Miðvikudagur 15.05.2013 - 09:02 - FB ummæli ()

XB – Vissu þeir betur?

Í frétt á vísir.is undir fyrirsögninni „Þeir vissu betur,” segir Sigmundur Davíð „fráfarandi ríkisstjórn hafa beitt blekkingum þegar kom að fjárhagsstöðu ríkisins“.

Blaðamaður spyr: „Hvað ertu að tala um háar upphæðir?“

Sigmundur Davíð svarar: „Það fer eftir því að hvað maður tekur margt í reikninginn en þegar allt er talið þá nemur þetta tugum milljarða.“

Hvernig geta nokkrir tugir milljarða vafist fyrir ríkisstjórn undir forsæti XB?

Eða var meint hundruð milljarða „svigrúm“ úr ranni hrægammasjóða sem fleytti XB til sigurs e.t.v. blekking?

Bogi Ágústsson lét að því liggja í viðtali á Bylgjunni 12. apríl sl.:

„Ég skil ekki hvernig að mörg hundruð milljarða skuldir geta orðið að ávinningi. Ég bara skil þetta ekki. Ég næ þessu ekki.“

Næsta dag var umsögn Boga borin undir Frosta Sigurjónsson.

„Þetta er algengur misskilningur hjá Boga,” sagði Frosti, „hann fer að horfa á kröfurnar í búin en ekki eignir búanna.“

Algengur misskilningur?

Svo ýmsir aðrir en Bogi höfðu bent XB á hið augljósa:

„Þetta eru skuldir – ef ég skulda 400 milljónir, og síðan kemur einhver og segir, nei, þú skuldar ekki 400 þú skuldar 100, á ég þá skyndilega 300 milljónir?“ sagði Bogi.

„Nei,” svaraði hann og bætti við:

„Ég skulda aðeins minna [og] get ég þá farið út og eytt þessum pening?”

Vitaskuld ekki – og það er blekking að halda öðru fram við íslenzka kjósendur.

Flokkar: Stjórnmál og samfélag

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar