Mánudagur 14.09.2009 - 23:43 - FB ummæli ()

Innihaldið í sænsku skúffunni

Á morgun mun borgarstjórn Reykjavíkur ætla að taka endanlega ákvörðun um hvort skúffufyrirtækinu Magma Energy Sweden verður seldur hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Samkeppnisyfirvöld, með Pál Gunnar Pálsson Péturssonar framsóknarforkólfs frá Höllustöðum í forystu, höfðu Magma Energy úrskurðað að OR mætti ekki eiga nema 3% i HS Orku. Samkeppnisyfirvöld eru þvi að þvinga fram sölu á hlutnum – og mér er spurn: Eru lika framsóknarmenn á bak við kaupin? Ég hef áður lýst þeirri skoðun minni að siðlausir auðjöfrar séu á bak við einkavæðingu auðlindanna – samanber REI-málið – og ekkert hefur komið fram sem hefur haggað þeirri skoðun minni. Þeir eru innihaldið í skúffunni í Svíþjóð.

Nú er deilt um hvort salan til Magma Sweden sé lögleg, því ekki megi selja aðilum utan EES virkjunarrétt vatnsfalla og jarðhita. Þó sagði sérfræðingur í HR í RÚV-fréttum í kvöld að aðferð Magma í Kanada til að komast yfir auðlindir Íslendinga sé ekki ólögleg, þ.e. heimilisfesti skiptir máli, en ekki rikisfang eigandans. Samkvæmt þvi geta hverjir sem er stofnað skúffufyrirtæki hvar sem er i EES eða ESB löndum og keypt sig inn í hvað sem er hér á landi, eða hvað? Engin starfsemi þarf að vera í skúffunni. Einmitt þannig fóru útrásardólgarnir að og gera væntanlega enn. Þeir notuðu skúffufyrirtæki grimmt til að ræna okkur.

Þetta minnti mig á Spegilsviðtal frá 30. apríl 2008 við Rafael Baron, rússneskan ráðgjafa í oliumálum, sem aðstoðaði íslensku olíufurstana sem vildu reisa oliuhreinsistöð á Vestfjörðum – og vilja kannski enn. Viðtalið er hér neðar, en í þvi segir Baron m.a. að Rússarnir hafi stofnað skúffufyrirtæki á Írlandi með sáralítið hlutafé til að fara í kringum lög og reglur á Íslandi. Hann reyndi ekkert að leyna því. Hlustið bara á viðtalið.

Rafael Baron um tilgang skúffufyrirtækja – Spegillinn 30. apríl 2008

Í tilfelli Magma er augljóst að um skúffufyrirtæki er að ræða, stofnað til að komast í kringum íslensk lög. Gott ef gerendur hafa ekki viðurkennt það og þeir neituðu að veita veð í móðurfyrirtækinu í Kanada. Þá er stóra spurningin hvort stjórnvöld ætli að láta það óátalið án þess einu sinni að reyna að hindra það. Ætla stjórnvöld að láta hinn nauma meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks komast upp með að selja stóran hluta í arðbæru orkufyrirtæki til skúrka sem ætla að græða á okkur – eða stöðva siðleysið hið snarasta. Þau geta það nefnilega.

Í 12. grein laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991 stendur m.a. þetta: „Nú telur viðskiptaráðherra að tiltekin erlend fjárfesting ógni öryggi landsins eða gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, og getur hann þá stöðvar slíka fjárfestingu, enda kunngjöri hann ákvörðun sina innan átta vikna frá því að honum berst tilkynning um hlutaðeigandi fjárfestingu, sbr. 7. gr.“ Gylfi Magnússon getur semsagt stöðvað söluna samkvæmt þessu.

Vilmundur heitinn Gylfason er gjarnan sagður síðasti hugsjónamaðurinn á þingi. Hann mun fyrstur hafa talað um að eitthvað væri löglegt en siðlaust , en hann barðist fyrir bættu siðferði á þingi og í stjórnsýslunni. Vilmundur lést fyrir rúmum 26 árum og siðferðið hefur bara versnað ef eitthvað er. Það er sorgleg staðreynd. Eftir efnahagshrunið hrópaði almenningur hátt á betra siðferði – og gerir enn. Er ekki timi til kominn að hætta að einblína á lagatæknileg atriði og huga að siðferðinu? Ef eitthvað er fullkomlega siðlaust þá er það sala OR á hlutnum i HS Orku til skúffufyrirtækis sem stofnað er til að klekkja á íslenskum lögum og það fyrir opnum tjöldum. Miklar sögur ganga um hverjir eru ofan í skúffunni og opinberlega hafa tveir menn verið nefndir, annar úr Framsóknarflokknum og hinn fyrrverandi bankamaður. Báðir auðguðust gríðarlega á að féfletta þjóðina.

En skoðum fréttirnar frá í kvöld.

Og svo er ekki úr vegi að hlusta á myndbrotið sem Egill Helga sýndi í Silfrinu á sunnudaginn – hlustið á hvað Joseph Stiglitz segir um auðlindirnar og takið vel eftir viðbrögðunum. Það er augljóst að meirihluti þjóðarinnar vill að auðlindirnar – og nýtingarrétturinn – sé á hendi hins opinbera, ekki einkaaðila og ALLS EKKI þeirra sem féflettu þjóð sína og komu landinu á vonarvöl. Minnumst þess hvernig þeir ætluðu að spila í REI-málinu og af hverju þeir höfðu augastað á orkufyrirtækjunum. Til að græða. Sá gróði á að renna til þjóðarinnar, ekki örfárra auðmanna.

Joseph Stiglitz í Háskóla Íslands 7. september 2009 – úr Silfri Egils
.
Ég veit að borgarfulltrúar hafa fengið ótal tölvupósta frá fólki sem vill afstýra þessum gjörningi. Ég hvet alla til að senda þeim póst – aftur ef þið eruð búin að þvi. Nöfnin og netföngin eru hér. Lesið líka stórfínt bréf Agnars til borgarfulltrúa og magnaðan pistil Salvarar. Mér virðist að borgarfulltrúar geri sér ekki grein fyrir afleiðingum gjörða sinna fyrir framtíðarkynslóðir á Íslandi. Ég bendi á frábæran fréttaauka Eyjunnar eftir Sigrúnu Davíðsdóttur 2007 eða framtíðin. Einnig pistil Sigrúnar á RÚV – Má Magma eiga í HS Orku. Hljóðskrá hér fyrir neðan.

Má Magma eiga í HS Orku? – Sigrún Davíðsdóttir – Spegillinn 9. september 2009

Borgarstjórn tekur málið fyrir á morgun, þriðjudag, og hefst fundurinn klukkan 14. Ég minni á orð Johns Perkins um að andstaðan við afsal á auðlindunum verði að koma frá fólkinu. Þetta er landið okkar, við búum í því. Forfeður okkar hafa verið hér í mörg hundruð ár og hugsað um það. Við megum ekki selja auðlindirnar til annarra og láta arðræna okkur svona. En andstaðan verður að koma frá okkur, fólkinu í landinu. Mætum öll á pallana í ráðhúsinu á morgun, stöndum úti, berjum á potta og pönnur eða gerum hvaðeina til að lýsa andstöðu okkar við auðlindasöluna. Sameinuð sigrum við!

Að lokum langar mig að sýna ykkur nokkrar myndir sem ég klippti og skeytti saman af netinu um Magma Energy Sweden AB. Hér er deginum ljósara að engin starfsemi er í þessu fyrirtæki þótt útrásardólgar og spilltir stjórnmálamenn leynist í skúffum þess. Þarna sést m.a. að „fyrirtækið“ er ekki skráð með neina skattskylda starfsemi og fulltrúar þess eru starfsmenn lögfræðistofu í Gautaborg. Aðalmaðurinn, Lyle Emerson Braaten, er sagður búsettur utan EES, enda einn af starfsmönnum Magma í Kanada eins og sjá má hér. Þetta minnir óhugnanlega á vinnubrögð þeirra manna sem féflettu Ísland.

Magma Energy Sweden AB

Magma Energy Sweden AB

Flokkar: Eldra

«
»

Facebook ummæli

Vinsamlegast athugið:
Ummæli eru á ábyrgð þeirra sem þau skrifa. Eyjan áskilur sér þó rétt til að fjarlægja óviðeigandi og meiðandi ummæli.
Tilkynna má óviðeigandi ummæli í netfangið ritstjorn@eyjan.is

Ummæli

  • Ingibjörg Hinriksdóttir

    Finndu Finn!

  • Anna Einarsdóttir

    Búin að senda áskorun.

    Sameinuð stöndum vér……

  • Skúffukallar!

    Vinna hjá lögfræðifyrirtækinu Glimstedt sem hefur sama heimilsfang og Magma Energy Sweden AB
    http://www.glimstedt.se/index.php?mid=30&lang=en&id=9

    Starfsmenn á plani hjá Magma?

    Johan Peter Rappmann
    http://www.glimstedt.se/index.php?mid=18&lang=se&id=60

    Jonas Lage Hallberg
    http://www.glimstedt.se/index.php?mid=18&lang=se&id=62

    Um fyrirtækið:

    Glimstedt is one of Sweden’s leading business law firms with nearly 180 lawyers based in Sweden and the Baltic States. We offer Swedish and international businesses expertise and competent advice in all relevant fields of business law.

    Advokatfirman Glimstedt AB
    Kungsgatan 42
    Box 2259
    403 14 Göteborg
    Telefon: +46 31-710 40 00
    Fax: +46 31-710 40 01
    goteborg@glimstedt.se

    Reg.No: 556566-4629

    Lyle Emerson Braaten er í Kanada

    Lyle E. Braaten is a director of Whitelaw Twining
    2400 – 200 Granville Street
    Vancouver, B.C. V6C 1S4
    (604) 682-5466

    Heimasíða
    http://www.whitelawtwining.com/index.php

    Fann tvær skýrslur eftir hann.
    CONSTRUCTION RISK MANAGEMENT 2007
    http://www.whitelawtwining.com/pdfs/658399_1.DOC_253.pdF

    BONDING – ADDRESSING THE DEMANDS OF A HOT CONSTRUCTION MARKET
    http://www.whitelawtwining.com/pdfs/Surving%20the%20boom.pdf

  • Enn og aftur, takk fyrir þitt einstaka framlag síðustu mánuði. Búinn að senda tölvupóst og hvet alla til að gera hið sama. Við höfum loksins lært að við Almenningur getum haft áhrif, að þessir „hrokagikkir“ sem hafa öllu ráðið, eru loksins farnir að „óttast“ íslenskan almenning.

    Sýnum þeim hver ræður.

  • Róbert Arnar Karlsson

    Hefur einhver reiknað út hvað Magma þarf í rauninni að borga mikið?

    Væntanlega er einhver hagnaður af rekstri HS Orku og ef svo er þá er hægt að nota hann til þess að borga upp hluta lánsins.

  • og annað

    ef þú ert nýr í Noregi og ætlar að kaupa þér rafmang, velur eitt af „samkeppnisfyrirtækjunum“ þá vilja þeir fá leyfi til þess að skoða allar innistæður og lán þín í bankanum til þess að sjá hvort þeir vilja leyfa þér að kaupa rafmagn..

    Ef þú neitar að veita þeim aðgang að bankaupplýsingum þínum þá neita þeir að selja þér rafmagn..

    spáið í því..

    Manneskja sem er á vanskilaskrá hvað gerir hún?

    Já svona er einkavæðingin og samkeppnin í sinni fögrustu mynd í sósíal landinu fagra Norge..

  • Takk fyrir !

    Mig grunar reyndar að það séu fleiri erlendir aðilar á bak við þennan gjörning en þann íslenska.. þó einhverjir íslendingar gætu verið þar bak við.

    Mér finnst eiginlega verri tilhugsun að hafa erlenda vegna þess að þá er ekki nokkur leið fyrir okkur að fá þessar auðlindir aftur, það væri kannski mögulegt að fá þær aftur ef það væru íslenskir..

    annars skiptir það ekki máli.. höfuð málið er þetta. NEI við sölu á orkuauðlindum landsins til einkaaðila.

    Í Noregi hefur sala á rafmagni verið einkavædd en auðlindirnar sjálfar eru í opinberi eigu.. Í raun skiptir það litlu fyrir neitandan. Rafmagnsreikningurinn hækkaði úr öllu valdi.. og það er fer að segja að maður borgar þar um 60 þús á mán. miðað við núverandi gengi bara fyrir rafmagnsreikningin.. Ég endurtek 60 þús.. Í landi þar sem ætti að vera nóg af orku fyrir alla..

    Norðmenn hafa selt mikið af sinni orku til Svíþjóðar í stóryðju..

  • Þetta er ansi magnaður leikþáttur Magnaharmleikurinn – eins deprímerandi og hann er. Sennilega verður áherslan á hann til þess að restin af HS Orku og sjávarútvegsauðlindin lendir í höndum erlendra auðhringa án nokkurrar athygli.

    http://www.dv.is/leidari/2009/9/15/utlendingar-eignast-island/

  • Samkvæmt samningnum er heimilisfang fyrirtækisins:

    Magma Energy Sweden AB
    Kungsgatan 42
    PO Box 2259
    SE-403 14 Göteborg
    Sweden

    Swedish register number 556783-6209

    Það er ekki í símaskránni (www.eniro.se)

    „Din sökning gav tyvärr ingen träff.“

    Skúffufyrirtæki?!

  • Teitur Atlason

    Hvernir eru þessir huldumenn sem hafa verið nafngreindir? Framsóknarmaðurin og bankamaðurinn?

    Ég bý í Gautaborg og gæti sennililega hitt aðstandendur þessa skúffufyrirtækis. Væri það ekki sniðugt?

