Þriðjudagur 25.02.2014 - 10:07 - FB ummæli ()

Bréf til alþingismanna – Hvað hangir á spýtunni?

Ágætu alþingismenn.
Ég gerði mér ferð til Íslands frá Bandaríkjunum fyrir viku síðan til að kanna hugsanlegan
áhuga íslenzkra stjórnvalda á tæknilegri lausn vandamála við uppgjör þrotabúa Glitnis
og Kaupþings, sem ég hef áður haft tækifæri til að bera undir íslenzka ráðamenn.
Á morgun, þriðjudaginn 25. febrúar, fer ég af landi brott með þungar áhyggjur af því sem
ég tel vera ásetning stjórnvalda að knýja fram lausn á grundvelli gjaldþrotalaga sem eru
gagnvart viðfangsefninu það sem tilskipun Evrópusambandsins um innstæðutryggingar
var gagnvart hruni íslenzka bankakerfisins í október 2008.
Það er að segja, gjaldþrotalög sem voru sett með hliðsjón af gjaldþrotum einstakra
fyrirtækja verða ekki á trúverðugan hátt heimfærð á þrotabú með heildareignir sem eru
umfram eins árs þjóðarframleiðslu Íslands.
Ef íslenzk stjórnvöld halda öðru fram, þá er trúverðugleiki þess jafn fjarstæðukenndur
og röksemdafærsla Bretlands og Hollands í Icesave deilu þessara ríkja við Ísland.
Í Mbl. grein 5. október 2013 mælti ákveðinn ráðgjafi íslenzkra stjórnvalda eindregið með því
að ákvæðum gjaldþrotalaga yrði beitt til að umbreyta gjaldeyriseignum þrotabúa Glitnis og
Kaupþings í krónur með yfirtöku þeirra af hálfu Seðlabanka Íslands.
Umræddar gjaldeyriseignir eru jafnvirði um eða yfir 2.000 milljarða króna.
Yfirtaka þeirra á grundvelli gjaldþrotalaga myndi væntanlega bjóða heim langdregnum og
kostnaðarsömum málaferlum innanlands og utan.
Lánstraust íslenzka ríkisins, ríkisstofnana og innlendra fyrirtækja myndi væntanlega falla
niður í ruslflokk og leiða til afarkosta við endurfjármögnun erlendra lána.
Hvort sem er á erlendum fjármagnsmörkuðum eða af hálfu „nýrra vinaþjóða“.
Blog-færsla mín á eyjan.is og umsagnir hér að neðan eru settar fram með ofangreint í huga.
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur

Hvert stefna ráðamenn XB og XD?

 Af líkum má ráða að slit viðræðna við ESB sé ekki markmið í sjálfu sér.
Heldur marki þau áfanga á vegferð til nánari efnahagslegra og pólitískra tengsla við Rússland og Kína.
Vegferð sem felur í sér vísvitandi fráhvarf frá samstarfi við vestrænar lýðræðisþjóðir.
Þótt stjórnvöld fullyrði annað.
Kúvending í utanríkismálastefnu Íslands var ekki baráttumál XB og XD í síðustu alþingiskosningum.
Þingmeirihluti ríkisstjórnar XB og XD byggir því ekki á stuðningi kjósenda við hana.
Og vitrænar forsendur slíkrar kúvendingar eru ekki til staðar.
Hér er því lagt upp í vitfirrta vegferð.
Vegferð þar sem hallar undan fæti fyrir efnahagslegu og pólitísku sjálfstæði Íslands.

Ummæli mín við bloggið:

I.  Hér er vegið að efnahagslegu og pólitísku sjálfstæði Íslands.
II.  Af Mbl. grein SDG um helgina má ráða að stjórnvöld búist nú til að beita hörðu
gegn „kjafti og klóm“ kröfuhafa þrotabúa Glitnis og Kaupþings,
og þá með tilheyrandi „stormi í fangið.“
Það er ekki víst að mikið hald verði í „gömlum vinum“ í þeim stormi,
en stjórnvöld telja sig e.t.v. hafa ýmislegt upp á að bjóða sem „nýjum vinum“ þætti fengur í.

Flokkar: Óflokkað

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar