Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Miðvikudagur 28.05 2014 - 15:23

Kostaðu hug þinn herða – ríkisstjórn og afnám gjaldeyrishafta.

I. Í maí 2013 var haft eftir forsætisráðherra að „ríkisstjórnin ætlar að kynna nýja áætlun um afnám gjaldeyrishafta í haust [sem] mun m.a. byggja á hugmyndum Sigmundar Davíðs, en verður annars unnin í samráði við seðlabankann og ráðherranefnd…” (Bloomberg, 27. maí, 2013. II. Í október 2013 var haft eftir fjármálaráðherra, „að jafnvel verði búið að afnema […]

Miðvikudagur 30.04 2014 - 14:09

Upplausn í peningamálum – Orsök og afleiðing

Hér er stiklað á stóru. 1. Verðmæti skapast við skipulagt samspil framleiðsluþátta – vinnuafls og náttúruauðlinda. Sbr. hugtakið auðlind – uppspretta auðs. 2. Hlutverk skipuleggjanda/atvinnurekanda er að virkja slíkar uppsprettur auðs í framleiðsluferli. 3. Atvinnurekandi aflar sér framleiðsluþátta með útgáfu skuldaviðurkenninga í einhverri mynd. 4. Við lok framleiðsluferlis innleysir atvinnurekandi skuldaviðurkenningu sína með andvirði verðmætis sem skapast í […]

Þriðjudagur 08.04 2014 - 18:44

Þensluáhrif skuldaleiðréttingar

I. Fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson, kynnti frumvarp ríkisstjórnarinnar um skuldaleiðréttingu á Alþingi í gær, 7. apríl.  Í kjölfarið skiptust alþingismennirnir Vilhjálmur Bjarnason og Frosti Sigurjónsson á skoðunum um hugsanleg þensluvaldandi áhrif leiðréttinganna. II. Vilhjálmur taldi leiðréttinguna fela í sér „peningaprentun” sem næmi um 5% af landsframleiðslu og samsvaraði 20% aukningu peningamagns í hagkerfinu yfir fjögur ár. […]

Laugardagur 05.04 2014 - 23:48

Draumsýn og veruleiki.

1. Bréf til alþingismanna dags. 24. febrúar sl. „Á morgun, þriðjudaginn 25. febrúar, fer ég af landi brott með þungar áhyggjur af því sem ég tel vera ásetning stjórnvalda að knýja fram lausn á grundvelli gjaldþrotalaga sem eru gagnvart viðfangsefninu það sem tilskipun Evrópusambandsins um innstæðutryggingar var gagnvart hruni íslenzka bankakerfisins í október 2008. Það er að […]

Mánudagur 31.03 2014 - 02:16

Verður skuldaniðurfellingin fjármögnuð af skattfé?

Árni Páll Árnason og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson deildu um svarið  á Alþingi í vikunni. Já, sagði Árni Páll. Nei, sagði Sigmundur Davíð. Sbr. frétt á mbl.is þann 27 marz: I.  Árni Páll sagði að frumvörp ríkisstjórnarinnar um skuldaniðurfellingar, sem kynnt voru í gær, hefðu staðfest það sem stjórnarandstaðan hefði lengið haldið fram. „Þar fékkst staðfest […]

Þriðjudagur 25.03 2014 - 22:56

Áætlun um afnám gjaldeyrishafta í uppnámi?

I. „Ég hef sérstakar áhyggjur af því hversu meðvitað virðist sneitt hjá því að gefa Alþingi upplýsingar um stöðu málsins, og framhjá því að hafa samráð við stjórnarandstöðuna. Afnám gjaldeyrishafta er eitt erfiðasta og brýnasta en um leið mikilvægasta úrlausnarefnið sem blasir við okkur Íslendingum,” sagði Össur Skarphéðinsson á Alþingi í dag. Össur sagði forsætisráðherra […]

Sunnudagur 23.03 2014 - 16:01

Var aðildarumsókn að ESB „ógild ákvörðun”?

I. Forsætisráðherra tjáði sig um stjórnskipunarleg álitamál varðandi aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu á Sprengisandi í dag: 1. Umsóknin byggði á „ógildri ákvörðun” fyrrverandi ríkisstjórnar „af því að þjóðin var ekki spurð”. 2. Samkvæmt Stjórnarskrá Íslands eru þjóðaratkvæðagreiðslur ráðgefandi en ekki bindandi. 3. Aðildarumsóknin var engu að síður lögð fram af fyrrverandi ríkisstjórn „í heimildarleysi”. II. Á fundum með […]

Miðvikudagur 12.03 2014 - 02:03

Afturköllun aðildarumsóknar út í hött?

Ágætu alþingismenn. Forsætisráðherra á ósvarað lykilspurningu forystumanna Evrópusambandsins frá 16. júlí sl.: Barroso: We look forward to clarity on the validity of Iceland’s membership application after the parliamentary assessment on European Union accession, which will take place this autumn. Íslenzk þýðing: Við bíðum þess að gildi/lögmæti aðildarumsóknar Íslands skýrist eftir að Alþingi hefur lokið mati […]

Sunnudagur 09.03 2014 - 14:34

Vaxtastefna Seðlabanka Íslands

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, ræddi um vaxtastefnu SÍ í viðtali við Sigurjón M. Egilsson á Sprengisandi fyrr í dag. Vaxtastefnan er ekki flókin: Stýrivextir, X, ráðast af mældri verðbólgu og/eða „verðbólguvæntingum“, Y, þannig að X – Y = ca. 2% „raunvextir“. Peningahagfræði er aðeins flóknari og krefst skilnings á viðfangsefninu. Sbr. umsögn brezka hagfræðingsins Joan Robinson […]

Fimmtudagur 06.03 2014 - 23:18

Afstaða ESB og getgátur stjórnvalda

I.  Afstaða ESB til aðildarumsóknar Íslands var útskýrð af Barosso, forseta framkvæmdastjórnar ESB, á fréttamannafundi 16 júlí 2013 við lok heimsóknar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, forsætisráðherra, til höfuðstöðva ESB. II. Á fundinum vék Barosso að viðræðum þeirra og afstöðu framkvæmdastjórnar ESB (lausleg þýðing mín): Í dag áttum við skoðanaskipti um fyrirætlanir nýju ríkisstjórnar Íslands varðandi tengsl ESB og Íslands. Skoðanaskiptin voru uppbyggileg og […]

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar