Eftir Dr. Gary K. Busch
17. febrúar 2009.
Föstudaginn 13 febrúar lét rússneski milljarðamæringurinn Boris Berezovsky að því liggja á Sky News að Vladimir Putin og einkavinir hans hefður notað “skítuga peninga” til að ná yfirtökum á brezkum fyrirtækjum í gegnum fjárfestingar á Íslandi. Þegar þessar ásakanir voru settar fram var ég staddur á Íslandi og hitti ýmsa Íslendinga að máli.
Íslendingarnir sögðu að þeir væru að koma frá Alþingi þar sem nokkrir Rússar hafi verið að ræða nákvæmlega þetta mál við íslenzku ríkisstjórnina (e. Icelandic Government). Rússarnir sögðu að þeir hefðu rannsakað ásakanir Berezovsky og staðfest að þær væru í aðalatriðum sannar.
Hrun Íslands í fjárhagslegt gjaldþrot hófst með því að nýji seðlabankastjórinn, Davíð Oddsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands og fyrrverandi forsætisráðherra sagði af sér því embætti og gerðist formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands. Eitt helzta verk hans á loka áratug 20. aldar var að einkavæða íslenzku bankana. Tímasetningin kom sér vel.
[Busch rekur síðan viðskipti Björgólfsfeðga í Rússlandi og sölu á bjórverksmiðju þeirra.]
Afraksturinn af sölunni, og svipuðum sölum annarra athafnamanna, var fluttur heim til Íslands og lagður inn á einkavæddu íslenzku bankana, Kaupþing, Landsbankann og Glitni. Þessir bankar voru yfirfullir af reiðufé. Á fundinum í Alþingishúsinu í síðustu viku viðurkenndu Rússarnir að íslenzku fjárfestarnir höfðu komið með stórar fúlgur heim til Íslands og lagt þær inn í bankana og þrjá helzu stofnanafjárfesta, Exista, Straum og SPRON.
Vandinn var hins vegar sá að íslenzka hagkerfið, sem byggir á þorski, var ekki í stakk búið til að nota þessar flóðbylgjur af peningum í íslenzka hagkerfinu. Hinir nýríku fóru því annað. Þeir tóku innstæðubréf frá íslenzku bönkunum og margfölduðu þau með lántökum í bönkum í Lúxemborg, Cayman eyjum og höfuðstöðvum ólöglegs athæfis, Tortugas [nálægt Haiti]. Með þessu reiðufé hófu þeir kaup á hlutabréfum í eignum á Bretlandi (stórverzlanir o.fl.) og eignuðust meirihluta í fyrirtækjum vítt um heim. Á sama tíma fór eignastaða íslenzku einkabankanna stigvaxandi. Þeir gátu boðið upp á mjög háa vexti í takt við hraðan vöxt á nafnvirði yfirtekinna eigna. Eignarhald þeirra byggði að langmestu leyti á skuldsetningu þannig að rýrnun eigin fjárfestingarfjármagns var í lágmarki.
Þegar þrengingar hófust á lánsfjármörkuðum stóðu íslenzku bankarnir allt í einu frammi fyrir því að vera með risavaxnar skuldbindingar miðað við raunvirði eigna þeirra. Starfsskilyrði bankanna höfðu verið óhagkvæm mestan hluta ársins, mikil verðbólga, hrun krónunnar og aðrir fylgikvillar ofhitunar í hagkerfinu. Íslenzki seðlabankinn reyndi að hemja verðbólguna með hækkun vaxta í 15.5%, sem gerði bönkunum enn erfiðara fyrir með fjármögnun. Bankarnir höfðu þanist hratt út eftir slökun reglugerðarrammans á ínnlenda fjármálamarkaðinum á tíunda áratug síðustu aldar og núna eru erlendar skuldbindingar þeirra umfram USD100 milljarðar, sem er margföld dvergvaxin landsframleiðsla landsins upp á USD 14 milljarða.
Verðlækkun hlutabréfa leiddi til veðkalla og, án aðgangs að lánsfjármörkuðum, varð hagkerfið gjaldþrota. Krónan fell þrjátíu prósent gagnvart evru á einum degi. Atvinnuleysi hefur aukist gríðarlega; erlendir innstæðueigendur hafa tapað mestum hluta innstæðna sinna; og íslenzka þjóðin þjáist og enginn léttir er í sjónmáli. Þeim tókst að knýja fram afsögn forsætisráðherrans en seðlabankastjórinn neitar að fara. Fyrir íslenzkan almenning skiptir þó mestu að þeir sem græddu á því að setja upp og fullkomna þessar refskákir hafa flestir haldið peningaeignum sínum erlendis sem gerir þeim kleift að fela sjóði sína fyrir samborgurum sínum.
Gremja almennings endurspeglar vaxandi meðvitund um að öll þessi fjármálakreppa var sköpuð af rússneskum milljarðamæringum, nátengdum Putin eða á hans vegum, sem notuðu Ísland til að þvo peninga sína. Auðkýfingarnir, með blessun úr æðstu stöðum, fóru með peningana til Íslands og umbreyttu þeim í reiðufé í gegnum íslenzku alheimsmeistarana (e. Masters of the Universe). Eftir að hafa endurgreitt Rússunum peninga þeirra erlendis, notuðu þessir meistarar skuldsettan afganginn til að kaupa upp allt sem hönd á festi fyrir eigin reikning og rússnesku samstarfsmenn sína. Þegar kreppan skall á hrundi öll spilaborgin.
Í einkaviðræðum segja íslenzk stjórnvöld að ástæða þess að þeim bauðst 5.4 milljarða evrulán frá Rússum var hættan á því að allur þessi peningaþvottur yrði gerður opinber. Þetta er sorgarsaga og Íslendingarnir eru uggandi af því hvernig henni muni ljúka. Nauðungarsala íbúðarhúsnæðis er byrjuð, gjaldmiðillinn er laskaður, sparifé hefur horfið, og stofnunum samfélagsins er ekki treyst lengur. Fólkið er mjög áhyggjufullt.
(Lausleg þýðing.)