Skuldaleiðrétting verður ekki afgreidd fyrr en búið er að ákveða hvernig hún verði fjármögnuð.
Enn er (væntanlega) langt í land með samninga við kröfuhafa þrotabúa gömlu bankanna og því a.m.k. jafnlangt í „svigrúm“ til fjármögnunar úr þeirri átt.
Ef biðin eftir „svigrúmi“ verður of löng, þá verður fjármögnunar leitað annars staðar – þ.e.a.s. hjá Seðlabanka Íslands í gegnum leiðréttingarsjóð af því tagi sem Hægri Grænir hafa lagt til.
Eða þannig skil ég málflutning Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Í þessu sambandi vakna nokkrar spurningar/ahugasemdir:
1. Ef stjórnvöld (réttilega) vilja ekki vera beinn aðili að samkomulagi við kröfuhafa, hverjir eiga að semja við kröfuhafana þannig að hugmyndir stjórnvalda um efni samninganna nái fram að ganga?
2. Ef samningar dragast á langinn og málið er leyst í gegnum leiðréttingarsjóð, þá er „svigrúmið“ ekki lengur forsenda skuldaleiðréttingar.
3. Ef (a) heimilum liggur á skuldaleiðréttingu „strax“ og (b) leiðréttingarsjóð má stofna tafarlaust, þá stendur ekkert í vegi fyrir afgreiðslu málsins á sumarþinginu.