Ágætu alþingismenn. Eftirfarandi er baksvið skrifa minna um slit viðræðna við ESB. Ég geng út frá því að hugmyndin sé liður í aðgerðaáætlun. I. Gjaldeyrishöftin eru birtingarmynd þess að Ísland er gjaldþrota. Fjármálaráðherra miðar að afnámi haftanna fyrir næstu áramót. Að óbreyttu myndi afnám leiða til gengishruns og óðaverðbólgu. Stóraukinn gjaldeyrisforði myndi koma í veg […]
Ágætu alþingismenn. Atvik líðandi stundar á Íslandi eru – eða ættu að vera – áhyggjuefni ölllum landsmönnum. Hér að neðan er stiklað á stóru um atvikarás sem styður þá umsögn. I. Fyrirheit XB um hundruð milljarða lækkun á húsnæðislánum öllum að kostnaðarlausu nema kröfuhöfum þrotabúa Glitnis og Kaupþings er – afsakið orðbragðið – slíkt endemis […]
Ágætu alþingismenn. I. Í fyrradag framsendi ég eftirfarandi bloggfærslu mína, Hvert stefna ráðamenn XB og XD?: Af líkum má ráða að slit viðræðna við ESB sé ekki markmið í sjálfu sér. Heldur marki þau áfanga á vegferð til nánari efnahagslegra og pólitískra tengsla við Rússland og Kína. Vegferð sem felur í sér vísvitandi fráhvarf frá samstarfi við […]
Ágætu alþingismenn. Ég gerði mér ferð til Íslands frá Bandaríkjunum fyrir viku síðan til að kanna hugsanlegan áhuga íslenzkra stjórnvalda á tæknilegri lausn vandamála við uppgjör þrotabúa Glitnis og Kaupþings, sem ég hef áður haft tækifæri til að bera undir íslenzka ráðamenn. Á morgun, þriðjudaginn 25. febrúar, fer ég af landi brott með þungar áhyggjur af því […]
Af líkum má ráða að slit viðræðna við ESB sé ekki markmið í sjálfu sér. Heldur marki þau áfanga á vegferð til nánari efnahagslegra og pólitískra tengsla við Rússland og Kína. Vegferð sem felur í sér vísvitandi fráhvarf frá samstarfi við vestrænar lýðræðisþjóðir. Þótt stjórnvöld fullyrði annað. Kúvending í utanríkismálastefnu Íslands var ekki baráttumál XB og XD í síðustu alþingiskosningum. […]
Ljós rann upp fyrir landsfeðrum og mæðrum: Útilokun aðildar Íslands að ESB gulltryggir fiskimið LÍÚ gegn veiðum ESB. Nema í gegnum veðsetta kvóta í sveiflukenndri atvinnugrein. En snilldin ríður ekki við einteyming. Svo lengi sem XB og XD fá ráðið og Seðlabanki Íslands spilar með, þá felst skjaldborg um fjölskyldusilfrið í gengisfellingu krónunnar. Þetta eru […]
Á fundi með Steingrími Hermannssyni, forsætisráðherra, og nokkrum ráðherrum hans haustið 1989 sagði ég það vera mesta glapræði að gera fjármagnsflutninga til og frá Íslandi frjálsa FYRR EN búið væri að taka fyrir þá óhömdu útlánaþenslu sem viðgengst innan íslenzka bankakerfisins. Hér vísaði ég til 3450% aukningar útlána á síðasta áratug og um sömu prósentutölu áratuginn á […]
Lífeyrissjóðakerfið byggir á ranghugmyndum um peninga/bankainnistæður sem „skapandi“ þátt í hagkerfinu líkt og vinnuafl, aðföng og framleiðslutæki. Uppsöfnun lífeyrissjóðanna á hluta atvinnutekna launafólks til að braska með innanlands minnkar ráðstöfunartekjur og skerðir lífskjör almennings. Innstreymi utanaðkomandi fjármagns gróf undan efnahagslegum og fjármálalegum stöðugleika árin fyrir hrun. Gríðarlegt ráðstöfunarfjármagn lífeyrissjóðanna gerir slíkt hið sama þessa dagana. […]
Afnám verðtryggingar er flókið mál en það réttlætir ekki aðgerðaleysi. Helztu rökin gegn afnámi eru þau að lánastofnanir myndu hækka nafnvexti að sama skapi. Að óbreyttu er það e.t.v. rétt, en krefst viðeigandi viðbragða. Kjarni málsins er þessi: Fjármálakerfi sem sviptir þrjár fjölskyldur þaki yfir höfuðið dag hvern er helsjúkt. Slíkt ástand er ekki náttúrulögmál. En það tæki tíma að knýja fram […]
Í Morgunblaðinu í dag, 24. janúar 2014. birti Víglundur Þorsteinsson (BM Vallá) opið bréf til forseta Alþingis um atriði í sambandi við leynilega samninga íslenzkra stjórnvalda við erlenda kröfuhafa bankanna árið 2009. Þann 13. desember sl. úrskurðaði Úrskurðarnefnd um upplýsingamál að afhenda bæri Víglundi ákveðin skjöl sem málið varða, og byggir Víglundur grein sína á […]