Föstudagur 07.02.2014 - 17:04 - FB ummæli ()

Lífeyrissjóðakerfi á villigötum.

Á fundi með Steingrími Hermannssyni, forsætisráðherra, og nokkrum ráðherrum hans haustið 1989 sagði ég það vera mesta glapræði að gera fjármagnsflutninga til og frá Íslandi frjálsa FYRR EN búið væri að taka fyrir þá óhömdu útlánaþenslu sem viðgengst innan íslenzka bankakerfisins.
Hér vísaði ég til 3450% aukningar útlána á síðasta áratug og um sömu prósentutölu áratuginn á undan.
Útlánaþensla fór úr öllum böndum árin fyrir hrun.
Það eru ekki eldflaugavísindi að sjá að útlánaaukning umfram vöxt vergrar þjóðarframleiðslu á föstu verðlagi gerir annað af tvennu eða hvoru tveggja: 1. Kyndir undir verðbólgu. 2. Leiðir til viðskiptahalla við útlönd sem jafngildir samsvarandi  SKULDSETNINGU þjóðarbúsins.
Núna blasir við að Ísland getur EKKI fjármagnað afborganir af útistandandi skuldum aðila annarra en ríkissjóðs og seðlabanka næstu fjögur árin.
Heildaraborganir nema um 600 milljörðum króna sem jafngildir þriðjungi landframleiðslu, en afgangur á vöruskiptajöfnuði er talinn nema e.t.v. helmingi þeirrar upphæðar.
Það er nánast eins og að hlýða á umræðu í Undralandi þegar talað er um erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna sem raunhæfan valkost við úrlausn þess KERFISVANDA sem felst í ofurstærð og umsvifum lífeyrissjóðakerfisins.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar