Valkostirnir eru einungis tveir:
1. Eigandi skuldar, A, færir niður höfuðstól hennar um X.
Hrein eignastaða A skerðist um X.
2. Eigandi skuldar, A, fær X greiddar af henni af þriðja aðila.
Hrein eignastaða A er óskert.
***
Ríkisstjórnin hallast að valkosti 2.
A verður því að fá X greiddar af þriðja aðila.
***
Þar hafa þrír aðilar verið í umræðunni:
i. Ríkissjóður – XB og XD útiloka þann valkost.
ii. Kröfuhafar þrotabúa föllnu bankanna – sá valkostur kemur ekki til greina strax.
iii. Seðlabanki Íslands – forsætisráðherra og seðlabankastjóri greinir á um þann valkost.
***
Forsætisráðherra virðist telja að SÍ geti greitt, segjum, 200 milljarða til Íbúðalánasjóðs án þess að fjárhagslegu jafnvægi sé ógnað.
Seðlabankastjóri virðist telja að slíkt sé ómögulegt.
Það væri ákjósanlegt að sú hlið málsins væri rædd á faglegum nótum