Mánudagur 03.08.2015 - 00:11 - FB ummæli ()

Skutilsveinn Nóregshöfðingja – I

© Gunnar Tómasson

2. ágúst, 2015

vita meira en menn skilja.

 „Íslendinga vita of mikið um sögu sína í hlutfalli við það, sem þeir skilja.“ (Sigurður Nordal, Íslenzk menning, I. bindi, Mál og Menning, Reykjavík, 1942, bls. 35.)

„Hvað mundum vér þekkja til Snorra Sturlusonar, ef vér hefðum ekki aðrar heimildir um hann en frásagnir Sturlungu? Af þeim vitum vér, að Snorri var ekki eftirbátur neins af jafnöldrum sínum að sækjast eftir meiri auði og völdum en samrýmdist skipulagi þjóðveldisins. Í fari hans eru ýmsir aðrir brestir aldarháttar í berara lagi. Þótt hann væri um sumt betur siðaður, vekur saga hans grun um, að meir hafi hann brostið til ofbeldisverka harðfengi en ranglæti. Vér mundum hyggja hann hollan kirkju og kristni, því að hann var vel til Gvendar góða og flýði undan Sighvati og Sturlu með þeirri prýðilegu afsökun, að hann vildi ekki “fara að bróður sínum á þeim hátíðum, er þá fóru í hönd” (þ.e. dymbilviku og páskum). Hann heitir því fyrstur Íslendinga að koma landi undir Noregshöfðingja og er síðar ekki sterkari á svellinu en svo, sextugur maður og margreyndur, að hann þiggur jarlsnafn af Skúla hertoga 1239 – í þeirri von, að uppreisn Skúla heppnist í Noregi og höfðingjar á Íslandi verði talhlýðnari, eftir að ofsamaðurinn Sturla Sighvatsson sé af dögum ráðinn.“ (Op. cit., bls. 343-344)

Vilhjálmur Þ. Gíslason virðist setja fram óbeint svar við þessari lýsingu Sigurðar Nordals (1942) í bók sinni Snorri Sturluson og Goðafræðin, Ísafoldarprentsmiðja, Reykjavík, 1941-1942, bls. 160-161:

„Lýsing Nordals [á Snorra Sturlusyni] er íslenzkum lesendum miklu kunnari [en lýsingar erlendra fræðimanna].  Snorri var að vísu laus við ýmsa lökustu galla samtíðarmanna sinna, segir Nordal. Hann var ekki grimmur og ekki beint riðinn við hryðjuverk. Hann lifði hinu fjölbreyttasta lífi. En hann skorti skörungskap og röggsemi og brast persónulegt hugrekki. Hann var ágengur og sínkur, en enginn maurapúki. Í honum berjast andstæðar hvatir. Viðleitni hans og hæfileikar stefna ekki í sömu átt. Hann vill vera höfðingi, en hefur ekki hæfileika til þess. Hann er marglyndur og tilfinningar hans grunnar og hverfular. Hann vantar samkvæmni og þrautseigju. Samt var hann of kaldur reikningsmaður. Hann var metorðagjarn, en reikull í ráði og leiðitamur. Hann gat látið sér nægja yfirskynið tómt, það að sýnast, en vera ekki. Framkomu hans gat skort stórmennsku og drenglyndi. Marglyndið veikti vilja hans, en var ágætur jarðvegur fyrir fjölbreyttar gáfur og gerði honum auðvelt að lifa sig inn í annarra manna hugsanir. Samt varð hann ekki mikið skáld, af því að hann orti eftir reglum listar, sem fyrir löngu hafði lifað sitt fegursta, og guðmóðurinn bregst honum, þegar hann talar frá eigin brjósti. Honum er tamara að móta gersemar úr brotasilfri, en að sækja sjálfan málminn inn í bergið. Hann er ekki brautryðjandi, heldur arfþegi. Loks telur Nordal, að Sturlunga sé Snorra heldur vilhöll og beri honum vel söguna, eða sé heldur á hans bandi.

Margt í þessum Snorralýsingum [Nordals og annarra], sem nú voru nefndar, er skrifað af fróðleik, fjöri og mælsku. En nú þurfa þær samt einnig sinnar endurskoðunar, þar sem þær virðast vera í ósamræmi við heimildir, eða lýsa ósanngjarnlega persónu og störfum Snorra.“

Skutilsveinn Nóregshöfðingja

(Íslendinga saga, 38. kafli)

30960 = Snorri Sturluson var tvá vetr með Skúla, sem fyrr var ritat.

27005 = Gerðu þeir Hákon konungr ok Skúli hann skutilsvein sinn.*

17562 = En um várit ætlaði Snorri til Íslands.

21833 = En þó váru Nóregsmenn miklir óvinir Íslendinga

21084 = ok mestir Oddaverja – af ránum þeim, er urðu á Eyrum.

28575 = Kom því svá, at ráðit var, at herja skyldi til Íslands um sumarit.

20023 = Váru til ráðin skip ok menn, hverir fara skyldi.

29964 = En til þeirar ferðar váru flestir inir vitrari menn mjök ófúsir

9492 = ok töldu margar latar á.

19836 = Guðmundr skáld Oddsson var þá með Skúla jarli.

9518 = Hann kvað vísu þessa:

10580 = Hvat skalk fyr mik, hyrjar

10433 = hreggmildr jöfurr, leggja,

9371 = gram fregn at því gegnan,

10766 = geirnets, sumar þetta?

7230 = Byrjar, hafs, at herja,

8685 = hyrsveigir, mér eigi,

9377 = sárs viðr jarl, á órar

10173 = ættleifðir, svan reifðan.

 

20426 = Snorri latti mjök ferðarinnar ok kallaði þat ráð

18293 = at gera sér at vinum ina beztu menn á Íslandi

20845 = ok kallaðist skjótt mega svá koma sínum orðum,

10795 = at mönnum myndi sýnast

18139 = at snúast til hlýðni vid Nóregshöfðingja.

22649 = Hann sagði ok svá, at þá váru aðrir eigi meiri menn á Íslandi

10908 = en bræðr hans, er Sæmund leið,

20937 = en kallaði þá mundu mjök eftir sínum orðum víkja,

7201 = þá er hann kæmi til.

25243 = En við slíkar fortölur slævaðist heldr skap jarlsins,

9138 = ok lagði hann þat ráð til,

15892 = at Íslendingar skyldi biðja Hákon konung,

16818 = at hann bæði fyrir þeim, at eigi yrði herferðin.

18647 = Konungrinn var þá ungr, en Dagfinnr lögmaðr,

21877 = er þá var ráðgjafi hans, var inn mesti vinr Íslendinga.

22790 = Ok var þat af gert, at konungr réð, at eigi varð herförin.

15818 = En þeir Hákon konungr ok Skúli jarl

12768 = gerðu Snorra lendan mann sinn.

17608 = Var þat mest ráð þeira jarls ok Snorra.

15904 = En Snorri skyldi leita við Íslendinga,

20988 = at þeir snerist til hlýðni við Nóregshöfðingja.

17859 = Snorri skyldi senda utan Jón, son sinn,

15777 = ok skyldi hann vera í gíslingu með jarli,

11960 = at þat endist, sem mælt var.

721747

 

* 27005 = Gerðu þeir Hákon konungr ok Skúli hann skutilsvein sinn.

Sbr. 10148 + 12857 + 4000 = 27005, þar sem:

10148 = Snorri fólgsnarjarl

12857 = Sefr þú úti. Sék eld yfir þér. (Spásögn Draumkonu fyrir Örlygsstaðabardaga.)

4000 = Logandi Sverð

27005

***

Reiknivél sem umbreytir orðum í tölugildi er að:

http://www.light-of-truth.com/ciphersaga.htm

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar