Sunnudagur 18.11.2018 - 15:23 - Lokað fyrir ummæli

Að vera fíkill er verkefni margra í lífinu.

Fíkn einkennist af mörgu af stjórnlausri hegðun, getur verið margskonar skaðleg hegðun, fólk skaðar aðra og sig sjálfa. Hugsun, rökhyggja virðast ekki ná að stoppa fíkni hegðun og þó eins og Þórarinn Tyrfingsson kennir ef fólk nær að býða í nokkrar mínútur og hugsa ekki um fíknhvatana þá líður fíkninn hjá. Karlmaður í kynlífsfíkn getur farið afsíðis og hjálpað sér sjálfur og þá er hann laus við kynlífsfíknina (þetta kenndi læknir á Bylgjunni)

Fíkniefnin, fíknhugsanir, fíknhegðun drepur stundum skyndilega en önnur fíkn kemur eins og þjófur aftan að fólki og drepur hægt og sígandi.

Allir orðlausir, “ekki hann, ekki hún “ Fíknsjúkdómar fara ekki í manngreinarálit.

Það magnaða er að með alla fíkn má vinna með en meðferðirnar er margvíslegar. Sumir þróa með sér fíknsjúkdóma snemma á aldrinum aðrir seinna. Flestir neita að viðurkenna fíkn sína því það kostar miklar breytingar á lífinu, hugarfarinu og kostar mikla vinnu að halda sér frá sjúkdómnum. Fólk breytir um vinahópa, einangrar sig iðulega til þess eins að létta á erfiðinu sem fylgir því að standast eigin fíkn.

Þann 9. Október mátti lesa minningagreinar í Morgunblaðinu um unga konu Kristrínu Sæbjörnsdóttur sem brann inni í skelfilegu slysi á Selfossi sem sagt var frá í fréttum.

Minning um Kristrínu Sæbjörnsdóttur

Hún Krissa eins og hún var kölluð var vinkona okkar margra sem tóku glímuna með henni síðustu metrana. Mig langar að minnast hennar hér í DV grein.

Hvíl í friði Krissa mín, því miður vorum við bara saman í 10 daga en það varð til þess að ég gleymi þér aldrei. Sumar konur eru svo sterkar að þær ætla aldrei að sleppa, við vorum báðar þannig, létum ekki aðra segja okkur hvernig best væri að verða laus, frjáls, koma til baka. Mér tókst að ganga inn í næstu tjaldbúðir þar sem við biðum þín, en þú komst ekki og það var svo sárt elskan mín.
Eftir að lesa fallegar tregamiklar minningargreinarnar um þig í dag lagði ég í að skrifa hér nokkur orð til þín, því ég veit að frá himnum getur fólk séð allt, lesið allt og elskað alla því þar er enginn veikur af fíknsjúkdómum né öðrum.

Draumurinn þinn, eftir því sem ég best las í orð þín, þann stutta tíma sem við klifruðum fjallið saman, var sá einn að vera hin „fullkomna móðir“. Ekkert nema „fullkomin móðir“ eins og ætlast er til í samfélaginu okkar. Mömmur sko Krissa……

Engin móðir er fullkomin, en fyrir þér var bara fullkomleikinn í boði eða ekkert.
Svona var ég líka á þínum aldri og ég reyndi að segja þér hversu erfitt það er að reyna að vera fullkomin, fyrir aðra, en elska ekki sjálfa sig og í meðvirkni setja alla á undan eigin líðan.
Man að ég sagði þér um mína meðvirkni að „ef páfinn yrði óléttur væri það mér að kenna“. Við hlógum og þú kannaðist við tilfinninguna um að taka ábyrgð umfram það sem þú gast í raun.

Við jafnel deildum um „útlitsdýrkun“ kvenna og það var gott, tvær konur sem deila um tilgang lífsins eru ennþá á lífi.

Hvernig þú sagðir frá drengjunum þínum var óður til vonarinnar. Vonin um að geta verið til staðar, fullkomin, falleg móðir sem þeir væru svo stoltir af og treystu. Les í Mogganum að sonur þinn var óendanlega stoltur og elskar þig skilyrðislaust <3

„Pjattrófan þín“ sagði ég oft við þig, með varalitinn á vörunum alltaf og einn í handtöskunni sem þú slepptir aldrei.

Fúsleikinn til þess að sleppa vondu vímunni og finna hina óskaðlegu, sem er ókeypis, koma sér í frekari eftirmeðferð hjá snillingunum á VÍK fer ekki alltaf saman við aðstæður þriggja barna mæðra hvað þá kvenna með eigið fyrirtæki. Fordómar í garð kvenna í fíkn er slíkir að erfitt er að rísa upp.

Sektarkenndin dregur viljann frá mörgum fíklum þótt samfélagið telji fíkla ekki hafa slíkar kenndir, sem er alrangt.

Sektarkenndin dregur marga inn í neyslu og sektarkenndina þarf að afgreiða en ekki mata daglega og að hinn veiki þurfi að hlusta á úrtöluraddir jafnvel þeirra sem segjast elska okkur mest. Vandrataður vegur til þess að þókknast öðrum.

Fordómarnir gegn alkóhólisma, sér í lagi kvenna og hvað þá mæðra ungra barna, eru slíkir að aðeins aðrir alkóhólistar geta skilið sjúklingana sem og þeir aðstandendur sem aldrei gefast upp og sjá fólk rísa fullt af gleði í edrúmennskunni. Elska að vera edrú.

Það er hlutverk okkar að elska fólk til lífs en ekki yfirgefa það, það er mín trú í dag. Sjálf hef ég farið með dauðvona anorexiusjúklinga í meðferð, morfínneytendur eftir sjúkdóma sem náðu ekki að hætta og skömmin var engin um þær fíknir en fíknsjúkdómar eru flestir eins, löngunin í aðra líðan, betri líðan, kvíði og steita, uppgjöf.

Sumir þurfa margar tilraunir og ná því svo að sjúkdómurinn spyr ekki um viljann til þess að hætta, efnin verða frekar eins og súrefnið, lífsnauðsynleg-þar liggur lýgin og blekkingin. Sum lyf eru lífsnauðsynleg og gagnvart þeirri hugsun þarf líka að gefast upp, þeir hörðustu jafnvel eins og þú Krissa mín.

Elsku Krissa mín, ég bið að fjölskyldan þín minnist þín sem dóttur, móður og vinkonu, alla af vilja gerða en bara náðir þessu ekki í þessu lífi.

Fleiri og fleiri ná þessu ekki í þessu lífi <3

Þú umvefur drengina þína, móður og fósturföður, alla ættingjana og okkur „systur þínar“ í Kristi því þú gast talað um Jesú eins og sá sem er að drukkna og biður sína síðustu bæn.

Drottin minn blessaðu syrgendur og gef þeim styrk til þes að áfellast hana ekki, hún vara að gera sitt besta til þess að koma til baka. Það er mjög lýjandi að gera sitt besta en finna að það dugar ekki til.
Sjúkdómurinn spyr ekki hvort um unga þriggja barna móður er að ræða eða gamlan göturóna.

Sjúkdómurinn er hinsvegar þannig að ef fólk tekur aldrei fyrsta sopann, fyrstu lyfin, fyrsta grasið, fyrsta smókinn heldur þessi djövull sig langt frá fólki. Mannslíkaminn er ekki gerður fyrir eitur og nú hefur þú klæðst öðrum líkama, upprisulíkama, andlegum líkama. Svo er að sjá hvort bleiki varaliturinn dugi 🙂
Love you girl.

Margir velja að byrja aldrei neyslu, veit að það er von þín líka gagnvart þeim sem þú elskar.

 

Flokkar: Blogg

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Jónína Ben


er þekkt fyrir skrif sín, ræður og rit. Hún er háskólamenntuð í heilbrigðisvísindum, íþróttafræðum en stundaði meistaranám í hagfræði í tvö ár en skrifaði ekki lokaritgerð. Jónína er bæði elskuð og umdeild í íslensku samfélagi. "Mest þó elskuð" segir hún. Hún kemur skoðunum sínum, hugsjónum og gagnrýni til almennings og hefur mikil áhrif á líf margra með festu og þekkingu. Jónína kynnir sér mál og dregur svo ályktanir. "Ég les hratt og skrifa hratt, er fljót að sjá hvað skiptir heildina máli en svo meiga allir lifa í sínu einkalífi eins og þeir velja, kemur mér ekki við. Ég get virt allt fólk en mest þá menn sem halda í hugsjónir, trú og stefnufestu sína. Fólk sem lætur ekki "falsfréttir " eða tilfinningtengdan áróður villa sér sýn.

 
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar