Ágætu alþingismenn.
Forsætisráðherra á ósvarað lykilspurningu forystumanna Evrópusambandsins frá 16. júlí sl.:
Barroso:
We look forward to clarity on the validity of Iceland’s membership application after the parliamentary assessment on European Union accession, which will take place this autumn.
Íslenzk þýðing:
Við bíðum þess að gildi/lögmæti aðildarumsóknar Íslands skýrist eftir að Alþingi hefur lokið mati sínu á ESB-aðild í haust.
Það væri út í hött fyrir Alþingi að afturkalla ógilda/ólögmæta aðildarumsókn Íslands.
Sjá nánar hér að neðan.
Virðingarfyllst,
Gunnar Tómasson, hagfræðingur og löggiltur skjalaþýðandi
***
I. Forsætisráðherra, hitti Barroso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, að máli 16. júlí 2013 en lét ósvarað lykilspurningu ESB um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gera hlé á viðræðum um aðildarumsókn Íslands.
II. Sbr. umsögn Barroso á fréttamannfundi að loknum fundi þeirra:
„Let me be clear: The Commission respects the decision of the government regarding the accession process. We look forward to clarity on the validity of Iceland’s membership application after the parliamentary assessment on European Union accession, which will take place this autumn.
It is in the interest of the European Union and Iceland that a decision is taken on the basis of proper reflection and in an objective, transparent, serene manner. But the clock is ticking, and it is also in the shared interest of us all that this decision is taken without further delay.”
III. Íslenzk þýðing mín á umsögn Barrosos:
„Afstaða okkar er skýr: Framkvæmdastjórnin virðir ákvörðun ríkisstjórnarinnnar varðandi aðildarferlið. Við bíðum þess að gildi/lögmæti* aðildarumsóknar Íslands skýrist eftir að Alþingi hefur lokið mati sínu á ESB-aðild í haust.
Það er sameiginlegt hagsmunamál ESB og Íslands að ákvörðun verði tekin á grundvelli tilhlýðilegrar íhugunar og á hlutlægan, gagnsæjan og yfirvegaðan hátt. En tíminn líður, og það eru líka sameiginlegir hagsmunir okkar að þessi ákvörðun verði tekin án frekari tafar.”
*Úr hugtakasafni þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneytisins, validity: gildi, lögmæti og réttmæti.
IV. Gildi/lögmæti umsóknarinnar er ekki ágreiningsmál á heimavelli stjórnvalda. Hins vegar segir forsætisráðherra beiðni ESB „að þessi ákvörðun [um gildi/lögmæti hennar] verði tekin án frekari tafar” sé ástæða flýtimeðferðar þingsályktunartillögunnar um slit viðræðna um aðildarumsókn Íslands.
V. Sbr. upphafsorð forsætisráðherra í Kastljósi 4. marz sl.:
„Það er mikilvægt að hafa í huga að það hafi verið beðið svara frá ríkisstjórninni. Svara, ekki hvað síst frá Evrópusambandinu sjálfu sem að strax í upphafi, þegar við tókum við, tilkynnti okkur að menn gætu ekki látið langan tíma líða áður en að svör kæmu frá nýrri ríkisstjórn um hvað hún ætlaði í málinu, hvort hún segði af eða á. Ég fór og hitti forystumenn Evrópusambandsins, þá Barroso og van Rompuy. Báðir lögðu mikla áherslu á þetta, sögðu við getum ekki beðið lengi eftir svari við þessari spurningu.”
VI. Sbr. einnig upphafsorð forsætisráðherra í kvöldfréttum RÚV mánudaginn10. marz:
„Aðalatriðið í þessu máli er það að það stóð upp á ríkisstjórnina að svara, ekki sízt Evrópusambandinu sem var mjög afdráttarlaust í kröfum sínum um svör, hvað við vildum næst með þessa umsókn, Ríkisstjórnin er búin að svara því fyrir sitt leyti.”
VII. Enn stendur upp á ríkisstjórn Íslands að svara Barroso og van Rompuy um gildi/lögmæti aðildarumsóknarinnar.
VIII. Augljóslega væri út í hött að afturkalla ógilda/ólögmæts aðildarumsókn þar sem hún hefði enga þjóðréttarlega stöðu.