Mánudagur 07.10.2013 - 00:08 - FB ummæli ()

Erlendir og innlendir stórkrónueigendur – Jón og séra Jón

Já, hrunið er enn að gerast – hagkerfið er í grundvallaratriðum óbreytt frá því sem var fyrir 6. október 2008.

Núna má segja að erlendir kröfuhafar og innlendir stórkrónueigendur séu í sama báti með kröfur á innstæðulausan bankareikning þjóðarbúsins.

Og stjórnvöld gera kröfu til þess að þeir erlendu sýni skilning á málum og afskrifi hundruði milljarða – en gera engar kröfu í þá veru til innlendra stórkrónueigenda.

Þegar til lengdar lætur skiptir engu máli hvernig kaupin gerast á eyrinni varðandi erlendu kröfuhafana EF stjórnvöld manna sig ekki upp í að taka á innlendu hlið innstæðulausa krónuvandans.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar