Laugardagur 09.11.2013 - 00:44 - FB ummæli ()

Trompspil Framsóknar?

I.

Þann 23. október sl. setti Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, eftirfarandi status inn á Facebook-síðu sína:

Sendi þennan póst núna á DV v/ umfjöllunar þeirra um skuldaleiðréttinguna. Við hljótum að vera gera eitthvað rétt núna. Fáum heilsíðu eftir heilsíðu

„Sælir, af gefnu tilefni v/ umfjöllunar DV um skuldaleiðréttinguna. Áfram er unnið að skuldaleiðréttingunni og áttum við góðan fund í ráðherranefnd  um aðgerðaáætlun í skuldavandanum í gær.

Enda fátt skemmtilegra en að gera nákvæmlega það sem fólk telur mann ekki geta gert, svo ég fái að vitna í Walter Bagehot.

bkv. Eygló Harðardóttir”

II.

Umræddur „góður fundur í ráðherranefnd um aðgerðaáætlun í skuldavandanum‟ varðar í engu gagnrýni DV á loforðum Framsóknar um skuldaleiðréttingu, en af lokasetningu Eyglóar er ljóst að hún er þess fullviss að Framsókn hafi spil uppi í erminni sem eigi eftir að trompa óvægna gagnrýni DV og annarra sem telja kosningaloforð Framsóknar hafa verið „endemis rugl‟ svo ég fái að vitna í sjálfan mig.

III.

Forsætisráðherra hefur ekki tjáð sig um kjarna málsins:

Hvernig ætlar SDG að standa við stóra loforðið?

Hvað veit Eygló sem alþjóð veit ekki?

IV.

Forsætisráðherra lét í ljós þá von fyrir nokkru að stjórnarandstaðan myndi ekki standa í vegi fyrir óþekktum hugmyndum Framsóknar um skuldaleiðréttingu.

Hvaða hugmyndir er SDG að tala um?

Af hverju ætti stjórnarandstaðan að vera á móti skuldaleiðréttingu?

V.

Þann 10. febrúar sl. var Frosti Sigurjónsson viðmælandi Egils Helgasonar í Silfri Egils og setti fram hugmyndir um skuldaleiðréttingu sem hafa að mestu legið í þagnargildi alla tíð síðan.

Í Silfri Egils setti Frosti m.a. fram eftirfarandi hugmyndir og fullyrðingar:

1. Bankakerfi þróaðra þjóða síðustu 400 árin eru „arðránskerfi‟.

2. Kerfið kostar/rænir hverja fjölskyldu á Íslandi um100-200 þús. kr á hverju ári.

3. Kerfisbreyting gæti minnkað skuldir ríkissjóðs um 300-400 milljarða á fjórum árum.

4. Breytingin myndi skapa 250-300 milljarða svigrúm í seðlabankanum til skuldaleiðréttingar.

VI.

Enda fátt skemmtilegra en að gera nákvæmlega það sem fólk telur Framsókn ekki geta gert.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar