Af líkum má ráða að slit viðræðna við ESB sé ekki markmið í sjálfu sér.
Heldur marki þau áfanga á vegferð til nánari efnahagslegra og pólitískra tengsla við Rússland og Kína.
Vegferð sem felur í sér vísvitandi fráhvarf frá samstarfi við vestrænar lýðræðisþjóðir.
Þótt stjórnvöld fullyrði annað.
Kúvending í utanríkismálastefnu Íslands var ekki baráttumál XB og XD í síðustu alþingiskosningum.
Þingmeirihluti ríkisstjórnar XB og XD byggir því ekki á stuðningi kjósenda við hana.
Og vitrænar forsendur slíkrar kúvendingar eru ekki til staðar.
Hér er því lagt upp í vitfirrta vegferð.
Vegferð þar sem hallar undan fæti fyrir efnahagslegu og pólitísku sjálfstæði Íslands.