Þriðjudagur 04.06.2013 - 01:22 - FB ummæli ()

Mistök Hæstaréttar – Dómur um gengistryggingu.

Hæstiréttur gerði alvarleg mistök í dómi nr. 471/2010, frá 16. september 2010 um gengistryggingu.  Þar var ranglega staðhæft að „fulljóst‟ væri að ólögmæti gengistryggingar krónulána  hefði í för með sér að þeir vextir sem tilgreindir væru í viðkomandi lánasamningum hlytu að teljast vera ógildir.

Því yrði að líta svo á að slíkir lánasamningar hefðu kveðið á um vexti en EKKI tilgreint hæð þeirra.  Í ljósi ákvæða laga nr. 38/2001 hlytu því ákveðnir seðlabankavextir að gilda í stað upphaflegra samningsvaxta.

Morgunblaðið leitaði álits míns á dóminum og sagði ég hann vera „rökleysu”.  Þetta var óvægin umsögn sen varðaði ekki lögskýringar dómara Hæstaréttar heldur röksemdafærslu þeirra um lykilatriði sem hefur kostað íslenzk heimili og fyrirtæki tugi milljarða í vaxtakostnað og byggir á vanþekkingu á viðskiptaháttum á alþjóðlegum lánamörkuðum – og ráðgjöf Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins varðandi það atriði.¹

Hér vísast til eftirfarandi inngangsorða dómsins:

„Vextir samkvæmt samningi aðila [voru] tengdir beint við LIBOR vexti af lánum í þeim myntum, sem hin ógilda gengistrygging samkvæmt samningi aðilanna miðaðist við. Í þessu sambandi [verður] að gæta að því að fullljóst [er] að slík vaxtakjör af láninu [geta] ekki komið til álita nema í tengslum við gengistryggingu þess, sem nú [liggur] fyrir að óheimilt [er] að kveða á um. Einnig [verður] að líta til þess að eftir að ákvæði í samningnum um gengistryggingu [hefur]  verið metið ógilt [eru] skuldbindingar [lántakanda] við [lánveitanda], að öllu leyti í íslenskum krónum, og algerlega óháðar tengingu við hinar erlendu myntir, sem aðilarnir gengu út frá við gerð samningsins. Þegar virt [er] að ákvæðið um gengistryggingu í samningi aðilanna [er] ógilt, og bein og órjúfanleg tengsl [eru] samkvæmt framansögðu milli þess ákvæðis og fyrirmæla þar um vexti, [er] hvorki unnt að styðjast við þau fyrirmæli óbreytt eftir orðanna hljóðan né gefa þeim með skýringu annað inntak, enda [liggur] fyrir í málinu að á millibankamarkaði í London [hafa] aldrei verið skráðir vextir af lánum í íslenskum krónum. ‟

Þeim hæstaréttardómurum – Ingibjörgu Benediktsdóttur, Árna Kolbeinssyni, Garðari Gíslasyni, Gunnlaugi Claessen og Markúsi Sigurbjörnssyni – sem dæmdu mál nr. 471/2010 varð hér alvarlega á í messunni:

Notkun LIBOR er ÓHÁÐ gjaldmiðli/um lánasamninga, sbr. notkun þeirra í gengistryggðum lánum í íslenzkum krónum þó „að á millibankamarkaði í London [hafa] aldrei verið skráðir vextir af lánum í íslenskum krónum. ‟

Sbr. einnig umsögn á vefsíðu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins:

[LIBOR] is not important because banks actually transact business with each other at the announced rate—although that can happen. Rather, LIBOR’s importance derives from its widespread use as a benchmark for many other interest rates at which business is actually carried out. (http://www.imf.org/external/pubs/ft/fandd/2012/12/basics.htm).

Lausleg þýðing: Mikilvægi LIBOR vaxta felst ekki í notkun þeirra í viðskiptum banka við hvern annan – þótt það geti komið fyrir. Heldur felst það í víðtækri notkun LIBOR sem viðmið fyrir ákvörðun vaxta sem í reynd eru notaðir í viðskiptum.

¹ Nánar verður vikið að villandi ráðgjöf Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins í annarri bloggfærslu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar