Í Financial Times 2. maí segir að erlendir kröfuhafar þrotabúa Glitnis og Kaupþings séu staðráðnir í að gefa ekkert eftir af 400 milljarða krónueignum sínum.
En íslenzk stjórnvöld eru ákveðin að heimta allt að 75% eftirgjöf.
Þar í felst meint „svigrúm“ til leiðréttingar á skuldabyrði heimilanna.
Ísland getur ekki innnleyst 400 milljarða krónueignir kröfuhafa í gjaldeyri.
Því Ísland er ógjaldfært skv. skýrslu Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika.
Við 75% eftirgjöf stæðu eftir 100 milljarðar sem Ísland getur ekki innleyst.
Framsókn hefur augljóslega ekki hugsað málið í gegn:
Lækkun á ógjaldfærni Íslands um 300 milljarða vegna krónueigna kröfuhafa jafngildir ekki sköpun „svigrúms“ til eins eða neins.