavík þar sem Sigmundur Davið útskýrði hvernig XB ætlaði að leiðrétta skuldastöðu heimilanna (segjum um 200 milljarða):

Í gegnum skattkerfið.

II. Í viðtali við í Silfri Egils 10. febrúar sl. benti Frosti Sigurjónsson á annan valkost ef Ísland innleiddi nýtt peningakerfi sem XB hefur til athugunar:

Seðlabanki Íslands gæti fjármagnað 250-300 milljarða.

III. Þann 27. apríl sl. birti Viðskiptablaðið viðtal við Frosta.

Aðspurður um fjármögnun á leiðréttingu húsnæðisskulda svaraði hann:

Skattlagning þrotabúa gömlu bankanna gæti skilað 240 milljörðum.

IV. Þann 5. apríl birti DV viðtal við Vigdísi Hauksdóttur.

Í samantekt DV á viðtalinu segir m.a.:

Aðspurð segir hún að sérstakt efnahagsteymi innan Framsóknarflokksins hafi farið yfir og mótað þær tillögur sem flokkurinn leggi nú fram í efnahagsmálum. Það sé því fjarstæða að tillögur flokksins séu óraunhæfar og settar fram án þess að hafa verið vel ígrundaðar, líkt og sumir hafa haldið fram að undanförnu. Að mati Vigdísar eru þetta því mjög vel útpældar og vel skoðaðar hugmyndir sem flokkurinn leggur nú fram.

Ofangreindir valkostir eru því vel ígrundaðir, vel útpældir og vel skoðaðir.

V. Það er því ekki allt sem sýnist með tal XB út og suður um fjármögnun afskrifta húsnæðisskulda.

Efnahagsteymi XB hefur augljóslega hannað vel ígrundað og vel útpælt trompspil XB í kosningabaráttunni:

Afskrift húsnæðisskulda um e.t.v. 200 + 300 + 240 = 740 milljarða.

Því enginn þriggja valkostanna útilokar hina tvo.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar