Þriðjudagur 28.01.2014 - 04:00 - FB ummæli ()

Afnám verðtryggingar – flókið en áríðandi mál.

Afnám verðtryggingar er flókið mál en það réttlætir ekki aðgerðaleysi.

Helztu rökin gegn afnámi eru þau að lánastofnanir myndu hækka nafnvexti að sama skapi.

Að óbreyttu er það e.t.v. rétt, en krefst viðeigandi viðbragða.

Kjarni málsins er þessi:

Fjármálakerfi sem sviptir þrjár fjölskyldur þaki yfir höfuðið dag hvern er helsjúkt.

Slíkt ástand er ekki náttúrulögmál.

En það tæki tíma að knýja fram breytingar til batnaðar.

Hagræðing í yfirbyggingu og rekstri er forsenda skilvirkara fjármálakerfis.

Virkur hvati til hagræðingar er ekki til staðar innan núverandi kerfis.

Því þarf annað að koma til.

Samhliða afnámi verðtryggingar þarf að lögbinda hámarksvexti.

Og knýja þannig fram hagræðingu.

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar