Miðvikudagur 20.11.2013 - 19:54 - FB ummæli ()

Valkostir við skuldaleiðréttingu

Valkostirnir eru einungis tveir:

1. Eigandi skuldar, A, færir niður höfuðstól hennar um X.

Hrein eignastaða A skerðist um X.

2. Eigandi skuldar, A, fær X greiddar af henni af þriðja aðila.

Hrein eignastaða A er óskert.

***

Ríkisstjórnin hallast að valkosti 2.

A verður því að fá X greiddar af þriðja aðila.

***

Þar hafa þrír aðilar verið í umræðunni:

i. Ríkissjóður – XB og XD útiloka þann valkost.

ii. Kröfuhafar þrotabúa föllnu bankanna – sá valkostur kemur ekki til greina strax.

iii. Seðlabanki Íslands – forsætisráðherra og seðlabankastjóri greinir á um þann valkost.

***

Forsætisráðherra virðist telja að SÍ geti greitt, segjum, 200 milljarða til Íbúðalánasjóðs án þess að fjárhagslegu jafnvægi sé ógnað.

Seðlabankastjóri virðist telja að slíkt sé ómögulegt.

Það væri ákjósanlegt að sú hlið málsins væri rædd á faglegum nótum

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar