Þriðjudagur 29.10.2013 - 01:28 - FB ummæli ()

Niðurfærsla skulda og fjárhagslegt jafnvægi

Afskriftir á skuldum eru hlutlausar gagnvart fjárhagslegu jafnvægi ef hrein eignastaða lántakanda  batnar og hrein eignastaða lánveitanda rýrnar um sömu upphæð.

Þetta er grundvallarforsenda slíks hlutleysis skuldaleiðréttinga stjórnvalda á komandi tíð.

Þannig myndi 200 milljarða afskrift á húsnæðisskuldum heimila við Íbúðalánasjóð ekki hafa bein áhrif á  fjárhagslegt jafnvægi ef eignastaða Íbúðalánasjóðs og/eða lífeyrissjóðanna sem fjármagna hann rýrnaði um 200 milljarða.

Íbúðalánasjóður er ekki aflögufær og lífeyrissjóðirnir eru ekki til viðtals um aðkomu að lausn vandans.

Stjórnvöld leita því annarra leiða.

Ríkissjóður er ekki aflögufær og 200 milljarða viðbótar skattheimta til að fjármagna niðurfærslu skulda er ekki pólitískur valkostur í stöðunni.

Eins væri fjárhagslegu jafnvægi ógnað ef Seðlabanki Íslands bætti Íbúðalánasjóði/lífeyrissjóðunum þá rýrnun eigna sem myndi leiða af niðurfærslu húsnæðislána heimilanna um 200 milljarða.

Kjarni málsins er þessi:

Fjárhagslegt jafnvægi við niðurfærslu húsnæðisskulda ræðst alfarið af því að kaupmáttur aukist ekki að óbreyttri landsframleiðslu, eða að samsvarandi aukning verði á innflutningsgetu hagkerfisins.

Svigrúmið, sem stjórnvöld telja að skapist við uppgjör þrotabúa gömlu bankanna, er því ekki valkostur frá þessu sjónarhorni séð nema að það sé hluti af gjaldeyriseignum þrotabúanna en ekki krónueignum.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar