Sunnudagur 17.11.2013 - 23:41 - FB ummæli ()

Forsæti á fölskum forsendum?

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, ráðherra og seðlabankastjóri m.m. birti í dag bloggfærslu á pressan.is – Skuldalækkunin á næstunni – þar sem hann setur fram mælistikur sem menn geta nýtt sér til að átta sig á boðuðum tillögum ríkisstjórnarinnar um skuldalækkun.

Bloggfærsla Jóns byggir augljóslega á víðtækri þekkingu höfundar á viðfangsefninu.

Í aðdraganda alþingiskosninganna 27. apríl sl. setti ég fram óvægna gagnrýni á stefnu XB í skuldamálum heimilanna, sbr. eftirfarandi umfjöllun í bloggfærslu minni – Endemis rugl í öndvegi – stöðugleika ógnað – dags. 21. október sl.:

I.

Sérfræðingahópur ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingar lýkur senn störfum.

II.

Af umsögn forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, í útvarpsviðtali í dag má ráða að þar verði ekki hvikað frá þeirri stefnu í málinu sem Framsóknarflokkurinn boðaði fyrir alþingiskosningarnar 27. apríl sl.

III.

Umsögn mín um þá stefnu kom til umræðu þegar leiðtogar stjórnmálaflokka sátu fyrir svörum í beinni útsendingu á Stöð 2 við lok kosningabaráttunnar. (http://www.youtube.com/watch?v=azs3YJ_vxkE)

Lóa Pind:

Gunnar Tómasson, hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til langs tíma, kemur fram núna í vikunni og hann segir að fyrirheit ykkar um skuldalækkanir öllum að kostnaðarlausu nema kröfuhöfum þrotabúanna sé slíkt endemis rugl að hann geti ekki þagað. Hann segir að þessar krónueignir sem þið viljið fá í afslátt frá kröfuhöfum séu einkum ríkisskuldabréf og reiðufé og það eigi bara að fara sjálfkrafa í að lækka skuldir ríkissjóðs. Hvað segirðu um þetta?

Sigmundur Davíð:

Þetta er nú reyndar ekki rétt, mjög fátt í þessu er a.m.k. rétt og snúið út úr öðru. En Gunnar Tómasson hins vegar var á einhverjum punkti genginn til liðs við Dögun, svo man ég ekki hvar hann endaði í framboði – snérist algjörlega gegn Framsóknarflokknum. Hafði fram að því verið töluvert náinn okkur í málflutningi. Hann á auðvitað rétt á því að beita sér í sinni pólitík, en hins vegar hafa margir aðrir talað um þessar tillögur okkar á mjög uppbyggilegan hátt og útskýrt að þær gangi upp. Þær eru í rauninni mjög einfaldar.

Og nokkru síðar:

Lóa Pind:

Þannig að þú tekur ekki undir þessi orð.

Sigmundur Davíð:

Nei, nei, nei, auðvitað ekki.

***

Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, lauk bloggfærslu sinni með umsögn sem endurspeglar forsendur óvæginnar gagnrýni minnar á stefnu XB í skuldamálum heimilanna:

„Önnur hlið þessa máls er hugmyndir um greiðslur frá erlendum kröfuhöfum til að mæta þessum kostnaði. Afsláttur af kröfum erlendra kröfuhafa eða sérstök gengisfelling í greiðslum til þeirra losar ekki fjármagn til ráðstöfunar. Ekki er því að sjá að neitt fé komi úr þessari átt.‟

Við faglegan stuðning Jóns Sigurðssonar við umsögn mína um „endemis rugl‟ vaknar viðkvæm spurning:

Skipar formaður Framsóknarflokksins forsæti núverandi ríkisstjórnar á fölskum forsendum?

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar