Lífeyrissjóðakerfið byggir á ranghugmyndum um peninga/bankainnistæður sem „skapandi“ þátt í hagkerfinu líkt og vinnuafl, aðföng og framleiðslutæki.
Uppsöfnun lífeyrissjóðanna á hluta atvinnutekna launafólks til að braska með innanlands minnkar ráðstöfunartekjur og skerðir lífskjör almennings.
Innstreymi utanaðkomandi fjármagns gróf undan efnahagslegum og fjármálalegum stöðugleika árin fyrir hrun.
Gríðarlegt ráðstöfunarfjármagn lífeyrissjóðanna gerir slíkt hið sama þessa dagana.
Eru stjórnvöld ekki á vaktinni?