Ágætu alþingismenn. I. Í fyrradag framsendi ég eftirfarandi bloggfærslu mína, Hvert stefna ráðamenn XB og XD?: Af líkum má ráða að slit viðræðna við ESB sé ekki markmið í sjálfu sér. Heldur marki þau áfanga á vegferð til nánari efnahagslegra og pólitískra tengsla við Rússland og Kína. Vegferð sem felur í sér vísvitandi fráhvarf frá samstarfi við […]
Ágætu alþingismenn. Ég gerði mér ferð til Íslands frá Bandaríkjunum fyrir viku síðan til að kanna hugsanlegan áhuga íslenzkra stjórnvalda á tæknilegri lausn vandamála við uppgjör þrotabúa Glitnis og Kaupþings, sem ég hef áður haft tækifæri til að bera undir íslenzka ráðamenn. Á morgun, þriðjudaginn 25. febrúar, fer ég af landi brott með þungar áhyggjur af því […]
Af líkum má ráða að slit viðræðna við ESB sé ekki markmið í sjálfu sér. Heldur marki þau áfanga á vegferð til nánari efnahagslegra og pólitískra tengsla við Rússland og Kína. Vegferð sem felur í sér vísvitandi fráhvarf frá samstarfi við vestrænar lýðræðisþjóðir. Þótt stjórnvöld fullyrði annað. Kúvending í utanríkismálastefnu Íslands var ekki baráttumál XB og XD í síðustu alþingiskosningum. […]
Ljós rann upp fyrir landsfeðrum og mæðrum: Útilokun aðildar Íslands að ESB gulltryggir fiskimið LÍÚ gegn veiðum ESB. Nema í gegnum veðsetta kvóta í sveiflukenndri atvinnugrein. En snilldin ríður ekki við einteyming. Svo lengi sem XB og XD fá ráðið og Seðlabanki Íslands spilar með, þá felst skjaldborg um fjölskyldusilfrið í gengisfellingu krónunnar. Þetta eru […]
Á fundi með Steingrími Hermannssyni, forsætisráðherra, og nokkrum ráðherrum hans haustið 1989 sagði ég það vera mesta glapræði að gera fjármagnsflutninga til og frá Íslandi frjálsa FYRR EN búið væri að taka fyrir þá óhömdu útlánaþenslu sem viðgengst innan íslenzka bankakerfisins. Hér vísaði ég til 3450% aukningar útlána á síðasta áratug og um sömu prósentutölu áratuginn á […]
Lífeyrissjóðakerfið byggir á ranghugmyndum um peninga/bankainnistæður sem „skapandi“ þátt í hagkerfinu líkt og vinnuafl, aðföng og framleiðslutæki. Uppsöfnun lífeyrissjóðanna á hluta atvinnutekna launafólks til að braska með innanlands minnkar ráðstöfunartekjur og skerðir lífskjör almennings. Innstreymi utanaðkomandi fjármagns gróf undan efnahagslegum og fjármálalegum stöðugleika árin fyrir hrun. Gríðarlegt ráðstöfunarfjármagn lífeyrissjóðanna gerir slíkt hið sama þessa dagana. […]