Svona mál ættu að vera hætt að koma manni á óvart. En ég rak engu að síður upp stór augu þegar ég horfði á fréttir Stöðvar 2 í kvöld. Þar var sagt frá fyrirtæki Brynjólfs Bjarnasonar, forstjóra Símans, Lamba ehf. Tilgangur þess er sauðfjár- og geitarækt. Brynjólfur orðinn bóndi? Ónei, ekki aldeilis. Fyrirtækið… eða réttara sagt einkahlutafélagið… var notað til að slá lán og braska. Virðist ekki hafa komið sauðfjár- og geitarækt nokkurn skapaðan hlut við.
Skuld einkahlutafélags Brynjólfs er nú þúsund milljónir – einn milljarður – sem bankinn gæti þurft að afskrifa. Ætli Brynjólfi þyki óábyrg meðferð á fé að borga skuldir sínar eins og Bjarna Ármannssyni? En eins og Lóa Pind segir í lok fréttarinnar: Það er ekki sama Jón og Jón ehf.
Fréttir Stöðvar 2 – 14. október 2009
Viðbót: Agnar minnti mig á þetta myndbrot úr Silfrinu þar sem Ari Matthiasson sagði söguna af þvi þegar hann lenti á fundi með mönnum þar sem verið var að kynna skattaskjól og hvernig hægt væri að koma fé undan skatti. Þarna er Brynjólfur Bjarnason einmitt nefndur til sögunnar. Skattrannsóknarstjóri brást við sögu Ara eins og sjá má hér og hér . Hvar ætli þetta mál sé statt?
Silfur Egils 25. janúar 2009
Önnur viðbót: Það er ekki að spyrja að DV og skúbbinu þeirra. Ég var minnt á að fréttin um Lamba hans Brynjólfs og skulduga geitarækt forstjórans birtist i DV i mai sl. DV hefur hvað eftir annað afhjúpað alls konar sukk, svinari og spillingu þótt þær fréttir rati ekki alltaf i aðra fjölmiðla. Ég held að þeir sem treysta DV ekki ennþá ættu að endurskoða afstöðu sina, fara að kaupa blaðið og gera þvi þar með kleift að koma út oftar!
Ég er búinn að finna út hvað þetta félag Lambi hf. gerir útá………. klóset pappír….. örugglega skráð á Tortóla !
ég borðaði geitaost í hádeginu.. norskan gudbrandsdalsost.. bara heiðarlegar geitur hér í noregi 😉
Brynjólfur hefur alltaf minnt mig á korktappa. Hann flýtur allaf ofaná og virðist sléttur og felldur.
Skítapakk.
Það voru lítil takmörk fyrir siðblindunni….en hefur í raun nokkuð breyst?
Ætli þetta sauðfé geti orðið févana?
Þetta veltufé er víst allt orðið afvelta.
Matthías
Svindlið og braskið er með ólíkindum hér á landi.
„DV hefur hvað eftir annað afhjúpað alls konar sukk, svínarí og spillingu þótt þær fréttir rati ekki alltaf í aðra fjölmiðla. Ég held að þeir sem treysta DV ekki ennþá ættu að endurskoða afstöðu sína, fara að kaupa blaðið og gera því þar með kleift að koma út oftar!“
Tek heilshugar undir þetta, mjög margt sem hefði aldrei komið fram á liðnu ári ef DV hefði ekki staðið vaktina.
Bankastjórar og stjórnvöld voru strengjabrúður ómerkilegra peningamanna úr ákveðnum hópum, handvöldum. Meginstefna íhaldsins í pólitík. Þessir menn urðu góðir skaffarar í kosningabaráttu.
Hafið þið tekið eftir að þessir karlar sem maka krókinn í einkavæðingu ríkisfyrirtækja og kvótabraski……… þessir sem eru bókstaflega að farast úr
Það þyrfti að setja viðvörunarbjöllu á þetta lið eins og ketti já eða beljurnar í Sviss með stóru bjöllurnar..
Sauðfé: Peningum sem er stolið af sauðum.
Brynjólfur Bjarnason er gráðugur og siðlaus klíkukarl úr Sjálfstæðisflokknum. Einn af þeim sem óð í gegn um kerfið á skítugum skónum og af mikilli frekju. Nú ætlast hann til að fá allar skuldir niðurfelldar og þykir bara sjálfsagt, en tekst honum að leika enn og aftur á kerfið eða munu
Þessi frétt sýnir enn og aftur hversu sjálfhverfir, samviskulausir, veruleikafirrtir og sjálfselskir þessar þjóðhetjur Íslendinga voru og eru. Eina sem máli skiptir var þeirra gróði og græðgi, afkoma hins almenna íslenska þegns kom þeim ekki við, eina var að geta vaðið í sjóði hans og aldrei skyldi greitt í sameiginlega sjóði…
Hvers konar uppeldi fengu þessir menn?
Ég hef oft verið á leiðinni að gerast áskrifandi að DV en hætti alltaf við og kaupi það aldrei vegna þeirrar áhættu að rekast á grafískar lýsingar á barna-miðsþyrmingum. Ég þoli ekki svoleiðis og finnst það ekki passa inn í þetta blað eða dagblöð yfir höfuð. Þá þarf að passa upp á að börnin á heimilinu komist ekki í þetta. Blöðin, sem eru deyjandi miðill, hafa grafið sér sína eigin gröf með því að vera of lýsandi að óþörfu.
Ætli það séum ekki við, sauðsvartur almúginn, sem Brynjólfur var að rækta og rýja?
Meeeheeee …
Það skyldi þó ekki vera að „fyrirtækið“ hafi verið skráð svona til að auðvelda því að fá lán (lúkkar betur á pappírunum ekki satt) eða jafnvel STYRKI ? ?
Er þetta ekki Brynjólfur að þykjast sniðugur og orðheppinn? Sauð-Fjár-Rækt. Ég get ímyndað mér hrossahlátur hans og félaga þegar hann hafði komið með „algert snilldar nafn“ á kompaníið sitt. Því nafn á hvaða starfsgrein er orðinu sannara en í þessu tilfelli?
Og mig sem dreymir um geit í garðinn í staðinn fyrir sláttuvél.
Ekki úr vegi að rifja upp þetta hjá Illuga Jökulssyni. Þar segir m.a.:
„Brynjólfur Bjarnason var gulldrengur Kolkrabbans sem hlóð undir hann af kostgæfni. Hann rak Almenna bókafélagið, svo Granda (þegar Davíð einkavæddi Bæjarútgerðina), loks fékk hann Símann upp í hendur (þegar Davíð einkavæddi Landsímann).“
Þar sem að Brynjólfur virðist líka vera áhugamaður um skattaskjól væri örugglega ekki úr vegi að skoða hvernig launa- og arðgreiðslum til hans hafi verið til hagað.
Þegar hann á 9. áratug síðustu aldar, var stjórnarformaður Granda í hjáverkum, því hann var í einhverju öðru sem aðalstarfi, þá kom upp hneykslismál þegar kom í ljós að hann lét Granda, sem var fyrirtæki í eigu borgarbúa, borga fyrir sig dýra Saab bifreið en sagt var að vinnan hans hjá Granda fælist aðeins í fundasetum öðru hvoru. Það var talað um „Grandavagninn“. Svo virðist sem sumir hafi alltaf getað verið í þessu hlutverki, að sanka að sér stórum fjárhæðum með klækjum og eyða þeim.
Hefur hann ekki bara skrifað „Fjárrækt“ á umsóknina, og starfsmaður Fyrirtækjaskrár fundið Sauðfjárrækt?
Anna: Er sauðfé í þessu samhengi ekki bara peningar vitleysinga ?
Þegar menn stofna eignarhaldsfélag þurfa þeir að fylla út eyðublað og tilgreina þar tilgang félagsins gagnvart Hagstofu og
Þetta er náttúrulega ekki hlægilegt ………en ansi er ég hræddur um að margir líti á Brynjólf Bjarnason sem almennan sauð hér eftir – sé alveg fyrir mér að fólk jarmi á hann við minnsta tilefni!!!!!!
Er þetta, það sem kallað er að vera kindarlegur?
Ég þakka þér Lára Hanna að vekja athygli á þessu sem varð mér innblástur í pistil – Arðsöm fjárrækt.
Allir að skipta um símafyrirtæki sem skipta við Símann !
Ég var verulega reið þegar ég heyrði þessa frétt. Upprifjun þín á viðtali Egils við Ara Matthíasson er vel viðeigandi!
Snilldin ein. Ekki er bóndi bústólpi nema skuldugur sé.
Kveðja að norðan.
Bústólpi ?
Mannfýlan kemur óorði á geitur og kindur !
Alltaf þegar maður heldur að maður sjái í botninn á drullunni þá kemur meira !!