Afnám verðtryggingar er flókið mál en það réttlætir ekki aðgerðaleysi. Helztu rökin gegn afnámi eru þau að lánastofnanir myndu hækka nafnvexti að sama skapi. Að óbreyttu er það e.t.v. rétt, en krefst viðeigandi viðbragða. Kjarni málsins er þessi: Fjármálakerfi sem sviptir þrjár fjölskyldur þaki yfir höfuðið dag hvern er helsjúkt. Slíkt ástand er ekki náttúrulögmál. En það tæki tíma að knýja fram […]
Í Morgunblaðinu í dag, 24. janúar 2014. birti Víglundur Þorsteinsson (BM Vallá) opið bréf til forseta Alþingis um atriði í sambandi við leynilega samninga íslenzkra stjórnvalda við erlenda kröfuhafa bankanna árið 2009. Þann 13. desember sl. úrskurðaði Úrskurðarnefnd um upplýsingamál að afhenda bæri Víglundi ákveðin skjöl sem málið varða, og byggir Víglundur grein sína á […]
Er það lýðræði að vinna kosningar með endemis bulli um 300 milljarða niðurfellingu skulda án þess að ríkissjóður taki á sig neinar byrðar – og bjóða síðan upp á 20 milljarða á næsta fjárlagaári samtímis því sem halli á ríkissjóði er talinn verða umtalsvert hærri?
Tölvupóstur dags. 15. janúar 2014. Ágætu alþingismenn. I. Dr. Gary K. Busch er bandarískur prófessor sem hefur rannsakað fjárstreymi frá Rússlandi til annarra landa. Í þessu sambandi heimsótti Dr. Busch Ísland stuttu eftir bankahrunið í október 2008. Í grein dags. 17. febrúar 2009 vék Dr. Busch að niðurstöðum rannsókna sinna á Íslandi. Upphaf og niðurlag […]
Ríkisstjórn XB og XD er umhugað um að létta skuldabyrði heimilanna. En fer í geitarhús að leita ullar – í séreignasparnað heimilanna og fugla í skógi en ekki löngu tímabæra breytingu á öfugsnúnu lífeyrissjóðakerfi. Greiðsla iðgjalda laumþega og atvinnurekenda til lífeyrissjóðanna lamar eftirspurn eftir vörum og þjónustu sem launþegar geta staðið undir með atvinnutekjum sínum. […]
1. Í færslu 17. febrúar 2009 (http://vald.org/greinar/090217/) vísaði Jóhannes Björn til innleggs míns á bloggi Egils Helgasonar þar sem vikið var að (meintri) þróun vergra vaxtagreiðslna þjóðarbúsins frá 2004 til 2008 skv. hagtölum Seðlabanka Íslands. Þar segir m.a.: „Aukning vaxtaútgjalda þjóðarbúsins úr 1/25 hluta vergrar landsframleiðslu 2004 í 1/3 hluta árið 2008 jafngildir blóðmjólkun samfélagsins. […]