Dómur Hæstaréttar frá 16. júní 2010 í máli nr. 153/2010 byggði á ráðgjöf Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins um vaxtakjör á gengistryggðum krónulánum eftir að þau voru dæmd ólögleg.
Ráðgjöfin endurspeglast í forsendum dóms Hæstaréttar:
„Þegar virt er að ákvæðið um gengistryggingu í samningi aðilanna er ógilt og bein og órjúfanleg tengsl eru samkvæmt framansögðu milli þess ákvæðis og fyrirmæla þar um vexti er hvorki unnt að styðjast við þau fyrirmæli óbreytt eftir orðanna hljóðan né gefa þeim með skýringu annað inntak, enda liggur fyrir í málinu að á millibankamarkaði í London hafa aldrei verið skráðir LIBOR vextir af lánum í íslenskum krónum. Vegna þessa er óhjákvæmilegt að ógildi ákvæðisins um gengistryggingu leiði til þess að líta verði með öllu fram hjá ákvæðum samningsins um vaxtahæð.”
Ráðgjöfin samrýmist ekki faglegum sjónarmiðum:
1. Ef gengi krónunnar hefði verið óbreytt þá væru engin rök til fráhvarfs frá samingsvöxtum.
2. Engin „bein og órjúfanleg tengsl” voru því milli lögmætis gengistryggingar og samningsvaxta.
3. Hins vegar voru bein, órjúfanleg og andstæð hagsmunatengsl til staðar.
4. Ráðgjöf SÍ og FME var því bæði ófagleg og hlutdræg.
Dómur Hæstaréttar mun kosta íslenzk heimili milljarðatugi.
Ég sagði dóminn vera rökleysu þegar Mbl. leitaði álits míns.
Fyrrverandi ríkisstjórn lét sér fátt um finnast og gerði ekki neitt.
Núverandi ríkisstjórn á eftir að kynna sér málið og taka afstöðu.