Föstudagur 25.10.2013 - 03:54 - FB ummæli ()

Skilningsskortur og skuldaskil

Frosti Sigurjónsson, alþingismaður XB, skrifaði nýlega grein um peningamál. Þar segir m.a.:

„Við peningafölsun liggur þung refsing. Góð og gild ástæða er fyrir því. Sá sem falsar seðla rænir hluta af kaupmætti peningastofnsins fyrir sjálfan sig. En ef bankin býr til innstæðu og lánar hana út þá telst það ekki lögbrot. Þó hefur peningaaukning af völdum banka jafn neikvæð áhrif og peningafölsun. Þetta er alvarleg glufa í peningakerfinu. Glufa sem við höfum leyft einkabönkum að nýta sér á kostnað alls samfélagsins. Fyrst fölsun peningaseðla er bönnuð þá ætti einnig framleiðsla banka á innstæðum sem hafa ígildi peninga að vera bönnuð.‟

Frosti tekur hér í sama streng og enski hagfræðingurinn James Mill sem taldi „Hanging, a thousand times repeated [to be] not too severe a punishment for any who would undermine sound money“.

Frosti, líkt og Mill fyrir 200 árum, skilur ekki að„framleiðsla banka á innstæðum‟ – nýsköpun peninga – er ekki glæpur heldur forsenda gróskumikils atvinnulífs og vaxandi verðmætasköpunar.

Forsætisráðherra býst til að takast á hendur viðamestu skuldaleiðréttingu í mannkynssögunni.

Þar stefnir í óefni að óbreyttu.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar