Miðvikudagur 25.7.2018 - 10:22 - Lokað fyrir ummæli

Borgarstjóri Íslendinga veikur.

Þjóðin fann til með Degi B Eggertssyni þegar hann ræddi af einlægni um sjúkdóminn sem á hann herjar þessa dagana. Ýmsir sögðu, “já en hann er læknir, þeir eiga ekki að veikjast”. Það tekur alltaf á að fella grímuna sem opinber persóna, eign almennings. Sigurgangan hefst samt þar og auðmýkt er undanfari virðingar, eða svo er kennt.

Veikjast læknar líka.

Enn er til fólk sem lítur á lækninn sinn sem almáttugan, alvitran. Mest þó eldri kynslóðin.
Einnig eru til læknar sem virðast líta þannig á sig sjálfa. Hafa bara alltaf rétt fyrir sér.
Enginn hefur alltaf rétt fyrir.

Að auðmýkja sig er heldur ekki öllum gefið. Hroki er vörn sem auðvelt er að grípa til í stjórnmálum en virkar ekki gegn sjúkdómum, hvað þá þegar fólk ber sjúkdóminn utan á sér.
Dagur gerði þetta vel og þjóðin fann til samkenndar. Það er holl kennd þessi samkennd.

Til eru læknar sem neita að viðurkenna að það er ekki langt síðan það óhefðbundna var það eina sem íslensk þjóð átti. Þá voru þjóðráð best og eina lækningin. Konur gengu þar fremstar í flokki og læknuðu og líknuðu án þess að auglýsa manngæsku sína eða samkennd.

Læknavísindunum líkt og samfélagsgerðinni fleygir fram en líka aftur, kerfið bjargar sumu fólki betur en öðrum og læknavísindin í dag geta haldið fárveikum og öldruðum tifandi/lifandi lengur en fyrr í sögunni. Til góðs eða ills, það er umdeilanlegt.

Þeir læknar sem vinna með mataræði, hugarfar, hreyfingu, og umhverfisáhrif þurfa iðulega að líða fyrir skoðanir um að vera ekki nægilega vel að sér um vísindarannsóknir læknavísindanna, líkt og við sem ákváðum að fara ekki í læknisfræði heldur læra önnur heilbrigðisvísindi. Meirihluti Íslendinga líta á breyttan heim sem áskorun. Áskorun um nýja þekkingu og breyttar aðferðir. Margir missa sjálfstraust í að lækna sig sjálfir, líkt og Ísland út á við sýnist í dag og henda sér í fang þeirra sem hvetja ekki beint til sjálfsábyrgðar. Ætla að henda sér í fang stórþjóða.

Stjórnmálin eru eins, hvetja ekki beint til sjálfsábyrgðar því annaðhvort eru það kapítalistar sem elska að eiga allt eða vinstrimenn sem elska að stjórna og nú í seinni tíð vilja eiga allt. Eigna sér allt, gera allt fyrir völd.

Dagur B á alla mína samúð svo það sé á hreinu enda er hættulegt að blanda saman stjórnmálaskoðunum og mannkærleika. Hér með reyndi ég það. Tilfinningar eiga ekki að stjórna landinu eða borginni að vísu.Þetta lærði Dagur þegar borgarstjórnin setti viðskiptabann á Ísrael, vegna stríðs þeirra við Palestínu. Bann sem var fljótt dregið til baka því velferðarkerfi Íslands nýtur hugvits Ísraela á mörgum sviðum. Okkur var fyrirgefið enda hafna Gyðingar seint viðskipahagsmunum ekki frekar en við Íslendingar.

Gangi þér vel Dagur !

Við óskum borgarstjóranum okkar velfarnaðar því enginn vill sjá annan mann þjást þótt tekist sé á um Miklubraut í stokk eða borgarlínu, eða hvað það var nú kallað fyrir kosningar.
Þýska orðið yfir gigt er að vísu að vera andsetinn því fyrir tíma læknavísindanna þóttu þetta draugaverkir. Fólk þjáðist líkamlega og það í skömm. Gríska orðið er betra því þar eru gigtarverkirnir skilaboð frá heila till íkamans um ákveðið ójafnvægi. Í dag er það sýnt að gigt er raunverulegur sjúkdómur, verkirnir raunverulegir, ekki ímyndaðir. Þeir koma stundum og fara þegar við síst viljum.
Enn og aftur tengjast þeir röskun í ónæmiskerfinu en borgarstjóri útskýrði þetta vel. Ónæmiskerfið er ávalt besti læknirinn, það dafnar og myndast að miklu leiti í þörmunum. Þegar fólk fær í sig bakteríur sem það ræður ekki við að drepa finnur fólk oft fyrir síþreytu er með niðurgang og léttist. Síðan laumast gigtin að eins og þjófur að nóttu.

Ég þakka DV fyrir samvinnuna.
Það gamla er búið og nýtt tekið við.

Guð blessi Ísland og borgarstjóra landsins.

Flokkar: Blogg

Höfundur

Jónína Ben


er þekkt fyrir skrif sín, ræður og rit. Hún er háskólamenntuð í heilbrigðisvísindum, íþróttafræðum en stundaði meistaranám í hagfræði í tvö ár en skrifaði ekki lokaritgerð. Jónína er bæði elskuð og umdeild í íslensku samfélagi. "Mest þó elskuð" segir hún. Hún kemur skoðunum sínum, hugsjónum og gagnrýni til almennings og hefur mikil áhrif á líf margra með festu og þekkingu. Jónína kynnir sér mál og dregur svo ályktanir. "Ég les hratt og skrifa hratt, er fljót að sjá hvað skiptir heildina máli en svo meiga allir lifa í sínu einkalífi eins og þeir velja, kemur mér ekki við. Ég get virt allt fólk en mest þá menn sem halda í hugsjónir, trú og stefnufestu sína. Fólk sem lætur ekki "falsfréttir " eða tilfinningtengdan áróður villa sér sýn.

 
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar