Sunnudagur 06.09.2015 - 18:10 - FB ummæli ()

Guðbrandur Þorláksson, biskup

© Gunnar Tómasson

6. september 2015.

Inngangsorð

Í tilefni 75 ára afmælis míns 30. júní sl. var mér gefin glæsileg bók Marðar Árnasonar, Passíusálmarnir, þar sem verki Hallgríms Péturssonar eru gerð slík skil að vart verður betur gert. Við lauslega yfirferð á umsögnum Marðar um verkið í dag rakst ég m.a. á eftirfarandi umsögn hans um brautryðjandastarf Guðbrands Þorlákssonar (1541-1627) á sviði trúarlegra bókmennta í kjölfar siðaskiptanna:

„Guðbrandur Þorláksson gaf hins vegar út fyrstu eiginlegu sálmabók íslensku kirkjunnar árið 1589: Ein ný psalmabók, með mörgum andligum psalmum, kristilegum lofsöngvum og vísum, skikkanlega til samans sett og aukin og endurbætt. Hér eru 328 sálmar, og í annarri útgáfu 1619 var bætt við 51 sálmi. Var þá komið veglegt sálmasafn sem uppfyllti allar þarfir kirkju og safnaða, mjög álíka og stórar sálmabækur á öðrum tungum lúterskirkja, enda voru þær eðlileg fyrirmynd við útgáfu þessa íslenska stórvirkis undir lok 16. aldar. […]

Sálmabók Guðbrands var stofninn í næstu sálmabókum, frá 1671, 1742 og 1751. Segja má að andi Guðbrands svífi yfir vötnum við sálmabókaútgáfu út 18. öld, allt fram að sálmabók upplýsingaraldarinnar árið 1801 (Leirgerði), þegar við tóku nýjar trúarlegar hugmyndir og annar skáldskaparstíll.“ (bls. 20-21)

Feitletruðu orðin í titli sálmabókar Guðbrands voru notuð af (væntanlega) Snorra Sturlusyni í Yfirskrift Uppsalabókar Eddu, sem nafngreinir Snorra sem höfund Eddu, og Sturlu Þórðarsyni í Íslendingasögu þar sem bækur Snorra eru tengdar sögubókum Sturlu (Sighvatssonar) Þórðarsonar:

Yfirskrift Uppsalabókar Eddu:

104431

Bók þessi heitir Edda. Hana hevir saman setta Snorri Sturlo son eptir þeim hætti, sem hér er skipat. Er fyrst frá ásum ok Ymi þar næst skalldskap ok heiti margra hluta. Síþaz Hatta tal er Snorri hevir ort um Hak Konung ok Skula hertug. (Tölugildi 104431)

Texti Íslendingasögu:

71797

Nú tók at batna með þeim Snorra ok Sturlu, ok var Sturla löngum þá í Reykjaholti ok lagði mikinn hug á at láta rita sögubækr eftir bókum þeim, er Snorri setti saman. (Tölugildi 71797)

Ef Guðbrandur Þorláksson kunni skil á huldum kveðskap Snorra Sturlusonar og Sturlu Þórðarsonar, þá vekur samsvörun lykilorða – samans sett, saman setta, og setti saman – spurningu hvort sjá megi merki þess í texta sem Guðbrandur setti saman fyrir fyrstu sálmabók hins nýja siðar sem tók við af kaþólsku?

Hér að neðan dreg ég saman niðurstöður athugana minna á svarinu við þessari spurningu fyrr í dag en get ekki ákveðinna vísbendinga sem Guðbrandur hefur tengt við summu tölugilda á ýmsum stöðum frá upphafi til enda textans:

Tölugildi text Guðbrands:

58220

Ein ný psalmabók, með mörgum andligum psalmum, kristilegum lofsöngvum og vísum, skikkanlega til samans sett og aukin og endurbætt.

Texti Guðbrands og Sturlu:

58220 + 71797 = 130017

Hulið kveðið:

104431 = Yfirskrift Uppsalabókar Eddu

11359 = Snorri Sturluson

9814 = Sturla Þórðarson

4410 = Surtr

-7 = Afhausun Mann-Skepnu Sjöunda Dags

       10 = Höfuð mælir tíu er það flýgur af bolnum

130017

Kristnitaka

130017 + 1000 = 131017

Hulið kveðið:

5596 + 80102 + 45319 = 131017

5596 = Andlig spekðin

80102 = Leikvöllr orðanna¹

45319 = Kvæðis lok²

131017

¹Úr Uppsalabók

Eddu

18613 = Munnrinn ok tungan er leikvöllr orðanna.

22777 = Á þeim velli eru reistir stafir þeir, er mál allt gera,

14347 = ok hendir málit ýmsa svá til at jafna

24365 = sem hörpu strengir eða eru læster lyklar í simphonie.

80102

²Úr Háttatali

Eddu

5521 = Njóti aldrs

3902 = ok auðsala

7274 = konungr ok jarl,

7826 = þat er kvæðis lok.

4143 = Falli fyrr

3150 = fold í ægi,

6684 = steini studd,

6819 = en stillis lof.

45319

 

***

Reiknivél sem umbreytir orðum í tölugildi er að:

http://www.light-of-truth.com/ciphersaga.htm

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar