Laugardagur 05.04.2014 - 23:48 - FB ummæli ()

Draumsýn og veruleiki.

1. Bréf til alþingismanna dags. 24. febrúar sl.

„Á morgun, þriðjudaginn 25. febrúar, fer ég af landi brott með þungar áhyggjur af því sem
ég tel vera ásetning stjórnvalda að knýja fram lausn á grundvelli gjaldþrotalaga sem eru
gagnvart viðfangsefninu það sem tilskipun Evrópusambandsins um innstæðutryggingar
var gagnvart hruni íslenzka bankakerfisins í október 2008.

Það er að segja, gjaldþrotalög sem voru sett með hliðsjón af gjaldþrotum einstakra
fyrirtækja verða ekki á trúverðugan hátt heimfærð á þrotabú með heildareignir sem eru
umfram eins árs þjóðarframleiðslu Íslands.

Ef íslenzk stjórnvöld halda öðru fram, þá er trúverðugleiki þess jafn fjarstæðukenndur
og röksemdafærsla Bretlands og Hollands í Icesave deilu þessara ríkja við Ísland.

Í Mbl. grein 5. október 2013 mælti ákveðinn ráðgjafi íslenzkra stjórnvalda eindregið með því
að ákvæðum gjaldþrotalaga yrði beitt til að umbreyta gjaldeyriseignum þrotabúa Glitnis og
Kaupþings í krónur með yfirtöku þeirra af hálfu Seðlabanka Íslands.

Umræddar gjaldeyriseignir eru jafnvirði um eða yfir 2.000 milljarða króna.

Yfirtaka þeirra á grundvelli gjaldþrotalaga myndi væntanlega bjóða heim langdregnum og
kostnaðarsömum málaferlum innanlands og utan.

Lánstraust íslenzka ríkisins, ríkisstofnana og innlendra fyrirtækja myndi væntanlega falla
niður í ruslflokk og leiða til afarkosta við endurfjármögnun erlendra lána.

Hvort sem er á erlendum fjármagnsmörkuðum eða af hálfu „nýrra vinaþjóða“.”

II. Bjarni Benediktsson á flokkráðsfundi Sjálfstæðisflokksins í dag, 5. apríl.
„Við skulum ekki skilja við umræðu um efnahagsmál án þess að nefna fjármagnshöftin sem hvíla á íslensku efnahagslífi. Þessi höft hvíla á okkur öllum, einstaklingum sem fyrirtækjum.

Þau vinna gegn möguleikum á því að dreifa áhættu og meðan þau vara getum við ekki tekið þátt í alþjóðlegu viðskiptalífi á eðlilegum forsendum og missum því af ýmsum tækifærum til vaxtar.

Þess vegna er málið eitt helsta forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar.

Afnám fjármagnshaftanna er lykilatriði í því að treysta samkeppnishæfni og viðskiptafrelsi Íslands á ný. Verkefnið er að vinna að lausn þar sem við á sama tíma verjum verðstöðugleika og léttum þrýstingi af krónunni.

Ég ítreka þá skoðun mína að við getum innan skamms tekið fyrstu skrefin í afnámi haftanna. Skynsamlegt er að hefja afnám á ýmsar smærri millifærslur og viðskipti milli landa, sem hafa ekki teljandi áhrif á gjaldeyrisstöðu okkar, en munu liðka til verulega fyrir starfsemi fyrirtækja, sérstaklega þeirra smærri sem eru að bugast undir regluverkinu sem fylgir höftunum.

Væntingar kröfuhafa um sérkjör, sérmeðferð, einhvers konar forgang að gjaldeyri umfram aðra án tillits til áhrifa fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu eru, voru og verða alltaf draumsýn sem ekki verður að veruleika.

Í vikunni skilaði ráðgjafahópur ríkisstjórnarinnar um haftaafnám niðurstöðum sínum og það er mikilvægt fyrir þá vinnu sem fram undan er að fá þau gögn og tillögur sem hann skilaði af sér.”

III. Teningunum kastað
Af umsögn fjármálaráðherra er ljóst að ríkisstjórnin hefur ætíð stefnt að gjaldþrotaskiptum á þrotabúum gömlu bankanna til að deila gjaldeyriseignum þeirra með erlendum kröfuhöfum.

IV. Annar valkostur
Annar valkostur var svokölluð skiptigengisleið sem miðar að jafnvægi milli froðupeninga og tiltækra raunverðmæta og ryður braut umbótum í efnahagsmálum. Þýzka efnahagsundrið eftir síðari heimsstyrjöld er til vitnis um ágæti þeirrar leiðar.

V. Draumsýn og veruleiki
Ef svo fer sem horfir (I. að ofan) þá verður afnámi fjármagnshafta sjálfkrafa skotið á frest og bið verður á endurhæfingu samkeppnishæfni og viðskiptafrelsis Íslands Verðstöðugleiki og stöðugt gengi krónunnar verða einnig að bíða betri tíma.

 

 

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar