Fimmtudagur 26.07.2018 - 09:58 - Lokað fyrir ummæli

Sala á bújörðum

.“Þetta eru bara tölur á blaði “
Bjarni Ármannsson bankastjóri, fyrir hrun.

Bjarni Ármannsson er kænn maður, hann sá að enginn innistæða var fyrir hagvextinum fyrir hrun og hafði vit á því að stökkva fyrir borð og gerir það gott í dag. Íslensk stjórnvöld ættu að hlusta áþessi orð hans, því þau eiga enn við. Sér í lagi þegar kemur að kaupum og sölu á íslenskum landareignum í gegnum erlenda sjóði eða fjárfesta.

Erlendis í um 25 ár.
Ég er þjóðernissinni en ekki rasisti og tilheyri víst ekki “góða fólkinu “ sem heldur að allt fáist fyrir ekkert með aðstoð ESB. Einmitt !
Eftir að búa meðal margra þjóðflokka, litarhátta, trúarbragða, velferðakerfa í fjórum löndum í yfir 25 ár, erlendis, er þjóðernið mitt íslensk.

Gott fólk finnst í öllum heimsálfum en vítin ber að varast enda misjafn sauður í mörgu fé.

Bara eitt Ísland
Það er hinsvegar bara eitt Ísland, ein þjóð (fólk með landvistarleyfi er velkomið sem og gestir/túristar) Fólk sem duglegt er að vinna störf sem virðast ekki Íslendingum samboðin, við aðstæður sem eru jafnvel þó ekki alltaf heilsuspillandi. Fólkið sem við nærumst og þrífumst á en virðum ekki nægilega mikið.

Má kaupa íslenskt land með erlendum kennitölum ?
Er hægt að kaupa íslenskar jarðir og auðlindir eins og hver og einn ræður við með afslátt á íslenskum gjaldmiðli. Sterk króna en veik stjórnsýsla er ávísun á nýtt hrun.
Svona grandvaraleysi stjórnvalda í málum sem þessum bara hvarflar ekki að þorra almennings, hefur ekki svona hugmyndaflug í að sjá þetta gerast. HFF er skamstöfun mótmælenda og afsakið orðbragðið, svona leið mér við lestur greina Moggans um EES reglugerðir um landarkaup.

“Íslenskir viðskiptafélagar “
Morgunblaðið hefur tekið saman uppkaup auðmanna og “íslenskra viðskiptafélaga” á laxveiðám og jörðunum í kring um þær. Fjörtíu jarðir bara fyrir Austan.
Tvær greinar hafa birts á miðopnu Moggans að vísu loðnar (leiðinnlegar greinar) af sölusérfræðingum frá Lex lögmannastofu, sem reyna að segja okkur í mjög löngu máli og flóknu að samkvæmt EES samningum sé þetta löglegt.

Milljarðamæringar að moka upp landi og laxinum.
Ha ! Fá þeir að kaupa jarðir og ár, rennandi ferskt vatn, eins og þá dreymir um. Pönkast á fátækum bændum ? Er ekki málið að ganga í ESB líka og lækna endanlega þjóðernisrembuna í þóðernissinum ?
Draumur gráðugra er sá mestur að græða meira og mikið er ekki nóg.
Okkur var ekki kennt í Kristinfræði í skólum, áður en það var bannað að “græðgi (hvort heldur völd eða peningar) væri “rót alls þess sem illt er ? “

Til hvers “Þorskastríð” þá ?
Við seljum ekki íslenskt land ekki íslenskar auðlindir og stöndum vörð um það sem er okkar líkt og við gerðum í Þorskastríðinu.
Stöndum vörð um Ísland, landið og miðin. Við erum ekki að horfa á erlenda ofurjarla okkar kaupa upp landið.
Það er ekki séns að menn séu í “góðmennsku” að bjarga bújörðum og laxastofningum, slík réttlæting er barnaleg.

Vatnskortur er ógn við heiminn en líkt og fjárfestar Íslands með fé almennings í geymslu bankanna reyndu að selja Orkuveituna til Bretlands á sínum tíma, jafnvel áður en þeim tókst að kaupa hana, hefur vonin um skjótan gróða í raun ræst nú í þessum löglegu en siðlausu viðskiptum á eignum jarðareigenda.

Daður við auðmenn.
Það er svo smart að þjóna og þjónka útlendingum sem eiga dygra sjóði í erlendum földum félögum, það er spenna fólgin í því að daðra við það sem er nýtt.
Það eru hlutfallslega jafn margir útlenskir auðlindaræningjar til og innlendir, jafn margir gráðugir milljarðamæringar hlutfallslega og hér og reiknið svo.
Fólk sem rænir aðra sparnaði sínum t.d. ellilífeyri, eignum og æru fá aldrei nóg, mikið er ekki nægilega mikið milljarður er klink.

Stolt Íslendinga er landið, aulindir, tungumál og menning, niðurlægingin er hinsvegar skortur á sjálfstrausti. Það öfundar enginn milljarðamæringa, vorkenna þeim frekar-kampavín og kavíar í öll mál. (grín)

Að kjósa yfir sig “Falið vald”
Ísland verður seint selt án mótmæla, ekki frekar en landhelgin á sínum tíma. Fólk er ekki til í annað leikrit sama hvað skrifað er og sagt er. Heilsa þjóðarinnar er að veði, almenningur vill ekki frekara arðráðn, misskiptingu, lygar og blekkingar.

Til hvers Þorskastríð og það að hafa umráð yfir 200 mílna landhelgi, þegar sömu sjóræningjarnir geta veitt fiskinn okkar í landinu, keypt náttúruna sjálfa/landið sjálft fyrir “bara tölur á blaði” í x-el skjali (fyrir þá sem vita ekki hvað x-el skjal sem gott er að nota í skipulagningu viðskipta en einnig gott skjal til þess að blekkja til um hagnað og eignir.

Gyðingar.
Við ættum að taka Ísraela okkur til fyrirmynda, þeir selja aldrei landið sitt, þótt þeir séu óttalegir gyðingar í viðskiptum eins og við reyndar líka. Við viljum ekki þurfa að nota vopn í þeirri baráttu að halda landi.

Við breytum þessu sjálf kjósendur, ekki með aðstoð Breta eða Þjóðverja svo mikið er víst.

Guð blessi Ísland.

Flokkar: Blogg

«
»

Lokað fyrir ummæli.

Höfundur

Jónína Ben


er þekkt fyrir skrif sín, ræður og rit. Hún er háskólamenntuð í heilbrigðisvísindum, íþróttafræðum en stundaði meistaranám í hagfræði í tvö ár en skrifaði ekki lokaritgerð. Jónína er bæði elskuð og umdeild í íslensku samfélagi. "Mest þó elskuð" segir hún. Hún kemur skoðunum sínum, hugsjónum og gagnrýni til almennings og hefur mikil áhrif á líf margra með festu og þekkingu. Jónína kynnir sér mál og dregur svo ályktanir. "Ég les hratt og skrifa hratt, er fljót að sjá hvað skiptir heildina máli en svo meiga allir lifa í sínu einkalífi eins og þeir velja, kemur mér ekki við. Ég get virt allt fólk en mest þá menn sem halda í hugsjónir, trú og stefnufestu sína. Fólk sem lætur ekki "falsfréttir " eða tilfinningtengdan áróður villa sér sýn.

 
RSS straumur: RSS straumur

Flokkar