Sunnudagur 23.03.2014 - 16:01 - FB ummæli ()

Var aðildarumsókn að ESB „ógild ákvörðun”?

I. Forsætisráðherra tjáði sig um stjórnskipunarleg álitamál varðandi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu á Sprengisandi í dag:

1. Umsóknin byggði á „ógildri ákvörðun” fyrrverandi ríkisstjórnar „af því að þjóðin var ekki spurð”.

2. Samkvæmt Stjórnarskrá Íslands eru þjóðaratkvæðagreiðslur ráðgefandi en ekki bindandi.

3. Aðildarumsóknin var engu að síður lögð fram af fyrrverandi ríkisstjórn „í heimildarleysi”.

II. Á fundum með forystumönnum ESB sl. sumar hefur SDG útskýrt afstöðu sína til ESB á grundvelli eigin túlkunar á viðkomandi álitamálum, sbr. orð forseta framkvæmdastjórnar ESB við fundalok:

„We look forward to clarity on the validity of Iceland’s membership application after the parliamentary assessment on European Union accession, which will take place this autumn.”

[Við bíðum þess að gildi/lögmæti aðildarumsóknar Íslands skýrist eftir að Alþingi hefur lokið mati sínu á ESB-aðild í haust.]

Túlkun SDG á stjórnskipunarlegu gildi/lögmæti umsóknarinnar hefur ekki komið til meðferðar Alþingis þrátt fyrir fyrirheit SDG um að hún myndi „skýrast” við umfjöllun þingsins.

III. Það er rökfræðileg þversögn að segja umsókn vera „ógilda”/gerða „í heimildarleysi” af því að  hún byggir ekki á þjóðaratkvæðagreiðslu sem er ráðgefandi en ekki bindandi.

IV.  Að knýja á um útskýringu á túlkun á stjórnskipulegu álitamáli jafngildir ekki kröfu um svar af eða á varðandi sjálfa  aðildarumsókn Íslands að ESB.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar