Færslur fyrir flokkinn ‘Óflokkað’

Fimmtudagur 25.04 2013 - 10:02

Skuldaleiðrétting úr vasa heimilanna

Tveir pennar á eyjan.is, þau Stefán Ólafsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir, deila um hugmyndir XB um leiðréttingu á skuldastöðu heimilanna með krónueignum úr vasa erlendra kröfuhafa í þrotabú Glitnis og Kaupþings. Þar sem ég tel hugmyndir XB vera RUGL þá vil ég leggja orð í belg og útskýra þær peningafræðilegu forsendur sem endurspeglast óbeint í umsögn […]

Þriðjudagur 23.04 2013 - 21:02

XB býður – RUGL frá upphafi

I. Ég bið forláts á enn einu skrifi um viðfangsefnið. En fyrirheit XB um hundruð milljarða lækkun á húsnæðislánum öllum að kostnaðarlausu nema kröfuhöfum þrotabúa Glitnis og Kaupþings er – afsakið orðbragðið – slíkt endemis rugl að ég get ekki átt það við samvizku mína að þegja og láta sem allt sé með felldu. II. […]

Laugardagur 20.04 2013 - 17:14

Illt er að vera þjófsnautur – Af lögum og ólögum

Alþingismenn sverja eið að stjórnarskrá Íslands – án undantekninga og undanbragða. Á vefsíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands segir svo um hornstein réttarríkis: „Í 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrárinnar er eignarétturinn lýstur friðhelgur. Ákvæðið segir að engan megi skylda til að láta af hendi eign sína nema almenningsþörf krefji. Er það þó gert að skilyrði að lagaheimild sé […]

Miðvikudagur 17.04 2013 - 15:03

XB: 740 milljarða lánaleiðrétting!

I. Fyrr á árinu sat ég fund í Reykjavík þar sem Sigmundur Davið útskýrði hvernig XB ætlaði að leiðrétta skuldastöðu heimilanna (segjum um 200 milljarða): Í gegnum skattkerfið. II. Í viðtali við í Silfri Egils 10. febrúar sl. benti Frosti Sigurjónsson á annan valkost ef Ísland innleiddi nýtt peningakerfi sem XB hefur til athugunar: Seðlabanki Íslands gæti fjármagnað 250-300 milljarða. III. […]

Miðvikudagur 03.04 2013 - 09:16

20% Leið XB – Klókindi eða klúður?

Í umræðum kvöldsins á RÚV virtist Sigmundur Davíð hala í hálfa með loforð XB um 20% lækkun húsnæðisskulda skattgreiðendum/kjósendum að kostnaðarlausu. Áður átti að láta erlenda kröfuhafa í þrotabú Glitnis og Kaupþings/eigendur Íslandsbanka og Arion banka bera kostnaðinn. En nú er Sigmundur Davíð á því að ríkið hafi efni á slíkri niðurfærslu – þótt enn […]

Mánudagur 01.04 2013 - 18:47

Hugmyndir um nýtt peningakerfi

Happalaus peningastjórn er landlæg á landi voru. Haustið 1989 kom ég til Íslands í boði Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, til viðræðna um efnahagsmál.  Á fundi með ráðherrum nefndi ég m.a. að útlán bankanna hefðu hækkað 35-falt síðasta áratuginn og að svo hefði líka verið áratuginn á undan. Afnám hafta á fjármagnsflutningum til og frá Íslandi var […]

Sunnudagur 31.03 2013 - 17:25

Verðtrygging – Okurvextir

Í nýlegum pistli (Misþyrming á móðurmálinu.) benti Jónas Kristjánsson á nýyrðasmíði sem miðar að því að fegra athæfi sem almennt er fordæmt í samfélaginu: „Nýjasti frasinn er markaðsmisnotkun, sem er bara þjófnaður. Áður heyrðust umboðssvik og innherjasvik og þar áður skattasniðganga. Markmiðið er að forðast tal um þjófnað karla með hálsbindi.‟ Okurlánastarfsemi er almennt fordæmd […]

Höfundur

Gunnar Tómasson
Ég er fæddur (1940) og uppalinn á Melunum í Reykjavík. Stúdent úr Verzlunarskóla Íslands 1960 og með hagfræðigráður frá Manchester University (1963) og Harvard University (1965). Starfaði sem hagfræðingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn frá 1966 til 1989. Var m.a. aðstoðar-landstjóri AGS í Indónesíu 1968-1969, og landstjóri í Kambódíu (1971-1972) og Suður Víet-Nam (1973-1975). Hef starfað sjálfstætt að rannsóknarverkefnum á ýmsum sviðum frá 1989, þ.m.t. peningahagfræði. Var einn af þremur stofnendum hagfræðingahóps (Gang8) 1989. Frá upphafi var markmið okkar að hafa hugsað málin í gegn þegar - ekki ef - allt færi á annan endann í alþjóðapeningakerfinu. Í október 2008 kom sú staða upp í íslenzka peninga- og fjármálakerfinu. Alla tíð síðan hef ég látið peninga- og efnahagsmál á Íslandi meira til mín taka en áður. Ég ákvað að gerast bloggari á pressan.is til að geta komið skoðunum mínum í þeim efnum á framfæri.
RSS straumur: RSS straumur

Tenglar