Þriðjudagur 19.11.2013 - 19:15 - FB ummæli ()

Forsætisráðherra vs. Seðlabankastjóri

Viðbrögð forsætisráðherra við umsögn seðlabankastjóra um skuldaleiðréttingarmál á nefndarfundi á Alþingi í gær hafa vakið athygli og umtal.

Umsögn mín um bloggfærslu Egils Helgasonar fyrr í dag varðar kjarna málsins:

Fyrir kosningar boðaði XB afskrift skulda með utanaðkomandi fjármagni þannig að eignahlið efnahagsreiknings lánastofnana skerðist EKKI um krónu.

Með þessu er EIGNAFROÐU skipt út fyrir ALVÖRU KRÓNUR.

Útfærsla á skuldaleiðréttingunni á þessum nótum er óhjákvæmilega þensluvaldandi.

***

Málið myndi horfa öðru vísi við ef t.d. Íbúðalánasjóður myndi afskrifa húsnæðisskuldir um eitt eða tvö hundruð milljarða þannig að afskriftirnar kæmu að fullu til frádráttar á eignahlið efnahagsreiknings ÍLS.

Hér væri staðið að verki með sama hætti og viðskiptabankarnir hafa gert við afskriftir á lánasöfnum sínum, en í reynd er ÍLS ekki í stakk búinn til að afskrifa hluta af eignasafni sínu með þessum hætti.

En hér kemur pólitík inn í myndina.

EIGNAFROÐAN í efnahagsreikningi ÍLS er jafnframt EIGNAFROÐA í efnahagsreikningum lífeyrissjóða sem hafa fjármagnað útlán ÍLS með ríkisábyrgð.

Það eru því tvær hliðar á margumræddum forsendubresti:

1. Önnur hliðin er sem myllusteinn um háls skuldsettra heimila.

2. Hin hliðin er sem FROÐUKENNT flotholt fyrir lífeyrissjóðina.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar