Þriðjudagur 25.06.2013 - 00:45 - FB ummæli ()

SÍ, FME og Hæstiréttur vs. Íslenzk heimili

Dómur Hæstaréttar frá 16. júní 2010 í máli nr. 153/2010 byggði á ráðgjöf Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins um vaxtakjör á gengistryggðum krónulánum eftir að þau voru dæmd ólögleg.

Ráðgjöfin endurspeglast í forsendum dóms Hæstaréttar:

„Þegar virt er að ákvæðið um gengistryggingu í samningi aðilanna er ógilt og bein og órjúfanleg tengsl eru samkvæmt framansögðu milli þess ákvæðis og fyrirmæla þar um vexti er hvorki unnt að styðjast við þau fyrirmæli óbreytt eftir orðanna hljóðan né gefa þeim með skýringu annað inntak, enda liggur fyrir í málinu að á millibankamarkaði í London hafa aldrei verið skráðir LIBOR vextir af lánum í íslenskum krónum. Vegna þessa er óhjákvæmilegt að ógildi ákvæðisins um gengistryggingu leiði til þess að líta verði með öllu fram hjá ákvæðum samningsins um vaxtahæð.”

Ráðgjöfin samrýmist ekki faglegum sjónarmiðum:

1. Ef gengi krónunnar hefði verið óbreytt þá væru engin rök til fráhvarfs frá samingsvöxtum.

2. Engin „bein og órjúfanleg tengsl” voru því milli lögmætis gengistryggingar og samningsvaxta.

3. Hins vegar voru bein, órjúfanleg og andstæð hagsmunatengsl til staðar.

4. Ráðgjöf SÍ og FME var því bæði ófagleg og hlutdræg.

Dómur Hæstaréttar mun kosta íslenzk heimili milljarðatugi.

Ég sagði dóminn vera rökleysu þegar Mbl. leitaði álits míns.

Fyrrverandi ríkisstjórn lét sér fátt um finnast og gerði ekki neitt.

Núverandi ríkisstjórn á eftir að kynna sér málið og taka afstöðu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar