Ágætu alþingismenn.
Atvik líðandi stundar á Íslandi eru – eða ættu að vera – áhyggjuefni ölllum landsmönnum.
Hér að neðan er stiklað á stóru um atvikarás sem styður þá umsögn.
I. Fyrirheit XB um hundruð milljarða lækkun á húsnæðislánum öllum að kostnaðarlausu nema kröfuhöfum þrotabúa Glitnis og Kaupþings er – afsakið orðbragðið – slíkt endemis rugl að ég get ekki átt það við samvizku mína að þegja og láta sem allt sé með felldu. (úr bloggfærslu minni 24. apríl 2013.)
II. Umsögn mín um þá stefnu kom til umræðu þegar leiðtogar stjórnmálaflokka sátu fyrir svörum í beinni útsendingu á Stöð 2 við lok kosningabaráttunnar. (http://www.youtube.com/watch?v=azs3YJ_vxkE)
Lóa Pind: Gunnar Tómasson, hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til langs tíma, kemur fram núna í vikunni og hann segir að fyrirheit ykkar um skuldalækkanir öllum að kostnaðarlausu nema kröfuhöfum þrotabúanna sé slíkt endemis rugl að hann geti ekki þagað. Hann segir að þessar krónueignir sem þið viljið fá í afslátt frá kröfuhöfum séu einkum ríkisskuldabréf og reiðufé og það eigi bara að fara sjálfkrafa í að lækka skuldir ríkissjóðs. Hvað segirðu um þetta?
Sigmundur Davíð: Þetta er nú reyndar ekki rétt, mjög fátt í þessu er a.m.k. rétt og snúið út úr öðru. En Gunnar Tómasson hins vegar var á einhverjum punkti genginn til liðs við Dögun, svo man ég ekki hvar hann endaði í framboði – snérist algjörlega gegn Framsóknarflokknum. Hafði fram að því verið töluvert náinn okkur í málflutningi. Hann á auðvitað rétt á því að beita sér í sinni pólitík, en hins vegar hafa margir aðrir talað um þessar tillögur okkar á mjög uppbyggilegan hátt og útskýrt að þær gangi upp. Þær eru í rauninni mjög einfaldar.
Og nokkru síðar:
Lóa Pind: Þannig að þú tekur ekki undir þessi orð.
Sigmundur Davíð: Nei, nei, nei, auðvitað ekki. (úr bloggfærslu minni 2. nóvember 2013.)
III. Kosningaloforð XB um hundruð milljarða skuldaleiðréttingu öllum að kostnaðarlausu nema kröfuhöfum þrotabúa Glitnis og Kaupþings var síðan slegið út af borðinu og jarðsett í kyrrþey af sérfræðinganefnd forsætisráðherra.
IV. En sjaldan er ein bára stök.
Óðagot XB í sambandi við slit aðildarviðræðna Íslands við ESB er nánast ótvíræð vísbending þess að hugmyndasmiðir XB hafa fengið enn aðra og afdrifaríkari flugu í höfuðið.
Sjá bloggfærslu mína, Gjör rétt, þol ei órétt. Leikreglur lýðræðis eða landráð.
V. Ef hér er rétt til getið, þá varðar það þjóðarheill að sú fluga verði afhjúpuð.
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur