Já, hrunið er enn að gerast – hagkerfið er í grundvallaratriðum óbreytt frá því sem var fyrir 6. október 2008.
Núna má segja að erlendir kröfuhafar og innlendir stórkrónueigendur séu í sama báti með kröfur á innstæðulausan bankareikning þjóðarbúsins.
Og stjórnvöld gera kröfu til þess að þeir erlendu sýni skilning á málum og afskrifi hundruði milljarða – en gera engar kröfu í þá veru til innlendra stórkrónueigenda.
Þegar til lengdar lætur skiptir engu máli hvernig kaupin gerast á eyrinni varðandi erlendu kröfuhafana EF stjórnvöld manna sig ekki upp í að taka á innlendu hlið innstæðulausa krónuvandans.