Fimmtudagur 05.12.2013 - 22:21 - FB ummæli ()

Endemis rugl og ruslflokkur

Skuldaleiðrétting er gott mál eða slæmt eftir atvikum.

Atvik málsins sem vikið er að í lið I. og II. bjóða hættunni heim:

Að endemis rugl XB keyri lánshæfi Íslands i ruslflokk.

***

I. http://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir2/kynning-leidrettingin.pdf

LEIÐRÉTTINGiN FJÁRMÖGNUN AÐGERÐANNA – Mynd 55.

Fullfjármagnaðar aðgerðir sem byggja á því að þeir aðilar sem kyntu undir ósjálbærri útlánastarfsemi komi að því að bæta forsendubrestinn.

Skuldaskil fallinna fjármálafyrirtækja skapa svigrúm. – Mynd 56.

Svigrúm vegna gömlu bankanna >>>>Ríkissjóður >>>>Skuldsett heimili.

II. Skuldaskil vs. seðlaprentun

Full fjármögnun aðgerðanna með svigrúmskrónum tryggir bókhaldslegt jafnvægi ríkissjóðs.

En hefur sömu efnahagsleg áhrif og fjármögnun aðgerðanna í gegnum Seðlabanka Íslands.

Sbr. eftirfarandi:

III. http://blog.pressan.is/gunnart/2013/10/21/endemis-rugl-i-ondvegi-stodugleika-ognad/

[…]

Og þá er komið að kjarna farsællar stjórnsýslu:

Að gera rétt og þola ekki órétt .

Í því felst m.a. að hengja ekki bakara fyrir smið.

Kröfuhafa þrotabúanna fyrir kröfuhafa Íbúðalánasjóðs.

Og grafa óafvitandi undan fjármálalegum stöðugleika.

Og hvernig mætti það vera?

Hér er einfalt dæmi:

1. Kröfuhafar kaupa gjaldeyri af Seðlabanka fyrir 400 milljarða á tvöföldu skráðu gengi.

2. Stjórnvöld nota 200 milljarða hagnað til að fjármagna skuldaleiðréttingu.

3. Slík fjármögnun er í ENGU frábrugðin seðlaprentun til að leiðrétta skuldir heimilanna.

Ástæðan ætti að vera sérfræðingum forsætisráðherra ljós:

Í báðum tilfellum eykst kaupmáttur ÁN aukningar á verðmætasköpun í hagkerfinu.

Og þar með er fjármálalegum stöðugleika ógnað.

IV. Hér er enn einfaldara dæmi:

A.

Ungur hagfræðingur spurði mig um peningahlið skuldaaðgerðanna.

Svar mitt var eftirfarandi.

B.

Hér er stutt útgáfa af minni túlkun á hlutunum.

Aðgerðirnar auka kaupmátt heimilanna – að öðru óbreyttu verður aukning á heildarkaupmætti sem þessu nemur.

Tengsl þessa við efnahagsreikninga fjármálastofnana eru snúin.

Hins vegar liggur niðurstaðan ljós fyrir ef maður byggir á TEKJUSTREYMI sem skapast af landsframleiðslu líðandi stundar.

Aukning á kaupmætti án breytinga á landsframleiðslu/tekjustreymi veldur þenslu í mynd hækkandi verðlags og/eða versnandi viðskiptajöfnuðar.

Krónueignir þrotabúanna eru EKKI hluti af tekjustreymi líðandi stundar.

Notkun slíkra krónueigna til að auka kaupmátt er jafngildi þess að kaupmáttur sé aukinn með seðlaprentun.

C.

Fjármálaráðherra segir krónueignir kröfuhafa munu dekka útgjöld ríkissjóðs vegna skuldamála.

Tæknilega séð jafngildir það því að dekka útgjöldin með SEÐLAPRENTUN.

Matsfyrirtækin munu átta sig á þessu.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar