Þriðjudagur 23.04.2013 - 21:02 - FB ummæli ()

XB býður – RUGL frá upphafi

I.

Ég bið forláts á enn einu skrifi um viðfangsefnið.

En fyrirheit XB um hundruð milljarða lækkun á húsnæðislánum öllum að kostnaðarlausu nema kröfuhöfum þrotabúa Glitnis og Kaupþings er – afsakið orðbragðið – slíkt endemis rugl að ég get ekki átt það við samvizku mína að þegja og láta sem allt sé með felldu.

II.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Frosti Sigurjónsson, helzti hugmyndamsmiður XB í efnahagsmálum, hafa fjallað um fyrirheit XB í skrifum á eyjan.is. Össur lagði 10 spurninga um það fyrir Frosta, sem svaraði þeim skýrt og skilmerkilega.

Í morgun lagði Össur skilning í einn þátt málsins sem Frosti leiðrétti um hæl.

Í frétt eyjunnar.is af leiðréttingunni* segir m.a.:

Frosti segir að með þessu sé átt við að skuldarar fái leiðréttingu sinna lána strax. Hins vegar taki ríkið á sig þá upphæð sem afskrifuð er í formi skulda við lánastofnanir. Ríkið muni svo greiða lánastofnunum t…il baka með hóflegum vöxtum á næstu 20 árum eða svo, allt eftir því hvernig samkomulagið við lánastofnanir hljóðar. Frosti segir að þetta tryggi að peningarnir sem losna við leiðréttinguna streymi ekki út í hagkerfið.

III.

Líkt og hendi væri veifað hafa kröfuhafar þrotabúa Glitnis og Kaupþings horfið út úr myndinni ásamt þeim hundruðum milljarða sem áttu að fjármagna fyrirheit XB.

Þess í stað stendur eftir það eitt að ríkissjóður leggur inn 20 ára skuldabréf sem greiðslu á þeirri lækkun húsnæðislána sem fyrirheitið boðaði.

Það er engu líkara en að Frosti – og, væntanlega – efnahagsteymi Framsóknarflokksins í heild hafi ekki áttað sig á samhengi hlutanna í þessu sambandi.

IV.

Eftirfarandi er umsögn mín um málið, fyrst á eyjan.is og síðan á Facebook:

Hvar koma kröfuhafar og 300 milljarðar þeirra inn í þetta dæmi?

Hvergi.

Hvað varð um þá hlið málsins?

Sú hlið málsins var RUGL frá upphafi.

Er þetta ekki of djúpt í árinnni tekið?

Nei – sjá blogg-færslu mína á eyjan.is: XB býður – Börnin borga.

V.

Einn félaga minna í Lýðræðisvaktinni hafði þetta að segja um skyld málefni:

„Ég vil benda á að í umræðum í Silfri Egils á sunnudaginn var því spáð að Vaktin myndi bæta við sig og fara yfir 5% á lokasprettinum vegna þeirrar tilhneigingar kjósenda að leita í öryggið þegar komið er í kjörklefann.

Þetta töldu umræðumenn að myndi gerast vegna þess að við værum með tiltölulega þekkt og traustvekjandi fólk í efstu sætunum á okkar listum. Svo þeir sem vildu síður velja gömlu flokkana myndu treysta þessum flokki betur en öðrum nýjum flokkum.”

VI.

Efnahagsmálin verða mál málanna á næsta kjörtímabili.

Nk. laugardag munu kjósendur ákveða hverjum sé treystandi í þeim efnum.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar