Greiningaraðilar telja líklegt að skuldaleiðréttingaáform ríkisstjórnarinnnar leiði til hærri verðbólgu.
Ársverðbólga mælist núna 4.2%.
Við 5% ársverðbólgu hækkar höfuðstóll 20 milljóna verðtryggðs láns um eina milljón á ári.
Hámark skuldaniðurfellingar einstakra heimila er 4 milljónir á fjórum árum.
Við 5% ársverðbólgu myndi 20 milljóna lán 2014 standa í sömu upphæð við árslok 2017.
Skuldsett heimili hefðu þá kastað séreignasparnaði sínum á glæ.
En XB hefði tekist að lengja í hengingaról skuldsettra heimila.