Viðbrögð forsætisráðherra við umsögn seðlabankastjóra um skuldaleiðréttingarmál á nefndarfundi á Alþingi í gær hafa vakið athygli og umtal.
Umsögn mín um bloggfærslu Egils Helgasonar fyrr í dag varðar kjarna málsins:
Fyrir kosningar boðaði XB afskrift skulda með utanaðkomandi fjármagni þannig að eignahlið efnahagsreiknings lánastofnana skerðist EKKI um krónu.
Með þessu er EIGNAFROÐU skipt út fyrir ALVÖRU KRÓNUR.
Útfærsla á skuldaleiðréttingunni á þessum nótum er óhjákvæmilega þensluvaldandi.
***
Málið myndi horfa öðru vísi við ef t.d. Íbúðalánasjóður myndi afskrifa húsnæðisskuldir um eitt eða tvö hundruð milljarða þannig að afskriftirnar kæmu að fullu til frádráttar á eignahlið efnahagsreiknings ÍLS.
Hér væri staðið að verki með sama hætti og viðskiptabankarnir hafa gert við afskriftir á lánasöfnum sínum, en í reynd er ÍLS ekki í stakk búinn til að afskrifa hluta af eignasafni sínu með þessum hætti.
En hér kemur pólitík inn í myndina.
EIGNAFROÐAN í efnahagsreikningi ÍLS er jafnframt EIGNAFROÐA í efnahagsreikningum lífeyrissjóða sem hafa fjármagnað útlán ÍLS með ríkisábyrgð.
Það eru því tvær hliðar á margumræddum forsendubresti:
1. Önnur hliðin er sem myllusteinn um háls skuldsettra heimila.
2. Hin hliðin er sem FROÐUKENNT flotholt fyrir lífeyrissjóðina.