Hér er stiklað á stóru.
1. Verðmæti skapast við skipulagt samspil framleiðsluþátta – vinnuafls og náttúruauðlinda. Sbr. hugtakið auðlind – uppspretta auðs.
2. Hlutverk skipuleggjanda/atvinnurekanda er að virkja slíkar uppsprettur auðs í framleiðsluferli.
3. Atvinnurekandi aflar sér framleiðsluþátta með útgáfu skuldaviðurkenninga í einhverri mynd.
4. Við lok framleiðsluferlis innleysir atvinnurekandi skuldaviðurkenningu sína með andvirði verðmætis sem skapast í framleiðsluferlinu.
5. Við nútíma aðstæður gefur atvinnurekandi út skuldaviðurkenningu til banka gegn samsvarandi nýsköpun peninga í mynd innstæðu á viðskiptareikningi hans.
6. Nýsköpun peninga – lögeyris – með þessum hætti felur í sér mikla hagkvæmni fyrir allan atvinnurekstur.
7. Sala nýskapaðs verðmætis við lok framleiðsluferlis gerir atvinnurekandanum kleift að innleysa eigin skuldaviðurkenningu gagnvart bankanum.
8. Sífelld og vaxandi upplausn í peningakerfum heims á rætur að rekja til afnáms Bretton Woods alþjóðapeningakerfisins í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
9. Hömlur gegn óhóflegri nýsköpun peninga voru innbyggðar í Bretton Woods kerfið.
10. Afnám Bretton Woods kerfisins án samkomulags helztu efnahagsvelda innan Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um hvernig standa ætti að nýjum hömlum er bein orsök ríkjandi upplausnar í peningakerfum heims.