Föstudagur 27.06.2014 - 17:49 - FB ummæli ()

Afnám gjaldeyrishafta – hvað er málið?

Gjaldeyrishöftin voru sett með pennastriki og, ef allt væri með felldu, þyrfti ekki meira til afnáms þeirra.

En allt er, og hefur ekki verið um árabil, með felldu – Ísland er ekki greiðslufært gagnvart umheiminum.

Á slíkum vanda eru einungis til þrjár hugsanlegar lausnir:

1. Samningar við lánardrottna og kröfuhafa hið fyrsta um niðurfærslu greiðslubyrði í viðráðanlega stærð.

2. Samningar við lánardrottna og kröfuhafa í kjölfar greiðslustöðvunar (e. moratorium) af Íslands hálfu.

3. Upptaka nýkrónu skv. skiptigengisleið með stöðugt gengi nýkrónu að markmiði.

Með lausn # 3 myndu Íslendingar taka til í eigin málum og viðhalda reisn og sjálfstæði lands og þjóðar.

Með lausnum # 1 og 2 myndu Íslendingar heykjast á tiltekt í eign málum og glata reisn og sjálfstæði.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar