Ríkisstjórn XB og XD er umhugað um að létta skuldabyrði heimilanna.
En fer í geitarhús að leita ullar – í séreignasparnað heimilanna og fugla í skógi en ekki löngu tímabæra breytingu á öfugsnúnu lífeyrissjóðakerfi.
Greiðsla iðgjalda laumþega og atvinnurekenda til lífeyrissjóðanna lamar eftirspurn eftir vörum og þjónustu sem launþegar geta staðið undir með atvinnutekjum sínum.
Að sama skapi lamar iðgjaldagreiðslan þann drifkraft hagvaxtar og atvinnusköpunar sem felst í kaupmætti almennings af atvinnutekjum.
Opinber skattlagning og iðgjaldagreiðslur af atvinnutekjum eru af þeirri stærðargráðu að SKULDSETNING er eini valkostur sem tugþúsundir heimila landsins hafa til að fjármagna nauðsynlegan framfærslukostnað.
Á hverju ári hefur slík skuldsetning farið yfir þolmörk heimilanna – og að meðaltali eru þrjár fjölskyldur sagðar hafa misst húsnæði sitt á hverjum degi frá 2008 vegna skatta, lífeyrissjóðsgreiðslna, óviðunandi hagvaxtar og atvinnutækifæra annarra en láglaunastarfa.
Það er löngu tímabært að stjórnvöld taki á vandanum, eða víki ella.