Ágætu alþingismenn.
I.
Í fyrradag framsendi ég eftirfarandi bloggfærslu mína, Hvert stefna ráðamenn XB og XD?:
Af líkum má ráða að slit viðræðna við ESB sé ekki markmið í sjálfu sér.
Heldur marki þau áfanga á vegferð til nánari efnahagslegra og pólitískra tengsla við Rússland og Kína.
Vegferð sem felur í sér vísvitandi fráhvarf frá samstarfi við vestrænar lýðræðisþjóðir.
Þótt stjórnvöld fullyrði annað.
Kúvending í utanríkismálastefnu Íslands var ekki baráttumál XB og XD í síðustu alþingiskosningum.
Þingmeirihluti ríkisstjórnar XB og XD byggir því ekki á stuðningi kjósenda við hana.
Og vitrænar forsendur slíkrar kúvendingar eru ekki til staðar.
Hér er því lagt upp í vitfirrta vegferð.
Vegferð þar sem hallar undan fæti fyrir efnahagslegu og pólitísku sjálfstæði Íslands.
II.
Í gær, 25. febrúar, birtist eftirfarandi frétt um málið á eyjan.pressan.is:
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, upplýsti á ræðu sinni í Valhöll að áætlun um afnám gjaldeyrishafta hafi verið virkjuð í haust. Stjórnarandstaðan kannast ekkert við slíka áætlun.
Í ræðu sinni sagði Bjarni að jákvæð teikn væru á lofti hvað varðar mögulegt afnám gjaldeyrishafta og áætlun þess efnis sem „virkjuð var í haust“ væri í fullum gangi.
Þessi orð Bjarna vöktu athygli Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, sem síðast í gær innti forsætisráðherra um svör vegna boðaðs samráðs við stjórnarandstöðuna. Sagði Katrín að einu svör forsætisráðherra hafi verið þau að það eina sem hindraði var að fulltrúar stjórnarandstöðunnar mættu ekki á fundi.
Þess vegna hlýtur það að vekja hjá manni spurningar þegar hæstvirtur forsætisráðherra kemur hér ítrekað upp og svarar fyrirspurnum frá mörgum háttvirtum þingmönnum og segir að áætlun um afnám gjaldeyrishafta, að hún eigi að vera leynileg, að hæstvirtur fjármálaráðherra segi svo á fundi í Valhöll í hádeginu: „Við erum á fullu að vinna samkvæmt áætlun um afnám gjaldeyrishafta. Og við erum bara mjög bjartsýn á að þetta sé allt í mjög góðum gangi“, sagði Katrín og bætti við.
En þverpólitíski samráðshópurinn, sem á að vera vettvangur fyrir hið mikla þverpólitíska samráð, hefur hann heyrt um áætlunina? Nei, hann hefur ekki fengið eina einustu kynningu á þessari áætlun um afnám hafta sem greinilega er svo leynileg að hún fær ekki að líta dagsins ljós í trúnaðarsamráði stjórnmálaflokkanna.
III.
Af ofangreindu má ráða að lagt hafi verið upp í umrædda vegferð til nánari efnahagslegra og pólitískra tengsla við Rússland og Kína sl. haust á grundvelli leynilegrar áætlunar um afnám gjaldeyrishafta sem byggði ekki á yfirtöku gjaldeyriseigna þrotabúa Glitnis og Kaupþings heldur á stuðningi Rússa og/eða Kínverja í mynd risavaxins gjaldmiðlaskiptasamnings og/eða langtíma lánafyrirgreiðslu.
IV.
Stjórnarmeirihluta XB og XD skortir lýðræðislegt umboð til að framselja heill og hamingju íslenzkrar þjóðar í hendur einræðisstjórna hvort sem er Rússlands eða Kína.
V.
Ef ráðamenn XB og XD telja sig hafa meirihlutafylgi meðal þjóðarinnar fyrir slíku framsali, þá er það lýðræðisleg jafnt sem siðferðileg skylda þeirra að leggja framsalið í dóm kjósenda.
VI.
Ella væri hér um að ræða landráð.
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, Íslendingur 300640-2499.