Föstudagur 26.04.2013 - 13:49 - FB ummæli ()

Leiðrétting heimilisskulda

Í umræðuþætti á Stöð2 í gær lét Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að því liggja að gagnrýni mín á tillögu XB um leiðréttingu á heimilisskuldum sem „endemis rugl“ byggðist á pólitískri hentistefnu þar sem ég væri í framboði í kosningunum á morgun.

„Hann á auðvitað rétt á því að beita sér í sinni pólitík,” bætti hann við.

Hér er um skipulega hagræðingu á staðreyndum að ræða.

  1. Ég er ekki í framboði.
  2. Ég tala ekki gegn betri vitund um hagfræðileg málefni.
  3. Ég hef gagnrýnt glórulausa peningahagfræði um langt árabil.

I skoðanaskiptum við forystumann í Hagsmunasamtökum heimilanna fyrr í dag vegna málsins setti ég fram eftirfarandi samantekt um viðfangsefnið:

Ef markmiðið er að leiðrétta húsnæðisskuldir þannig að greiðslubyrði vegna þess lendi ekki á ríkissjóði/almenningi þá er um þrjá kosti að velja.

  1. Að láta lánveitendur borga brúsann.
  2. Að leggja skatt á gjaldeyriseignir þrotabúanna.
  3. Að skipta út peningum í umferð fyrir nýkrónur að hætti Vestur-Þjóðverja eftir síðari heimsstyrjöld.

Síðastnefnda leiðin myndi væntanlega kosta Sigmund Davíð og Bjarna Ben dágóðan skilding og lánastofnanir/lífeyrissjóðir munu njóta stuðnings XB og XD í andstöðu gegn fyrstu leiðinni. Eftir stendur því leið 2 – að leggja skatt á gjaldeyriseignir þrotabúanna.

Markmið mitt með skrifum um hugmyndir XB hefur miðað að því einu að sýna fram á að þær ganga ekki upp – og sýna þannig að ekki verður um villst að Efnahagsteymi XB er ekki í stakk búið til að takast á við skuldavanda heimila og þjóðarbús á næsta kjörtímabili.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar