Ég er orðin úrvinda af þreytu. Ekki bara eftir að standa vaktina nánast allan sólarhringinn 7 daga í viku undanfarið ár í sjálfboðavinnu. Það sem gerir mig endanlega kúguppgefna er að fá aldrei frið fyrir reiðinni, vonleysinu, örvæntingunni og óréttlætinu. Sjá aldrei einu sinni glitta í réttlæti og vonarglætu. Dag eftir dag, viku eftir viku þurfum við að horfa upp á subbulegar eiginhagsmunaklíkur valdakerfisins undirbúa sölu þjóðarauðlinda til einkaaðila – erlendra ef því er að skipta – og hygla sér og vinum sínum á kostnað okkar hinna. Maður er með æluna uppi í hálsi á hverjum einasta degi og reiðin þenur hverja taug. Er ekki kominn tími á alvörubyltingu?
DV í dag, 18. ágúst 2009 – Takið eftir að auðjöfurinn fær að halda kvótanum sínum!
Árni Páll Árnason, frjálshyggjustrumpurinn i Félagsmálaráðuneytinu 4. ágúst 2009
Ég skora á alla Íslendinga sem vettlingi geta valdið að fara niður i Austurstræti 16 – Apótekshornið (gamla Reykjavikur Apótek þar sem Óli blaðasali stóð alltaf) þar sem skilanefnd Landsbankans er til húsa. Stoppa alla umferð á horninu. Félagsmálaráðuneytið er til húsa i Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Hvað segið þið um hádegið á morgun, miðvikudag? Láta heyra i sér – hringja i ráðherra og þingmenn, senda tölvupósta – MÓTMÆLA SVONA RUGLI!
Viðbót: DV 18. ágúst 2009 kl. 15:49
Matthías: Þykir þér málið ekki tengjast þér? Við munum öll þurfa að greiða þessar afskriftir í gegnum samfélagslega þætti.
Þeir segja að ekki standi til að afskrifa. Það er þó alveg ljóst að eignir duga langt í frá fyrir skuldum, skuldir á 12. og 13. veðrétti verða því augljóslega ekki greiddar og þar með þarf að afskrifa þær.
Ef það lítur út eins og hæna, gaggar eins og hæna og lyktar eins og hæna – er það vafalaust hæna. Afskrift er afskrift, hvort sem að hún kemur til strax eða eftir eðlilegt uppgjör félagsins.
Ég væri alveg til í að vita þetta allt saman en hvernig kemur þetta mér við?
Með svona undirtektir er engin ástæða til að vera uppgefin Lára Hanna. Þú mátt vera stolt af þínu verki við að halda úti upplýstri umræðu. Maður finnur að fólk er orðið miklu meðvitaðra um spillingarógeðið sem ríkt hefur frá því að Davíð og Halldór einkavinavæddu eignir ríkisins með jafn skelfilegum afleiðingum og raun ber vitni.
Ég hef enga trú á að þú hættir núna. Við erum rétt að hitna!
Viðbót
Færsla nr. 95 segir allt sem segja þarf og rúmlega það. Íslendingar eru ofdekruð þjóð mótmælir með því að stofna facebook mótmæli, safna undirskriftlistum. nöldra á kaffistofum hvað ástandið sé svo lélegt og óréttlátt en hvað gerir það ? fær sér meira kaffi og nöldrar … Í raun er búið að heilaþvo okkur að við erum orðin að grænmeti og það er hlegið að okkur erlendis. Ég vill fara að sjá 100.000 manns marsera að alþingi, bönkum og öðrum lánafyrirtækjum og bera þetta lið út með valdi fyrst það er hægt að smala saman 80.000 manns á Gay Pride, 30.000 á Fiskidaginn á Dalvík … en aðeins um 3.000 mættu á samstöðufund vegna IceSave … er fólk bólufreðið ? of upptekið að stofna mótmælalista á facebook ? hvað er (afsakið orðbragðið) helvítis málið með okkur íslendinga ??? það fer að smella á menningarnótt, það má búast við 80.000 – 100.000 manns og þá væri tilvalið að láta verða af þessu, og gera UPPREISN TAKK, Power To The Peopleog það STRAX !!!
Þið getið bókað það að það er búið að afskrifa milljarða tugi þeirra sem settu okkur í þessa aðstöðu og svo kemur ekki til greina að afskrifa okkar skuldir HALLÓ !!!
Tíminn nálgast óðfluga. Ég verð klár þegar hann kemur.
Kveðja að norðan.
Það á ekki að vera með pirring, það gerist ekkert þannig.
Það sem virkar er að gera menn hrædda, það virkaði í janúar.
Færsla nr. 26 er snilld. Segir allt sem segja þarf.
Þakka þér Lára Hanna fyrir að eyða orkunni í að halda úti besta bloggi Íslands.
Vona svo sannarlega að það verði mætingarmet í dag og almenningur átti sig á að, eina vopnið okkar er samstaða til að ná fram réttlæti og breytingum á eyjunni fögru.
Lifi byltingin !
Og þessi ríkisstjórn er meira en vanhæf, hún er sakhæf og ber að draga hana fyrir dómstóla fyrir svik, lygar og leynimakk, segið af ykkur eða verið borin út með valdi, ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessu smjaðri að þetta og hitt hafi náðst að klára á 100 dögum þegar vanskil íbúðarsjóðs hafa aukist um 80% bara á þessu ári, hvernig ætli staðan hjá öðrum lánastofnunum sé ?
Allir skuldarar sem gerðu ekkert annað af sér en að taka lán til að koma yfir sig þaki sameinumst öll sem eitt, þegar sú tala er lögð saman fáum við út x milljarða og heimtum sömu afskriftir og þessir útrásarvíkingar, annað er ekkert nema sanngjarnt, um næstu mánaðarmót er ég farinn í greiðsluverkfall, ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessum viðbjóði sem þessir menn komast upp með og við almenningurinn látin borga brúsann.
Takk fyrir alla frábæru pistlana þína, Lára Hanna.
Matthías, þú ert kannski fyrst og fremst að nöldra yfir þessu þar sem bankastjóri Landsbankans er faðir eiginkonu þinnar? Þetta er bara siðleysi af hæstu gráðu og það ætti að dúndra þessum gauk í steininn með því sama.
Í dag er orðið bylting margnotað og undir flestum kringumstæðum endað með lotinn haus og hendur í
vösum. Ef eitthvað hefur áunnist hefur það jafnan verið rifið niður af jafnvel þeim sem byltingunni komu
á. Í sjónvarpinu okkar allra landsmanna og hvers einstaklings inn á heimili eldri en 16 ára, sagði frá því fyrir örstuttu að maður hefði farið út fyrir mörk rósemdar og hagað sér flónskulega hjá innheimtustofnun og sópað m.a. af borðum sem nær voru. Eftirfarandi hugmyndafræði var send ruv-tv sama kvöld og segir nýjan sjónarhól sama málefnis og jafnvel sjálf fréttin sem var fréttin farið fyrir lítið ef segja má svo
Mig sætir furðu þegar hugsar er til rógsemd Íslendingins sem átti 2 milljónir í ávöxtunarsjóði banka síns en skuldaði samt eina milljón hér réði það lögmál að hann var ekki búinn að nota arfinn til að borga upp skuldina. Það hlyti að vera í lagi að geyma það til morguns. Svo kom nýr dagur með bankahruninu og honum tilkynnt að milljónirnar 2 væru horfnar en þó ekki alslæmt því að hann skuldaði enn milljónina góðu. Þessi maður lyfti ekki einu sinni upp augnabrún slík var rógsemd hans að erlendir fræðimenn hafa síðan leitað hér upp á klakkann til að virða fyrir sér slíkt fyrirbæri.Sú saga þegar loksins kemur glaðingur í veskið og er frétt hjá ykkur hjá Ruv að viðkomandi sem kom að tómum kofanum og glaðningur hans horfinn og varð snæluvitlaus er frekar vottur um að þjóðin sé að vakna af dofanum eftir síðustu áföll. Fréttin hjá ykkur hefði verið verðmætari ef þið hefðuð náð viðtali við rógsemdarmanninn í dæminu á undan og dreift henni vítt og breitt um heiminn.
Með bestu kveðju, Baldvin Nielsen
Sæl, sama aðdáun og áður en fréttin er að öllum líkindum röng eða allavega ekki staðfest. Kannski skiptir það ekki máli, maðurinn er glæframaður, en eru þessi endalausu hysteríuköst í viðbrögðum nauðsynleg??
Í þessu tilviki er það sem ég kalla „raunveruleika“ mínar skoðanir.
Æ já, ég gleymdi þessu með einkaréttinn á raunveruleikanum. Takk fyrir ábendinguna.
Tek það fram að í fyrri færslu minni er ég að vísa til þess
Nú
Merkilegt þetta hugarfar kleptókrata og siðblindinga eins og Mattíasar að þeir sem stela eru bara nógu gáfaðir til að stela.
mmm, unaðslegt. spillingin veitir mér andlega fullnægju
Að gefnu tilefni er traust almennings til bankanna í núlli – það ætti að vera augljóst af hverju og of langt mála að telja upp hér, en má t.d. nefna: skuldir starfsfólks afskrifaðar, útlánastefna bankanna afar glæfraleg og skattgreiðendur þurfa nú að borga brúsann, vísbendingar um miklar afskriftir lántakenda (sbr. t.d. grein Finns Sveinbjörns þar sem hann segir að hann verði að afskrifa til að minnka atvinnuleysi í landinu).
,,Við eigum þetta, megum þetta og munum komast upp með þetta!“
Lengi lifi siðbótin á Nýja Íslandi !
Enn ein afurðin frá skrýmsladeild Logos.
„Stjórnendur Straums-Burðaráss hafa lagt það til við kröfuhafa bankans að þeir fái 10,8 milljarða króna í bónusa á næstu fimm árum samkvæmt heimildum DV. Starfsmanna Straums bíður það verkefni að vinna að því á næstu árum að fá hármarksverð fyrir eignir bankans.
Þeir vilja fá bónusana fyrir að vinna þessa vinnu.“
DV 18.08/2009
Hin svokallaða siðbót eða hin stórskemmtilega flétta „Millistjórnendum ýtt uppá við“
Óttar Pálsson forstjóri Straums er lögfræðingur að mennt og leiddi áður lögfræðisvið Straums. Hann tók við forstjórastarfinu starfinu af William Fall sem lét af störfum þegar bankinn var yfirtekinn af Fjármálaeftirlitinu. Óttar var einn af „toppunum“ hjá lögfræðistofunni Logos þar sem hann starfaði á árunum 2001 – 2006. Hann hafði m.a. Actavis og Icelandair á sinni könnu.
„Dæmdur“ innherji
Fjármálaeftirlitið sektaði Óttar vegna innherjaviðskifta 19. mars 2004 en á þeim tíma starfaði hann fyrir lögfræðistofuna Logos. Sektin var upphaflega ákveðin 500.000 kr. en með ítrekuðum áfrýjunum tókst honum að pressa hana niður í 50.000 kr. Lengi lifi siðbótin á Nýja Íslandi…
http://www.vidskiptaraduneyti.is/UrskVegnaFjarmala/nr/1788
Merkilegt þetta hugarfar kleptókrata og siðblindinga eins og Mattíasar að þeir sem stela eru bara nógu gáfaðir til að stela. Þeim sem er stolið frá, eru bara ekki nógu klárir að láta stela frá sér. Svo er líka alltaf allt ótengt hvert öðru. „Það er einfaldlega allt annað mál“. Sjá ómögulega samhengi hlutanna. Líkast til ekki hægt að kenna þessu fólki um að vera vitskert í hægra heilahvelinu. Þessi addi er fyndinn líka þegar hann talar um alvöru peninga. Eru það pappírsbleðlarnir eða tölurnar sem bankamennirnir ákveða að hafa á tölvuskjánum. Veit allt um smáatriðin en aftur, skortir alla yfirsýn.
Zeitgeist: Addendum miðvikud. kl.23.20 á Rúv fyrir þá sem hafa áhuga á þessu yfirskilvitlega fyrirbæri, peningum.
Takk Lára Hanna fyrir að leiða byltinguna.
JR Seinni málsgreinin eru orð í tíma töluð.
Þakka þér Lára Hanna fyrir allar þínar upplýsinga og halda okkur við efnið !
Hvers vegna fáum við bara fréttir af því að verið sé að gefa afslætti af skuldum, en engar fréttir af því að verið sé að ganga að eigum fólks ???
Þakka þér kærlega fyrir þitt framlag sem er vægast sagt ótrúlegt: ) Og þakka þér fyrir að þora að hafa skoðanir og virða skoðanir annarra.
Kurteisi er kannski afstæð, en þetta fannst mér ókurteisi: „Gæti verið að þú sért „úrvinda af þreytu“ vegna þess að þú æsir þig upp við hvert tækifæri?
En vertu kurteis, það borgar sig alltaf. Var ég það ekki
Góður pistill Lára Hanna. Ég væri bara úrvinda ef ég væri ekki komin núna úr sumarfríi, ég fyllist oft vonleysi yfir því að sama fólkið og var logið að og logið að og logið að láti núna blekkast aftur af
Ætlaði ekki Kaupþing jafnvel að fella niður skuldur Björgólfsfeðganna? Kaupþing tók við beiðni (tilboði) Björgólfsfeðga um m.a. niðurfellingu skulda.
Matthías… þú mátt alveg hafa þá skoðun að þér komi ekki við hvernig verið er að gera upp bankana, hvað er afskrifað og hjá hverjum og hvað stendur út af sem við skattgreiðendur þurfum að borga. Þér er líka frjálst að tjá þig um þær skoðanir þínar, bæði hér og væntanlega víðast hvar annars staðar. En vertu kurteis, það borgar sig alltaf.
Og þótt þér finnist þér ekki koma þetta við hef ég engu að síður fullt leyfi til að finnast mér koma það við og hafa skoðanir á því.
Það svíður sárt að sjá þessa „herramenn“ sem í sameiningu komu þjóðarbúinu á hausinn lifa kóngalífi á meðan við hin þurfum að horfa í hverja krónu og erum hreppt í skuldafangelsi. Ekki svíður minna að sjá hvernig skilanefndir bankanna stuðla að því að festa hér í sessi þá svívirðilega óréttlátu skiptingu auðs og lífsgæða sem gróðærið færði okkur.
Ég er ekki fréttamaður, bara venjuleg kona úti í bæ. Miðaldra húsmóðir í Vesturbænum, eins og ég kalla mig stundum sjálf. Er alla jafna frekar orðvör og fordómalaus og rýk ekki upp til handa og fóta við hvert tilefni. En ég er orðin ansi þreytt á að horfa upp á spillingu og hróplegt misrétti alls staðar í kringum mig. Ætli mér sé ekki óhætt að segja að við séum velflest orðin þreytt á því.
Matthías:
Takk fyrir Lára Hanna fyrir að standa vaktina og meira enn það, það er gott að geta fylgst með bæði skrifum þínum og upptökum, ég er að vinna eins og margir aðrir Íslendingar 11 klst. að jafnaði á sólarhring og missi mjög oft af umræðunum og fréttum. Og vill fylgjast sem mest með, eiginlega bara þjóðfélagsleg skylda.
Er ein af þeim sem tók þátt í mótmælunum sl. haust og vetur, og var ánægð með
Blessaðu hættu þessu rausi Matthías, þú ert kominn langt út fyrir það sem málið snýst um hér, og í rauninni alveg dead boring…
Seðlabankanum BER að tryggja að verðbólgan sé innan þessara marka.
Í lögum um Seðlabanka stendur:
„Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi. Með samþykki forsætisráðherra er Seðlabankanum heimilt að lýsa yfir tölulegu markmiði um verðbólgu.“
Þannig að nei, honum ber ekki að tryggja að verðbólga sé innan ákveðinna marka.
komið með kl hvað og ég mæti
Hvað kemur Stím málinu við?
Matthías… ég get ekki vísað í vísisfrétt sem ekki var búið að birta þegar ég birti bloggið.
Það liðu nokkrir klukkutímar (og ansi margara athugasemdir) frá því frétt Vísis birtist þar til ég setti hana hér í athugasemd.
Hér er hægt að lesa um Stím-feðgana og Grundfirðingana. Þetta er allt samhangandi.
Jón S, ég er fullkomlega sammála þér !! Stundum finnst mér í alvöru talað að Íslenska þjóðin eigi þennan harmleik skilinn. 80 þús á gay gönguna, 3 þús á icesave mótmælin, samningur sem mögulega getur skaðað sjálfstæði landsins, alvarlegasti samningur Íslandssögunnar.
Hvað er að þessari (fyrrum) duglegu og stoltu þjóð ??? Við erum hægt, en örugglega, að breytast í hjólhýsahyski í hugsun og þar á eftir í verki !!
Á þessum myrku og jafnframt stórmerkilegu tímum þá eru vinsælustu fréttir Eyjunnar að katie price stríði pabbanum, britney sé lostafull í bleiku..etc..
Vissulega er mörgum heitt í hamsi þegar afskrifa skal landráðaskuldir útrásarhóranna, en þessi réttláta og eðlilega reiði landans ristir ekki dýpra en svo, að þegar tugþúsundir Íslendinga seru atvinnulausir og ALLIR Íslendingar hafi tapað miljónum í þessu rugli, þá mæta færri til mótmæla en þeir sem venjulega mæta á venjulegt sveitaball !!
Það er nefnilega þannig að meira að segja þeir sem skuldlausir voru fyrir hrun hafa einnig tapað mjög miklu, t.d
Ég tek lítið mark á PR-fulltrúum almennt, reynslan hefur sýnt það í gegnum tíðina að þeir og greiningardeildir bankanna segja það sem þeim er ætlað að segja, líkt og áróðursmálaráðherra Saddam Husseins forðum.
Þessvegna tel ég mun álitlegra að þetta verði gert fyrir framan opnum tjöldum, því nú þegarh hafa komið fram dæmi þar sem kvótagreifar eru með astoð bankanna, að skilja eftir skuldir til handa almenningi að borga svo sem Stím-feðgar og Soffaníus Cecilsson á Grundarfirði. Ef svoleiðis á að viðgangast, þá á að svipta mennina kvótanum, láta hart mæta hörðu, ganga að þeim þannig að yfirstéttin greiði jafnt og í fullkomnu jafnræði við almenning sem á að punga út fyrir græðgi þeirra og sukkveislum næstu áratugina.
Réttlæti er ofar bankaleynd, bankaleynd hér á landi er eingöngu notað til að hylma yfir glæpum, fjársvikum og afskriftum til handa einkavinum frjálshyggjunar framar hagmsmunum eigenda bankanna sem eru þjóðin í landinu.
Matthías… ég get ekki vísað í vísisfrétt sem ekki var búið að birta þegar ég birti bloggið. Þú ert nú búinn að bæta úr því, takk fyrir það.
Og staðreyndirnar sem ég vil fá upp á borð eru ýmsar, t.d. 1) Hvað skuldar Magnús bankanum mikið a) persónulega og b) fyrirtæki í eigu hans? 2) Hvert er verðmæti kvótans sem Magnús hefur yfir að ráða og hve mikið er hann veðsettur? 3) Hafa einhverjar eignatilfærslur orðið hjá Magnúsi síðan fyrir hrun og ef svo er, þá hverjar?
Þetta eru örfá dæmi um staðreyndir sem ég vil fá upplýst um í svona málum – og ekki bara hjá þessum tiltekna einstaklingi.
Vil við þetta bæta að mér finnst það hrikalega lélegt „fréttamennska“ (eða vont bloggsiðferði) að vísa ekki á vísisfréttina í þessu samhengi.
EINKAVÆÐING GRÓÐANS OG ORKUNNAR
ÞJÓÐNÝTING SKULDANNA
Nægir þetta þér, Matthías? Að hinn aðilinn vísi bara á bug en neiti að greina frá neinum staðreyndum?
Hvaða staðreyndum Lára Hanna?
Já, þetta nægir mér í bili.
„Það er alveg af og frá að lán til Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, hafi verið afskrifuð. Hvorki lán til hans né nokkurra félaga á hans vegum hafa verið afskrifuð. Við munum fyrst ganga að öllum þeim veðum sem liggja lánunum til grundvallar,“
Hvaða „staðreyndir“ viltu?
„Er ekki kominn tími á alvörubyltingu?“
ÞETTA ER ALGJÖR HNEYSA!!! HVERJIR SITJA EIGINLEGA Í SKILANEFND LANDSBANKANS. ÞAÐ Á EKKI AÐ GEFA ÞESSUM AUÐPUNGUM NEITT EFTIR. ÞEIR EIGA AÐ BORGA SÍNAR SKULDIR EINS OG VIÐ. MAGNÚS HLÝTUR AÐ EIGA GÓÐA VINI Í SKILANEFNDINNI GJÖRSPILLTU. ÞJÓÐIN KREFST ÞESS, AÐ MAGNÚS GREIÐI SÍNA SKULD OG AÐ APÓTEK KARLS WERNERSSONAR, LYF OG HEILSA, APÓTEKARINN OG SKIPHOLTSAPÓTEK VERÐI GERÐ UPPTÆK UPP Í ÞAÐ, SEM HANN HIRTI ÚR SKILASJÓÐI SJÓVÁR.
Nægir þetta þér, Matthías? Að hinn aðilinn vísi bara á bug en neiti að greina frá neinum staðreyndum? Lestu þetta .
Anda með nefinu.
http://visir.is/article/20090818/VIDSKIPTI06/781770645
Það er algjörlega óþolandi að fella niður skuldir fjárglæframanna og sjálfsagt að mótmæla því.
ÉG ÆTLA AÐ MÆTA NIÐUR Á AUSTURVÖLL KL 17 Í DAG, ÞETTA VERÐUR MITT FYRSTA SKREF Í AÐ STÖÐVA ÞENNANN VIÐBJÓÐ, VEIT ÉG FÆ EKKI MIKIÐ ÁOKAÐ EINN OG VÆRI ÞVI GAMAN AÐ HITTA FLEIRI ÞARNA – BÝ MIG UNDIR ÞAÐ AÐ ÞURFA JAFNVEL AÐ GISTA FANGAGEYMSLUR Í NÓTT MISSI ÉG STJÓRN Á SKAPI MÍNU.
Mótmæli er hægt að útfæra
Ég mæti Lára Hanna!
Takk fyrir að standa vaktina fyrir okkur og hvetja okkur til að halda baráttunni áfram.
Á morgun miðvikudag klukkan 12.00.
Linka þessa bloggfærslu þína inná facebook og hvet fólk til að mæta.
Hvet jafnframt aðra bloggara til að gera slíkt hið sama.
Íslendingar munu ekki gera rassgat – hvorki nú né „með haustinu“.
Hættið að grenja á netinu og bíða eftir mannskap til að halda í hendina á ykkur meðan þið vælið um óréttlæti.
Það rann upp fyrir mér fyrir nokkru síðan að þetta verður tekið á einstaklingunum ekki hópnum.
Hópurinn hefur bara áhuga á að flykkjast á hommahátíðir eða í Kringluna, leyfum honum það bara. Afi gamli mun taka í lurginn á þessum aumingjum þegar þeir fara yfir móðuna miklu.
Bloggið er ágætt til síns brúks en í alvöru , ég vona að þið gerið ykkur grein fyrir því að þetta bloggrugl er bara orðið eitt risastórt kollektíft snuð. Ventill fyrir reiðina – Hóprúnk – Kallið þið það sem þið viljið en tilgangslaust er það, svo mikið er víst.
Íslenskir karlmenn- nú er komið að ykkur , sýnið af ykkur smá dug – leggið niður rakakremið og sjonvarpsvísirinn, slítið netkapalinn úr sambandi og takið til handinni á þessu guðsvolaða glæpalandi -uppá eigin spýtur- einir ef þess þarf…fökkin Lone Wolf style.
Þetta er í síðasta skipti sem ég mun tjá mig á netinu um þessi mál.
Eða Ameríkana: næstum því hálf billjón handa einni persónu. Þá er ég að tala um evrópska billjón.
50000000000$.
Einar Hansson, það vantar eitt núll hjá þér. Það búa ca. þúsund sinnum fleiri í USA.
Lára þú ert eini alvöru fréttamaður landsins ef þú hættir föllum við öll í myrkvið;-(
Er þetta ekki maðurinn sem gat ekki ferðast með Herjólfi og keypti sér þyrlu?
Hvers vegna var ekki gengið að kvótanum hans?(vinir í skilanefnd?)
Já mætum öll og mótmælum
Ég hélt þú værir skarpari en þetta Marinó.
Þú skilur greinilega ekki hugtakið verðbólga og alls ekki hvað verðtrygging er. Að þræta við þig um þetta er þvi tilgangslaust.
Þetta er auðvitað
Kjartan Pétur, það er bara að rita til orðunefndar og stinga upp á verðugum einstaklingum.
Addi, hver tók á sig 1.170 milljarðana sem fóru í að bjarga innistæðunum?
Addi #31 – Ég veit að við erum komnir út fyrir efni þessarrar færslu, en mér þykir þetta tengjast (óljóst).
Hef heyrt talað um að þeir sem vinna mikið óeigingjarnt og „ólaunað“ starf í þágu samfélagsins og mannúðarmála hafi fengið hina frægu fálkaorðu.
Nú verður fróðlegt að sjá hversu fljót orðunefnd verður að taka við sér!
Það eru víst ekki margir eftir lengur til að fá umrædda orðu innan kerfisins eða meðal útrásavíkinganna.
Þarna gæti verið komið göfugt „comeback“ fyrir forsetann okkar, en það hefur víst lítið borið á honum síðustu mánuði, einmitt þegar reynir á að þjappa þjóðinni saman.
Klárlega kominn tími á aðgerðir. Að gengist verði, ekki seinn en núna í eignarupptöku þeirra sem stunduðu fjárhættuspil á okkar kostnað.
EN Djöfullinn sjálfur::::: Ég vil líka fara að sjá þá stjórnmálamenn bera ábyrgð, tekna fyrir.. Það eru jú þeir sem buðu upp á herlegheitin.
Davíð. Halldór. Björgvin. Björn Bjarna. stuttbuxnafrík XD sem en lufsast á þingi ofl..
Við endurreisum ekki rasgat hér í þessu þjóðfélagi fyrr en þetta fólk verðu látið sæta ábyrgð.
Lifi byltingin.
Ótrúlegur gjörningur ef DV greinir rétt frá. Er ekki rétt að gera skýlausa kröfu um að lánabækur Landsbanksns og Glitnis verði opnaðar almenningi strax?
Nú hefur komið fram að Páll hjá Landsbankanum segir það af og frá að 50 milljarðar hafi verið afskrifaðir. Hann segir að sjálfsögðu verði gengið að veðum og allt fyrst.
En ég er nokkuð viss um að ef þetta verður krufið til mergjar þá kemur í ljós að 50 milljarðar sem tengjast fyrirtækjum
Tek heilshugar undir með þér, Lára Hanna.
Gunnar #28
Gefum okkur að lánið sem þú talar um sé verðtryggt húsnæðislán sem þú tókst, annaðhvort hjá ÍLS eða einhverjum af bönkunum. Í lánasamningi sem þið gerðuð ykkar á milli, þ.e. þú og lánveitandinn, var kveðið á um að lánið skyldi verðtryggt. Það var líka kveðið á um tiltölulega lága vexti, þ.e. vegna þess að verðbótaþátturinn stóð utan við vextina, öfugt við það sem tíðkast víðast hvar í slíkum lánveitingum.
Peningarnir sem þú fékkst, þessi milljón, hún kom svo sannarlega einhverstaðar frá, enda voru þetta alvöru peningar sem þú fékkst og þú gast skipt þeim fasteign, vörur eða þjónustu. Þeir peningar komu frá þeim sem lánuðu bankanum. Þeir gerðu líka samning við bankann um verðtryggingu, þ.e. að það sem þeir lánuðu bankanum héldi verðgildi sínu. Þessir aðilar eiga svo löglegar kröfur á móti og munu að sjálfsögðu ekki gefa þær eftir.
Ef íslensk stjórnvöld ákveða hins vegar að afskrifa hluta af skuldum almennings, t.d. 20% af upphaflegu skuldinni þinni, þá þýðir það að ríkið tekur á sig mismuninn, þ.e. 256.000 krónur. Sá hluti skuldarinnar hverfur ekki eins og sumir virðast halda. Ef við tökum þetta svo almennt og færum 20% af öllum fasteignaskuldum landsmanna yfir á ríkissjóð, þá er ríkisjóður sjálfkrafa gjaldþrota og við öll enn verra sett en við erum í dag.
það eru engin hókus pókus úrræði til í þessu og það er alveg sama hersu reið við erum, við verðum bara að reyna að halda okkur á einhverjum vitrænu plani.
Frimmi:
Það er verið að afskrifa á hverjum degi. Eigum við að rifja um Bolvíkingana.. Stím – málið? Hvort að búið er að afskrifa fyrir Magnús eða ekki er eiginlega meira forgangsatriði…. þeas ef við tökum mið af því sem hefur verið að gerast
Jæja Lára mín, eins góður og mér hefur þótt málflutningur þinn – og í flestum tilfellum hef ég verið sammála þér
Tek undir með Maríönnu.
Eitt
Jón S Sigurðsson ÉG ELSKA ÞIG!
Ég skal mæta hvert og hvenær sem er
Almenningur mun ekki sætta sig við að verða einn skilinn eftir með skuldir sínar á fullri hækkun meðan að allir aðrir fá afslætti og afskriftir. Ég brenni frekar íslenskt samfélag til grunna en að leyfa hér endurreisn á þjófræðinu frá fyrir hrun. Enginn ótti og engar fortölur munu duga til að ég sætti mig við að aumennirnir komist upp með að ná eigum sínum undan eigin gjaldþroti og senda svo reikninginn á okkur hin. Eigur þessarra manna verða teknar yfir af ríkisvaldinu eða teknar yfir af almenningi.
80.000 mættu á Gay Pride, 30.000 á Fiskidaginn á Dalvík…….3.000 mættu á samstöðufund vegna IceSave. Hvað segir manni þetta? Og í raun fleiri mótmælafundir á Austurvelli
HANNA LARA
Takk fyrir alla þina baráttu , en villtu gefa mer upplysingar eða afla þeirra , hvert rett se að Jón Áageir sitji i skilanefnd Landsbankanns á launum hjá Rikinu (okkur sem sagt )??????
Gætir tekið þér smá pásu, hvílt þig í nokkra daga, og á fréttunum líka. Tekið síðan stöðuna eftir það og komið tvíefld tilbaka 🙂
Ég mæti nefndu bara klukkan hvað nákvæmlega, ég skal hjálpa til við að bera þetta út og biðja fólk um að mæta.
Er löngu komin með algjört ógeð!
Ég bý á landsbyggðinni, ég er hætt að borga og þetta littla sparifé
Kannski þetta:
Tek heilshugar undir með þér.
Getur einhver bent mér á land sem hefur farið vel út úr því að einkavæða, einkanlega út fyrir landsteinana, auðlindir sínar. Áherslan hér á að vera á auðlindum , ekki fyrirtækjum sem ráða ekki
Ég tek undir með Maríönnu í færslu #4. Þú ert ein af hetjunum mínum. Ef þú gefst upp, þá er alveg eins gott að hætta og pakka saman.
Skuldir gullrassanna eru afskrifaðar á sama tíma og þrengt er að öryrkjum. Hvar er „norræna velferðarstjórnin“ sem allt ætlaði að bæta?
Hvað nákvæmlega var það í orðum félagsmálaráðherra sem er ekki bara common sense og nú að fara að mótmæla?
Tek undir hvert orð Maríönnu Friðjónsdóttur.
Hvaða hluti bankans er það sem ákveður svona skuldaafskrift? Er það bankaráðið eða er til einhverskonar „lánanefnd“? Það þarf að finna út hverjir það eru sem að sitja í viðkomandi nefnd eða ráð og taka þessar ákvarðanir. Þetta er núna ríkisbanki í eigu almennings og ég sem almenningur í þessu landi vil fá að vita hverjir það eru sem taka slíkar ákvarðanatökur.
Ákveðum tíma.
þAÐ ER LÖNGU KOMINN TÍMI Á ALVÖRUBYLTINGU………………MÉR ER ENDALUAST FLÖKURT.
Takk Lára Hanna enn og aftur fyrir óeigingjarnt starf. Kveðja frá
„Árni Páll Árnason, frjálshyggjustrumpurinn í Félagsmálaráðuneytinu.“
Snilld – það er ekki hægt að orða þetta betur. En er búð að staðfesta að frétt DV sé rétt? Ef hún er það þá er þessi sóðaskapur tilefni til kröftugra mótmæla. Að minnsta kosti.
Áfram Lára Hanna! Ekki gefast upp.
Hvenær eigum við að mæta?
Ég er alveg sammála,þetta er komið nóg.Hættum að mála hús.Gerum eins og forfeðurnir(franskir)hópumst út á götur og rífum upp götusteinana og brýnum fallöxina.Þeir skilja ekkert annað.Þetta eru algjörir viðbjóðar.Ógeðslegt pakk,siðlaust
og ekki með snefil af sómatilfinningu
Það hefur ekkert breyst til batnaðar í okkar samfélagi frá hruni og það mun ekki gera það nema almenningur taki sig saman um róttækar aðgerðir.
Ég bý í keflavík og er heimavinnandi með 3 börn fram til 4 á daginn ég skal mæta hvar og hvenær sem er til aðgerða eftir þann tíma dagsins.
Það er soðið uppúr og lausna er krafist strax, við viljum nýtt ísland, fellum niður allar skuldir almennra borgara.
Þetta
Það virðist ekki stakt veð vera fyrir neinu í þessum bönkum. Allaveganna virðast menn hafa náð að hafa allar góðu eignirnar sínar veðlausar en sett pappíra eða tóm eignarhaldsfyrirtæki sem veð fyrir tugmilljarða skuldum. Þessir bankar eru brandari ársins.
Að yfir 75% eigna Landsbankans endurheimtist (eins og búist er við í Icesave) er einhver mesta draumsýn í heimi. Öll veðin eru verðlaus.
Kæra Lára Hanna. Mig langar fyrir hönd allra hugsandi og heiðarlegra Íslendinga að þakka þér fyrir óeigingjarnt starf í þágu þjóðarinnar. Þú ert fyrirmynd, nýtur óskiptrar virðingar fyrir vandaðan málflutning og gagnrýni. Það væri vel ef fleiri, sem tjá sig á blogginu eða eru í launuðu starfi við daglega þjóðféalgsumfjöllun og gagnrýni, tækju þig sér til fyrirmyndar. Og svo vil ég lýsa mig algerlega sammála tillfinningalitrófinu, sem lýstur mann dag eftir dag þegar ósóminn, ójöfnuðurinn og glæpamennskan er barin í andlit manns með hverjum viðburðinum og ákvörðuninni á fætur annarri. Hvar er Nýja Ísland? Hvar er jafnaðarsamfélagið sem við berum fyrir brjóstum? Hvar er tiltektin og breytt hugarfar?
Skilanefndin er til húsa í Austurstræti 16 þar sem Apótekið er.
Ég held að þetta sé dropinn hjá mér, sérstaklega þar sem ég hef verið fullvissaður um það að lánabók Landsbankans sé verri heldur en Kaupþings.
Ég er með Lára mín.
En þú verður að tilgreina tíma líka….. annars týnist fólk eitt og eitt og enginn verður var við það og fólk gefst upp og fer heim! Settu nú tíma í færsluna þína og ég mæti pottþétt
50 milljarðar, hvað er það mikill peningur ?