  • Margrét St Hafsteinsdóttir

    Hér er slóðin á minn pistil um Magma

    http://maggadora.blog.is/blog/maggadora/entry/942419/

  • Margrét St Hafsteinsdóttir

    Ertu búin að senda allar upplýsingar sem þú hefur og slóðina á þennan pistil til borgarstjórnar? Ég hef stundum á tilfinningunni að þegar verið er að taka ákvarðanir hér, sé ekki kafað nóg í málin áður en ákvörðun er tekin Ég vil ekki sjá þetta Magma fyrirtæki hér eða nokkra aðra sem fara eins og ryksugur um heiminn og eyða auðlindum eins og í Perú og víða sem dæmi.

  • Sveinn Margeirsson

    Mjög athyglisverð færsla og vel unnin. Það er til mikillar fyrirmyndar hvernig þú ferð með gögn sem þú vinnur með, Lára Hanna. Upplýsandi og vekur jafnframt til umhugsunar, í stað mötunar.

    Birting upplýsinganna frá allabolag í Svíþjóð leiðir óneitanlega hugann að því að í raun eru allar nauðsynlegar upplýsingar fyrir hendi til þess að leiða fram sannleikann um margt af því brenglaða viðskiptasiðferði sem hér hefur ríkt. Annað ágætis dæmi um opinberar upplýsingar er úthlutun fiskveiðiheimilda fyrir fiskveiðiárið 2009-2010, þar sem útgerðarfyrirtæki sem þekktust eru fyrir að hafa stundað stöðutökur (fyrir lánsfé) í íslensku bönkunum, eru hástökkvarar í kvótaúthlutun (sjá t.d. Fiskifréttir 3. september 2009 eða fyrir sem hafa áhuga á að greina: http://www.fiskistofa.is/get_page.php?page=11).

    Spurning hvort ekki þurfi að koma öllum þeim fróðleik sem hægt er að finna á góðum bloggsíðum líkt og þinni Lára Hanna á skipulagðara form, þ.a. hinn góði orðstír sem menn hafa skapað sér deyi nú örugglega aldrei?

  • Sigurlaug

    Í dag kl. 00:40 | Breyta glósu | Eyða
    sjá; http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/

    Á morgun mun borgarstjórn Reykjavíkur ætla að taka endanlega ákvörðun um hvort skúffufyrirtækinu Magma Energy Sweden verður seldur hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í HS Orku. Við hvetjum alla til að mæta á pallana í ráðhúsinu klukkan 14:00 þegar að málið verður tekið fyrir hjá Borgarstjórn. Sameinumst og stöðvum þennan gjörning!

    sjá; http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/0/14/endurskodendur_i_svadid/

    ,,Meirihlutinn borgarstjórnar, sem á síðustu dögum hefur sýnt að hann muni ekkert láta stöðva sig í að selja hlut Orkuveitu Reykjavíkur á vildarkjörum, reyndi í kvöld að draga sjálfstæða endurskoðendur Orkuveitunnar, KPMG, með sér ofan í pólitískt svað,“ segir í yfirlýsingu frá borgarfulltrúunum Sigrúnu Elsu Smáradóttur og Þorleifi Gunnlaugssyn

    Í 12. grein laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991 stendur m.a. þetta: „Nú telur viðskiptaráðherra að tiltekin erlend fjárfesting ógni öryggi landsins eða gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, og getur hann þá stöðvar slíka fjárfestingu, enda kunngjöri hann ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum berst tilkynning um hlutaðeigandi fjárfestingu, sbr. 7. gr.“ Gylfi Magnússon getur semsagt stöðvað söluna samkvæmt þessu.

    **************************
    *************************

    ÁSKORUN:

    Ég undirritaður, krefst þess að sala á hlut OR í HS Orku verði stöðvuð af viðskiptaráðherra Íslands, Gylfa Magnússyni með tilvísun í 12. grein laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991.

    Þar stendur:

    „Nú telur viðskiptaráðherra að tiltekin erlend fjárfesting ógni öryggi landsins eða gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, og getur hann þá stöðvar slíka fjárfestingu, enda kunngjöri hann ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum berst tilkynning um hlutaðeigandi fjárfestingu, sbr. 7. gr.

    Virðingarfyllst

    ———————————————-
    (nafn sendanda)

    sendist til:

    gylfi.magnusson@vrn.stjr.is
    borgarstjori@reykjavik.is
    vilhjalmurth@reykjavik.is
    dagur.b.eggertsson@reykjavik.is
    oddny@reykjavik.is
    johanna@althingi.is
    svandiss@althingi.is
    svandis.svarasdottir@umhverfisraduneyti.is
    hafdis.gisladottir@umhverfisraduneyti.is

  • Óskráður

    Frábær samantekt Lára Hanna

    þessu verður dreyft á alla íslendinga stanslaust fram undir hádegi á morgun 🙂

    Baráttukveðja!

Rita ummæli

Kæfuvörn:   Hver er summan af tveimur og sex? Svar:

Höfundur



Eldri færslur

Dagatal

september 2009
S M Þ M F F L
« ágú   okt »
 12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
27282930