Frosti Sigurjónsson, alþingismaður XB, skrifaði nýlega grein um peningamál. Þar segir m.a.:
„Við peningafölsun liggur þung refsing. Góð og gild ástæða er fyrir því. Sá sem falsar seðla rænir hluta af kaupmætti peningastofnsins fyrir sjálfan sig. En ef bankin býr til innstæðu og lánar hana út þá telst það ekki lögbrot. Þó hefur peningaaukning af völdum banka jafn neikvæð áhrif og peningafölsun. Þetta er alvarleg glufa í peningakerfinu. Glufa sem við höfum leyft einkabönkum að nýta sér á kostnað alls samfélagsins. Fyrst fölsun peningaseðla er bönnuð þá ætti einnig framleiðsla banka á innstæðum sem hafa ígildi peninga að vera bönnuð.‟
Frosti tekur hér í sama streng og enski hagfræðingurinn James Mill sem taldi „Hanging, a thousand times repeated [to be] not too severe a punishment for any who would undermine sound money“.
Frosti, líkt og Mill fyrir 200 árum, skilur ekki að„framleiðsla banka á innstæðum‟ – nýsköpun peninga – er ekki glæpur heldur forsenda gróskumikils atvinnulífs og vaxandi verðmætasköpunar.
Forsætisráðherra býst til að takast á hendur viðamestu skuldaleiðréttingu í mannkynssögunni.
Þar stefnir í óefni að óbreyttu.