Fimmtudagur 25.04.2013 - 10:02 - FB ummæli ()

Skuldaleiðrétting úr vasa heimilanna

Tveir pennar á eyjan.is, þau Stefán Ólafsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir, deila um hugmyndir XB um leiðréttingu á skuldastöðu heimilanna með krónueignum úr vasa erlendra kröfuhafa í þrotabú Glitnis og Kaupþings.

Þar sem ég tel hugmyndir XB vera RUGL þá vil ég leggja orð í belg og útskýra þær peningafræðilegu forsendur sem endurspeglast óbeint í umsögn minni, en ættu að vera ljósar öllum sem hafa hugleitt málið.

Forsendurnar má setja fram í stuttu máli sem hér segir:

  1. Allar krónueignir kröfuhafanna eru bókhaldsstærðir en ekki raunstærðir (t.d. gull).
  2. Í bókhaldsstærðunum býr óvirkur kaupmáttur en ekkert raunvirði.
  3. Krónueign kröfuhafanna er 400 ma. af ríkisskuldabréfum og reiðufé.
  4. Framsal til ríkisins á 300 ma. myndi lækka hreina skuldastöðu ríkisins um 300 ma.
  5. Heimilisskuldir eru bókhaldsstærðir hjá lánastofnunum.
  6. Lækkun heimilisskulda um 300 ma. fer fram með millifærslu af bókhaldsstærðum.
  7. Við millifærsluna hækkar hrein skuldastaða ríkisins um 300 ma.
  8. Í bókhaldi lánastofnana verður engin breyting á hreinni eignastöðu við millifærsluna.
  9. Millifærslan gerir óvirkan kaupmátt virkan til hagsbóta fyrir skuldsett heimili.
  10. En ríkið er jafn skuldsett eftir sem áður.
  11. Að öllu öðru óbreyttu hefur virkur kaupmáttur lánastofnana aukist um 300 ma.
  12. Aukning virks kaupmáttar (peninga í umferð) um 300 ma. er verðbólguhvati.
  13. Aukning virks kaupmáttar um 300 ma. yfir 20 ár dreifir verðbólguhvatanum.
  14. reifingin verður í mynd 300 milljarða ríkisskuldabréfs sem greiðist á 20 árum.
  15. Almenningur ber kostnaðinn af leiðréttingu heimilisskulda í báðum tilfellum.

Hugmyndir XB um leiðréttingu heimilisskulda með krónueignum úr vasa erlendra kröfuhafa samræmist ekki niðurstöðunni í lið 15.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar