Mánudagur 23.12.2013 - 23:49 - FB ummæli ()

Arðrán í gervi kjarasamninga.

Íslenzka hagkerfið er fullt af krónufroðu sem stendur í vegi fyrir afnámi gjaldeyrishafta sem stjórnvöld og SAASÍ (lífeyrissjóðirnir) stefna að við fyrsta tækifæri.

Krónufroða er samheiti eftirlegukinda peningabólunnar sem sprakk haustið 2008, í mynd krónueigna þrotabúa gömlu bankanna og lífeyrissjóðakerfisins ásamt snjóhengjunni svokölluðu.

Hugtakið nær líka til krónueigna sem urðu til við lántökur eignarhaldsfélaga sem síðan hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta og reynst vera eignalaus, þótt aðilar tengdir þeim kunni að vera vellauðugir.

Engin verðmætasköpun býr að baki krónufroðu og jafngildir hún því innstæðulausum ávísunum.

Að því marki sem krónufroða endurspeglast í eftirspurn eftir framleiðslu og/eða innflutningi í samkeppni við kaupmátt atvinnutekna ársins 2014 þá skapar hún umframeftirspurn, verðbólgu og/eða gengislækkun.

Þetta var bakgrunnur þeirra viðræðna sem lauk með samkomulagi ríkisstjórnar, Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands við vetrarsólstöður þann 21. desember sl.

Kaupmáttur atvinnutekna er gefin stærð á hverjum tíma.

Við samningsborðið voru hagsmunir vinnandi stétta þrenns konar:

  1. Að verðbólga á árinu 2014 væri sem minnst.
  2. Að gengi krónunnar héldist stöðugt.
  3. Að kaupmáttur atvinnutekna yrði ekki skertur í þágu kaupmáttar krónufroðu.

Það er á valdi ríkisstjórnarinnar en ekki SA og ASÍ að tryggja að stjórn peningamála sé með þeim hætti að þjóðhagslega mikilvæg verðbólgu- og gengismarkmið nái fram að ganga án þess að réttmætir hagsmunir vinnandi stétta séu fyrir borð bornir.

Við lægsta sólargang 21. desember sl. varð raunin önnur.

EF ríkisstjórnin veigrar sér við að takast á við þau öfl sem eiga hagsmuna að gæta varðandi krónufroðu, ÞÁ kann samkomulag aðila um kaup og kjör að reynast vera aðeins fyrsta skrefið í áframhaldandi tilraun til að DRAGA ÚR KAUPMÆTTI vinnandi stétta til að skapa SVIGRÚM fyrir afnám gjaldeyrishafta og útstreymi froðueigna innlendra og erlendra aðila.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar