Spurt er varðandi atriði úr síðustu bloggfærslu minni:
„Aukning vaxtaútgjalda þjóðarbúsins úr 1/25 hluta vergrar landsframleiðslu 2004 í 1/3 hluta árið 2008 jafngildir blóðmjólkun samfélagsins.
Enn er óvíst hvað þar bjó að baki – en ekki er hægt að útiloka að íslenzk fjármálafyrirtæki og svartir erlendir peningar komi þar við sögu.”
Af hverju er ekki hægt að útiloka þann möguleika?
Svar:
1. Samtímis því að meint vaxtaútgjöld þjóðarbúsins jukust úr 1/25 hluta vergrar landsframleiðslu 2004 í 1/3 hluta 2008 varð umtalsverð, en töluvert minni, meint aukning á vaxtatekjum þjóðarbúsins.
2. Þessi þróun , sem endurspeglar gögn Seðlabanka Íslands frá 2009, er fjarstæðukennd.
3. Peningaþvætti er bókhaldslega vandmeðfarið brot á lögum og alþjóðlegum skuldbindingum Íslands.
4. Tilraun til að hylja peningþvætti gæti falist í því að bóka innstreymi svartra peninga sem vaxtatekjur og útstreymi sem vaxtaútgjöld.