Laugardagur 01.06.2013 - 16:42 - FB ummæli ()

Skuldaleiðrétting á sumarþingi?

Skuldaleiðrétting verður ekki afgreidd fyrr en búið er að ákveða hvernig hún verði fjármögnuð.

Enn er (væntanlega) langt í land með samninga við kröfuhafa þrotabúa gömlu bankanna og því a.m.k. jafnlangt í „svigrúm“ til fjármögnunar úr þeirri átt.

Ef biðin eftir „svigrúmi“ verður of löng, þá verður fjármögnunar leitað annars staðar – þ.e.a.s. hjá Seðlabanka Íslands í gegnum leiðréttingarsjóð af því tagi sem Hægri Grænir hafa lagt til.

Eða þannig skil ég málflutning Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Í þessu sambandi vakna nokkrar spurningar/ahugasemdir:

1. Ef stjórnvöld (réttilega) vilja ekki vera beinn aðili að samkomulagi við kröfuhafa, hverjir eiga að semja við kröfuhafana þannig að hugmyndir stjórnvalda um efni samninganna nái fram að ganga?

2. Ef samningar dragast á langinn og málið er leyst í gegnum leiðréttingarsjóð, þá er „svigrúmið“ ekki lengur forsenda skuldaleiðréttingar.

3. Ef (a) heimilum liggur á skuldaleiðréttingu „strax“ og (b) leiðréttingarsjóð má stofna tafarlaust, þá stendur ekkert í vegi fyrir afgreiðslu málsins á sumarþinginu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar