Afnám verðtryggingar er flókið mál en það réttlætir ekki aðgerðaleysi.
Helztu rökin gegn afnámi eru þau að lánastofnanir myndu hækka nafnvexti að sama skapi.
Að óbreyttu er það e.t.v. rétt, en krefst viðeigandi viðbragða.
Kjarni málsins er þessi:
Fjármálakerfi sem sviptir þrjár fjölskyldur þaki yfir höfuðið dag hvern er helsjúkt.
Slíkt ástand er ekki náttúrulögmál.
En það tæki tíma að knýja fram breytingar til batnaðar.
Hagræðing í yfirbyggingu og rekstri er forsenda skilvirkara fjármálakerfis.
Virkur hvati til hagræðingar er ekki til staðar innan núverandi kerfis.
Því þarf annað að koma til.
Samhliða afnámi verðtryggingar þarf að lögbinda hámarksvexti.
Og knýja þannig fram hagræðingu.