Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Þriðjudagur 02.07 2013 - 19:20

Leiðréttingarleið XB ógnar stöðugleika

„Það er furðulegt hversu víða birtist þrá um að Framsóknarmenn hverfi frá einbeittum vilja til að koma til móts við íslensk heimili. Þeim sem vilja koma því til leiðar mun ekki verða að ósk sinni.” (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Afnám og leiðrétting. Þetta er einfalt, 15. marz 2013.) Í þingsályktunartillögu Alþingis um málið er fjallað um […]

Sunnudagur 30.06 2013 - 17:53

Forsætisráðherra, frasar og rökleysa.

1. Í viðtali við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, á Sprengisandi í morgun – http://visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP19477 – vakti Sigurjón M. Egilsson máls á “umframhagnaði” í sambandi við umræðuna um veiðigjald. (mín. 3:00) 2. “Umframhagnaður” er vel þekkt hagfræðihugtak, sbr. eftirfarandi: A special tax that is assessed upon income beyond a specified amount, usually in excess of a […]

Þriðjudagur 25.06 2013 - 00:45

SÍ, FME og Hæstiréttur vs. Íslenzk heimili

Dómur Hæstaréttar frá 16. júní 2010 í máli nr. 153/2010 byggði á ráðgjöf Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins um vaxtakjör á gengistryggðum krónulánum eftir að þau voru dæmd ólögleg. Ráðgjöfin endurspeglast í forsendum dóms Hæstaréttar: „Þegar virt er að ákvæðið um gengistryggingu í samningi aðilanna er ógilt og bein og órjúfanleg tengsl eru samkvæmt framansögðu milli […]

Sunnudagur 23.06 2013 - 00:24

Eignir kröfuhafa og leiðrétting skulda

Í aðdraganda kosninganna 27. apríl sl. leyfði ég mér að kalla hugmyndir XB um fjármögnun leiðréttinga á verðtryggðum húsnæðisskuldum heimilanna „endemis rugl“. Í síðustu viku tjáði annar hagfræðingur sig um málið og sagði hugmyndirnar vera „galnar“. Í beinni útsendingu á Stöð2 daginn fyrir kosningar var Sigmundur Davíð spurður um viðbrögð hans við umsögn minni. Hann […]

Þriðjudagur 04.06 2013 - 01:22

Mistök Hæstaréttar – Dómur um gengistryggingu.

Hæstiréttur gerði alvarleg mistök í dómi nr. 471/2010, frá 16. september 2010 um gengistryggingu.  Þar var ranglega staðhæft að „fulljóst‟ væri að ólögmæti gengistryggingar krónulána  hefði í för með sér að þeir vextir sem tilgreindir væru í viðkomandi lánasamningum hlytu að teljast vera ógildir. Því yrði að líta svo á að slíkir lánasamningar hefðu kveðið […]

Sunnudagur 02.06 2013 - 14:04

Skuldaleiðrétting á sumarþingi? Nei!

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sátu fyrir svörum í Kastljósi 23. maí. „Á að afnema verðtrygginguna?‟ spurði Helgi Seljan. „Það er rætt um það í stjórnarsáttmálanum að horfa sérstaklega á neytendalánin,‟ svaraði Bjarni, „og það er sérstakt markmið beggja flokka og það var stefnumál hjá okkur að draga mjög úr notkun hennar […]

Laugardagur 01.06 2013 - 16:42

Skuldaleiðrétting á sumarþingi?

Skuldaleiðrétting verður ekki afgreidd fyrr en búið er að ákveða hvernig hún verði fjármögnuð. Enn er (væntanlega) langt í land með samninga við kröfuhafa þrotabúa gömlu bankanna og því a.m.k. jafnlangt í „svigrúm“ til fjármögnunar úr þeirri átt. Ef biðin eftir „svigrúmi“ verður of löng, þá verður fjármögnunar leitað annars staðar – þ.e.a.s. hjá Seðlabanka […]

Miðvikudagur 08.05 2013 - 00:36

Endemis rugl Framsóknar

Í Financial Times 2. maí segir að erlendir kröfuhafar þrotabúa Glitnis og Kaupþings séu staðráðnir í að gefa ekkert eftir af 400 milljarða krónueignum sínum. En íslenzk stjórnvöld eru ákveðin að heimta allt að 75% eftirgjöf. Þar í felst meint „svigrúm“ til leiðréttingar á skuldabyrði heimilanna. Ísland getur ekki innnleyst 400 milljarða krónueignir kröfuhafa í […]

Sunnudagur 05.05 2013 - 22:35

Krónueignir kröfuhafa – Glópagull

1. Í dag hefðu allar aðstæður þjóðarbúsins verið ólíkt betri [ef peningastjórn hefði ekki verið glórulaus] – og þjóðargjaldþrot ekki í myndinni. (Gunnar Tómasson, Glórulaus peningastjórn, Fréttablaðið, 14. marz 2009.) 2. Steingrímur talaði um að strax í kjölfar hrunsins hafi margir velt því fyrir sér hvenær Ísland yrði gjaldþrota en að þær raddir væru þagnaðar. […]

Föstudagur 26.04 2013 - 13:49

Leiðrétting heimilisskulda

Í umræðuþætti á Stöð2 í gær lét Sigmundur Davíð Gunnlaugsson að því liggja að gagnrýni mín á tillögu XB um leiðréttingu á heimilisskuldum sem „endemis rugl“ byggðist á pólitískri hentistefnu þar sem ég væri í framboði í kosningunum á morgun. „Hann á auðvitað rétt á því að beita sér í sinni pólitík,” bætti hann við. Hér […]

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar