Ég er núna fyrst að hraðlesa blöð undanfarinna daga. Það er mikið verk og seinlegt – enda situr það oft á hakanum hjá mér. Slangur af blaðagreinum hér, uppfært slitrótt og af handahófi. Þetta var í laugardagsblaði Moggans – frábær Halldór að venju og pælingar Víkverja dagsins:
Skyldu ráðamenn aldrei bligðast sín, lesa þeir aldrei blogg. Verð þá að vona að þeir hafi a.m.k hnotið um Víkverja Morgunblaðsins á laugardag. Eitt lítið sannleikskorn sem hitti einhvern þeirra fyrir þannig að hann gangist við ábyrgð sinni, fyrr er ekki hægt að byggja upp nýtt Ísland. Nú er frost á Fróni.
Sæl.
Frábær síða hjá þér, er hins vegar að velta því fyrir mér hvernig þú tekur upp þessar video klippur.
Ég kann lika betur við mig í hlýju veðri en köldu!
einsog Baggalútur stakk uppá, látum IKEA kaupa okkur.
Mér datt í hug þetta ljóð eftir Stein Steinarr.
Í draumi sérhvers manns er fall hans falið.
Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg
af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið
á bak við veruleikans köldu ró.
Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir
að mynda sjálfstætt líf, sem ógnar þér.
Hann vex á milli þín og þess, sem lifir,
og þó er engum ljóst, hvað milli ber.
Gegn þinni líkamsorku og andans mætti
og öndvert þinni skoðun, reynslu og trú,
í dimmri þögn, með dularfullum hætti
rís draumsins bákn og jafnframt minnkar þú.
Og sjá, þú fellur fyrir draumi þínum
í fullkominni uppgjöf sigraðs manns.
Hann lykur um þig löngum armi sínum,
og loksins ert þú sjálfur draumur hans.
Steinn Steinarr
Mér finnst að það þurfi fyrst og fremst að rjúfa tengls stjórnmálaflokka og embættismannakerfis. Þeir sem sitja á Löggjafaþinginu eiga að sjá um að setja lög en ekki að vera að stússast í stöðuveitingum í nefndum og öðru. Háskólarnir gætu frekar séð um alla þessa nefndavinnu. Þar þarf að byggja einhvern farveg og samtenginu. Nota hugvitið. Almennt séð erum við Íslendingar ágætlega greindir og hugmyndaríkir, bara svolítið óþroskaðir og vanþróaðir á sumum sviðum, en alveg hægt að kippa því í liðinn…Bara kippa og svo fer það í liðinn. Stöðuveitingar í Dómskerfinu eiga að vera í höndum þess sjálfs. Það þarf að smíða algjörlega nýtt Íslenskt kerfi miðað við Íslenskar aðstæður af mjög breiðum hópi einstaklinga sem ekki eru tengdir flokkspólitískum böndum heldur frekar þá innan Háskólaumhverfisins. Mér finnst að Háskólarnir þurfi að vera sterkara afl í Íslensku samfélagi, vera Fimmta Valdið og miklu virkari í mótun, ráðgjöf og áhrifum á þróun Þjóðfélagsins. Þöggunin var skelfilega mikil bæði innan Háskólanna og einnig hjá Fjölmiðlum. En ef maður lítur svo til Löggjafaþingsins okkar og spyr: Hvað fer mikill tími, fyrirhöfn og málatilbúnaður bara í að fylgja fram ákveðnum hagsmunum síns flokks, gjörsamlega alveg burtséð frá hagsmunum heildarinnar, þessara u.þ.b. 330.000 Íslendinga sem byggja þessa eyju, bara svona fílingur…“Minn flokkur er sko betri en þinn“, „Ég skal sko ná mér niðráonum í næstu lotu“, svona blaðri en þó þokkalega launuðu blaðri. Það þarf að finna einhvern nýjann flöt á þessu. Við erum alltof fá til skaða hagsmuni hvors annars í einhverjum hugmyndakerfum. Vinstri—Hægri…..ef menn bara komast niður á jörðina og horfa á hvorn annann, hvað aðskilur nema kreddur og kannski peningar ? En af hverju aðskilja peningar okkur frá hvert öðru ? Ég á þyrlu en ekki þú he he he
Hin mikla leiksýning
var loks á enda.
Eins og logandi blys
hafði leikur minn risið
í hamslausri gleði
og friðlausri kvöl,
uns hann féll á ný
í skoplegri auðmýkt
til upphafs síns.
Það var lífið sjálft,
það var leikur minn.
Og ég leit fram í salinn
og bjóst við stjórnlausum fögnuði
fólksins.
En þar var enginn.
Og annarleg kyrrð hvíldi yfir
auðum bekkjunum.
Steinn Steinarr.
Bestu kveðjur frá Kalla Tomm úr Mosó kæra Lára Hanna.
´Mér finnst spillingin hafa líka náð víðar um þjóðfélagið undanfarin ár.