Færslur fyrir apríl, 2014

Miðvikudagur 30.04 2014 - 14:09

Upplausn í peningamálum – Orsök og afleiðing

Hér er stiklað á stóru. 1. Verðmæti skapast við skipulagt samspil framleiðsluþátta – vinnuafls og náttúruauðlinda. Sbr. hugtakið auðlind – uppspretta auðs. 2. Hlutverk skipuleggjanda/atvinnurekanda er að virkja slíkar uppsprettur auðs í framleiðsluferli. 3. Atvinnurekandi aflar sér framleiðsluþátta með útgáfu skuldaviðurkenninga í einhverri mynd. 4. Við lok framleiðsluferlis innleysir atvinnurekandi skuldaviðurkenningu sína með andvirði verðmætis sem skapast í […]

Þriðjudagur 08.04 2014 - 18:44

Þensluáhrif skuldaleiðréttingar

I. Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, kynnti frumvarp ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu á Alþingi í gær, 7. apríl.  Í kjölfarið skiptust alþingismennirnir Vilhjálmur Bjarnason og Frosti Sigurjónsson á skoðunum um hugsanleg þensluvaldandi áhrif leiðréttinganna. II. Vilhjálmur taldi leiðréttinguna fela í sér „peningaprentun” sem næmi um 5% af landsframleiðslu og samsvaraði 20% aukningu peningamagns í hagkerfinu yfir fjögur ár. […]

Laugardagur 05.04 2014 - 23:48

Draumsýn og veruleiki.

1. Bréf til alþingismanna dags. 24. febrúar sl. „Á morgun, þriðjudaginn 25. febrúar, fer ég af landi brott með þungar áhyggjur af því sem ég tel vera ásetning stjórnvalda að knýja fram lausn á grundvelli gjaldþrotalaga sem eru gagnvart viðfangsefninu það sem tilskipun Evrópusambandsins um innstæðutryggingar var gagnvart hruni íslenzka bankakerfisins í október 2008. Það er að […]

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar